Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 13 staðið sig. Einkum þóttu yngri knatt- spyrnumenn liprir og sýna eldri hæsta- réttarlögmönnum hæfilegt virðingar- leysi í tæklingum og öðrum viðskiptum á vellinum. En það dugði þó ekki til og skemmst er frá því að segja að yngri lið urðu reynsluleysinu að falli gegn Reynslunni. Þau náðu einfaldlega ekki að leysa upp geysiflókið leikkerfi Reynslunnar sem fólst í því að láta boltann ganga mjög rólega fyrir utan teiginn og bíða þar til rétta færið gafst. Stundum óralengi og jafnvel hálfan leikinn. Lið Lögfræðistofu Reykjavíkur stóð einna mest í Reynslunni og var eina liðið sem náði að taka af þeim stig. Murkuðu fram jafntefli og þakka þann árangur því helst að hafa of oft orðið fyrir barðinu á umræddu leikkerfi. Lærðu sem sagt af reynslunni. Lokastaðan varð þessi: Reynslan 510 16 stig FC S18 411 13 Opus 312 10 LR 222 8 Logos 132 6 Mörkin 114 4 Þruman 015 1 Niðurstaðan var því að kynslóða- skiptunum var slegið á frest og ekki sér enn fyrir endann á valdatíma Reynsl- unnar og Grínarafélagsins. Frammistaða Þrumunnar undirstrikar þessa niður- stöðu en eins og allir vita er það félag skipað enn eldri leikmönnum, ótrúlegt en satt. Þruman spilaði á köflum stórglæsilegan fótbolta þó að nokkuð vanti upp á að það hafi endurspeglast í stigatöflunni. Þruman heldur því áfram að vera efnileg. Tómas Jónsson hrl. Leikmenn Þrumunnar eru ennþá stórefnilegir. F.v. brynjólfur Eyvindsson, magnús brynjólfsson og bjarni Þór bjarnason, leikmaður Logos, í hita leiksins. Þeir sem trónuðu á toppnum, Reynslan í fyrsta sæti og opus í öðru sæti, fengu verðlaunapening um háls og koss frá fyrrverandi kammerjómfrú. Ekki amalegt það! Stórt verk lítið mál Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is prent.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.