Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 17 Í tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar árið 1974 lét Lögmannafélag Íslands reisa minnisvarða á breiðabólstað í Vesturhópi um Hafliða másson lögsögumann. Forystumenn félagsins fóru norður í Húnaþing og afhjúpuðu minnisvarðann. Á myndinni eru f.v. Sveinn H. Valdimarsson, Skúli Pálsson, Egill Sigurgeirsson, Páll S. Pálsson, benedikt Sigurjónsson, baldur möller, guðjón Steingrímsson og Sigurður ólason. Hafliði, sem lét gera fyrstu heildarskrá íslenskra laga veturinn 1117-1118, bjó á breiðabólsstað og var einn mesti höfðingi landsins á sinni tíð. Þegar bergþór Hrafnsson var kosinn lögsögumaður á alþingi 1117 þuldi hann upp lögin en ákveðið var að veturinn eftir skyldu þau rituð hjá Hafliða á breiðabólsstað með „umráði“ bergþórs og annarra viturra manna. Þessi fyrsta lagaskrá hefur ýmist verið kölluð Hafliðaskrá eða bergþórslög. Ekkert hefur varðveist af henni og eru heimildir um hana fengnar í Íslendingabók ara fróða. Eins voru fleiri lög rituð þennan vetur á breiðabólstað, svo sem Vígslóði sem er sá hluti hinna fornu þjóðveldislaga sem fjallar um manndráp og áverka en hann varð síðar hluti af grágás. Þess má geta að máltækið „dýr mundi Hafliði allur“ er komið vegna Hafliða mássonar en hann átti í deilum við Þorgils oddason sem hjó af honum einn fingur. Hafliði fékk sjálfdæmi í ákvörðun á greiðslu bóta og notfærði sér það óspart svo Þorgils á að hafa sagt: „dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur“. EL Minnisvarði afhjúpaður um Hafliðaskrá Úr myndasafni Nýlega hafnaði dómsmála- og mannréttindaráðuneytið beiðni hælisleitanda um gjafsókn vegna áfrýjunar á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2009. Mál þetta var höfðað gegn íslenska ríkinu og Útlendingastofnun til ógildingar á ákvörðun stofnunarinnar um að synja aðila um hæli hér á landi, en ákvörðun stofnunarinnar var staðfest með úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 2. október 2008. Í synjun ráðuneytisins á gjafsókn í áfrýjunarmálinu sem kynnt var lögmanni gjafsóknarbeiðanda 21. janúar s.l., er vísað til umsagnar gjafsóknarnefndar um beiðnina. Þar kemur fram að umsækjandi hafi þegar fengið gjafsókn til að láta reyna á rétt sinn fyrir héraðsdómi. Hins vegar sé ekki sjálfgefið að gjafsókn sé veitt fyrir Hæstarétti enda hafi sönnunarfærsla farið fram fyrir héraðsdómi og í málinu liggi fyrir ítarlegur og rökstuddur dómur. Í tilefni af niðurstöðu dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytisins í þessu máli sendi stjórn Lögmannafélagsins dómsmálaráðherra bréf, þar sem gerðar eru tvær athuga- semdir varðandi málsmeðferðina. Annars vegar vegna rökstuðnings gjafsóknarnefndar þar sem hún virðist með ákvörðun sinni taka efnislega afstöðu til þess ágreinings sem til úrlausnar var fyrir héraðsdómi, með því að telja niðurstöðu dómsins svo afdráttarlausa að ástæðulaust sé að gefa Hæstarétti kost á að endurskoða hann. Telur félagið að með þessu sé gjafsóknarnefndin komin úr fyrir hlutverk sitt sem stjórnvald. Hins vegar gerir stjórn Lögmannafélags Íslands athugasemd við hæfi dómsmála- og mann réttindaráðherra við afgreiðslu gjafsóknarbeiðnarinnar í ljósi þess að ráðherra, sem er aðili dómsmálsins f.h. íslenska ríkisins, fjallaði sem stjórnvald á æðra stjórnsýslustigi um mál gjafsóknarbeiðanda og hafnaði beiðni hans um hæli. Stjórn félagsins telur einsýnt að bæði ráðherra og gjaf sóknarnefnd, sem undir hann heyrir, hafi verið vanhæf við afgreiðslu málsins og hafi því átt að víkja sæti. Í bréfi stjórnar félagsins til dómsmála- og mannréttindaráðherra er ráðherra hvattur til að beita sér fyrir breytingum á gildandi reglum og vinnuferlum í málum sem þessum og stuðla að réttlátari málsmeðferð. II Stjórnsýsla og málskot í gjafsóknarmálum Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.