Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Stormur tíðarinnar: Hæstiréttur og samfélagið – Í tilefni 90 ára afmælis Hæstaréttar 16. febrúar 2010 Hæstiréttur Íslands var stofnaður með lögum nr. 22/1919, sem komu til framkvæmda 1. janúar 1920. Fyrstu dómarar réttarins höfðu þá þegar verið skipaðir, það er frá 1. desember 1919. Mánudaginn 16. febrúar 1920 voru fyrstu dómar hins nýja Hæstaréttar Íslands kveðnir upp, alls fjórir dómar, og það er ástæða hátíðarhalda 16. febrúar ár hvert. fyrsti dómurinn um andvirði rekaspýtu Fyrsti dómur réttarins var í málinu nr. 30/1919, sem dæmt var í aukarjetti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu þann 17. desember 1918, en málið heitir: Sveinn Magnússon gegn Ingibjörgu Þor steinsdóttur og fjallaði um tilkall til reka. Hinn áfrýjaði dómur var stað festur, en þar var svo kveðið á að Sveinn Magnússon skyldi greiða Ingibjörgu Þorsteinsdóttur andvirði rekaspýtu er rak framundan lóð Sveins um síðastliðin áramót með 65 krónum, auk 12 króna í málskostnað. Sveinn var í Hæstarétti dæmdur til þess að greiða Ingibjörgu að auki 75 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Fyrsta mál Hæstaréttar sjálfs var mál nr. 1/1920, dómur var kveðinn upp 18. júní 1920. Skipun dómara Á þeim rúmu 90 árum sem liðin eru frá skipun fyrstu dómaranna, var skipun dómara lengst af ekki vaki sérstakra deilumála. Almennt voru lögfræðingar sammála um að réttinn ættu að skipa fremstu lagamenn sinnar kynslóðar, sem lengst af tókst. Fyrir um það bil 20 árum fóru þó að heyrast raddir um að dómaraskipun ætti að endurspegla samfélagið. Aldrei var alveg ljóst hvað þetta þýddi, en þó skýrt að almennt var þess saknað að fyrir utan Guðrúnu Erlendsdóttur var engin kona í Hæsta- rétti fyrr en núverandi forseti réttarins, Ingibjörg Benediktsdóttir, var skipuð dómari árið 2001 eftir að hafa verið settur dómari í heilt ár nokkrum árum fyrr. Í þessu sambandi er rétt að minna á, að þegar Guðrún Erlendsdóttir lauk lagaprófi árið 1961 höfðu einungis fjórar konur áður lokið lagaprófi, þær Auður Auðuns, Rannveig Þorsteinsdóttir, Auður Þorbergsdóttir og Ragnhildur Helga- dóttir. Nú stundar stór hópur kvenna lög- fræði störf, þar á meðal sístækkandi hópur í þeim störfum héraðsdómara, hæsta- réttarlögmanna og lagaprófessora þaðan sem dómarar hafa einkum komið samkvæmt lögum og venju. Þess má því vænta að konum í dómarasætum í Hæstarétti fjölgi á næstu árum. Til þess að öllu sé nú til skila haldið, og án þess að mín skoðun skipti í sjálfu sér nokkru máli, tel ég að til dómstarfa í Hæstarétti eigi, að uppfylltum almenn um hæfisskilyrðum, að velja þau sem búa yfir beztri og árangurs ríkastri lögfræði- þekkingu og starfsreynslu. Ég tel kröfuna um endurspeglun sam félagsins villukenningu sem myndi leiða til ófarnaðar. fyrirhugaðar breytingar Dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur kynnt frumvarp um skipun dómara. Af því tilefni má minna á að fram til miðs tíunda áratugar síðustu aldar hafði menntamálaráðherra fullt formlegt veitingavald á kennarastöðum við Háskóla Íslands. Ráðherra var að sjálfsögðu bundinn af almennum reglum stjórnsýsluréttar og síðar einnig ákvæðum stjórnsýslulaga en sú ábyrgð virtist þó ekki hvíla sérlega þungt á menntamála- ráðherrum. Eftir umdeildar stöðuveitingar varð niðurstaðan sú, að þótt mennta- málaráðherra héldi í fyrstu hinu formlega veitingavaldi var það fært til Háskólans Aðsent efni Jakob r. Möller, hrl. á LOGOS og frv. formaður Lögmannafélags Íslands

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.