Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Áhrif réttarins á samfélagið Franski heimspekingurinn sem kallaði sig Voltaire mun eitt sinn hafa komizt svo að orði, að hættulegt væri að hafa rétt fyrir sér, þegar stjórnvöld væru á rangri skoðun. Vafalaust var þetta viturlega mælt, en Voltaire lét þetta aldrei kúga sig og samfélagið mundi smækka ósegjanlega, ef hinir beztu menn létu undan slíkum skynsemisrökum. Hæstiréttur er hluti samfélagsins með kostum þess og göllum. Eins og um aðra verður sú krafa gerð til dómara réttarins sem Stephan G. Stephansson orðaði svo í ljóði sínu „Við vatnið“: Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða. Árið 1803 gekk í Hæstarétti Banda- ríkjanna dómur í málinu Marbury gegn Madison, þar sem dómstóll í fyrsta skipti hafnaði því að framfylgja lögum vegna þess að þau brytu í bága við stjórnar- skrá. Í íslenzkri lögfræði hafði það verið orðað frá því um aldamót 1900, að sama regla gæti gilt á Íslandi, það er að dómstólar hefðu vald til þess að hafna því að framfylgja lögum, ef þeir teldu að þau brytu í bág við stjórnarskrá. Á þetta reyndi í örfáum dómsmálum á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Fyrst var það þó í hinu fræga Hrafnkötlumáli árið 1943, sem kenningin kom til fram kvæmda, H 1943.237. Í 2. gr. laga nr. 127/1941 var kveðið svo á, að íslenzka ríkið hefði einkarétt til að gefa út íslenzk rit sem samin voru fyrir 1400, svo og hefði Hið íslenzka fornritafélag heimild til útgáfu fornrita. Lá refsing við, ef brotið var gegn lögunum. Þrátt fyrir þetta gáfu þrír menn út Hrafnkelssögu Freysgoða undir titlinum Hrafnkatla. Mál var höfðað gegn þeim, þeir voru sakfelldir í héraði, en tveir af þremur dómurum Hæstaréttar kváðu upp þann dóm, að ákvæðið bryti í bága við prentfrelsisákvæði 67. gr. stjórnar- skrárinnar og yrði mönnunum því ekki refsað. Í því samhengi sem ég er að fjalla um þetta, er mjög athyglisvert að gæta lítillega að sératkvæði þriðja dómarans sem vildi framfylgja ákvæðinu. Hann sagði meðal annars: „Samkvæmt því sem rakið er að framan, finnst engin heimild í 67. gr. stjórnar­ skrárinnar handa dómstólum til að fella úr gildi lög nr. 127/1941, en dómstólar geta ekki virt að vettugi lög, sem almenni löggjafinn hefur sett, nema stjórnarskráin sjálf veiti ótvíræða heimild til þess.“ Satt að segja óar mig við þeirri hugsun, að sératkvæðið hefði orðið gildandi réttur. Leiða má getum að því, að temprunarvald dómstóla á vald beitingu löggjafa og framkvæmdavalds hafi verið mjög til góðs á undanförnum áratugum. Mestu áhrif Hæstaréttar Íslands felast ef til vill í því, að gangi löggjafarvaldið of langt, kynni þessari réttarreglu að verða beitt. Þrýstingur utanfrá Á undanförnum áratugum hefur oft gustað um Hæstarétt m.a. vegna dóma um óheimilt framsal löggjafarvalds og raunar framkvæmdavalds. Deilt hefur verið um dóma um fiskveiði stjórn- unarlöggjöf, um jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár í öryrkjadómnum svo- kallaða og nú á síðustu tíu árum eða svo hefur athyglin beinzt sífellt meira að dómum, sönnunarmati og refsingum í kynferðisbrotamálum, ekki sízt brotum gegn börnum. Oft hefur andað köldu frá fram- kvæmdavaldinu til Hæstaréttar, þótt ekki hafi farið mikið fyrir því í fjölmiðlum. Árið 1999 var beinlínis gerður aðsúgur að Hæstarétti af hálfu þeirra sem óánægðir voru með dóm í tilteknu kynferðis- brotamáli, sá aðsúgur var gerður með tölvubréfum og munu hafa borizt mikið á annað þúsund tölvubréf til réttarins og einstakra dómara. Í gagnrýni á réttinn hefur mér oft fundizt eins og fornkveðið er: Þeir tala mest um Ólaf kóng, sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Ekki verður dregið í efa, að dómstóll geti misboðið siðferðiskennd sam- félagsins. Hæstiréttur Íslands verður sízt af öllu sakaður um það. Við mættum vera þakklát ef allar opinberar stofnanir sinntu verkefnum sínum jafn vel og Hæstiréttur hefur gert undanfarin ár og raunar allan starfstíma sinn. Hættan af múgþrýstingi Fjármálahrunið haustið 2008, fyrir rúmu ári, hefur leitt til þjóðfélagsástands sem er gjörsamlega ólíkt nokkru því sem við höfum áður þekkt. Því fer fjarri að öll kurl séu komin til grafar. Samt sem áður er ljóst, að mikill fjöldi fólks hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu og félagslegu tjóni. Skýrsla Rannsóknar nefndar Alþingis mun sjálfsagt varpa ljósi á það hvað í raun og veru gerðist, allt frá einkavæðingu ríkisbankanna 1999 til og með 2003 og eftir þann tíma. Vonandi verður í skýrslunni einnig dregið fram að hve miklu leyti fjármálahrunið hér var hreint sjálf skaparvíti og hvað stafaði frá þróun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undan- farin 17-18 ár að minnsta kosti. Birtingarmynd ástandsins kom auðvitað mjög vel fram í hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu í fyrravetur, hún kemur líka mjög skýrt fram í þeirri heift sem virðist gegnsýra þjóðfélagið. Ekki er hægt að draga neitt úr því, að öflugasta félagskenndin þessa mánuðina virðist vera hatur og heift. Mættum við þó vera minnug orða Meistara Jóns Vídalíns: „En sá, sem reiður er, hann er vitlaus. Og því segir Horatíus, að hún sé nokkurs konar stutt æði, teiknandi þar með, að enginn sé munur þess, sem reiður, og hins, sem vitstola er, nema að reiðin varir skemur, æðið lengur, og eru þó dæmi þess, að sumir hafa búið svo lengi að heiftinni, að þeir hafi aldrei orðið heilvita aftur. Heiftin er eitt andskotans reiðarslag..“. Annar vitur maður mun eldri, Alcuin, enskur lærður maður sem var kennari og ráðgjafi við hirð þess sem við köllum Karlamagnús um aldamótin 800, sagði um máltækið: Vox populi, vox dei, það er rödd fólksins er rödd Guðs: „Eigi skal hlusta á þá sem segja, að rödd fólksins sé rödd Guðs, af því að

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.