Peningamál - 01.09.2004, Síða 63

Peningamál - 01.09.2004, Síða 63
62 PENINGAMÁL 2004/3 þess að sannfæra hagfræðinga um að meginviðfangs- efni seðlabanka ætti að vera að koma á peningalegum stöðugleika, í þeim skilningi að hafa hemil á verð- bólgu. Nokkurn tíma tók að ná tökum á verðbólgunni og hafði það í för með sér umtalsverðan fórnar- kostnað, en í upphafi tíunda áratugarins hafði því markmiði að mestu verið náð. Samfara þessu höfðu fræðilegar rannsóknir og athuganir lagt grunn að bættum skilningi á verðbólguferlinu. Stofnanatengdir þættir, til dæmis sjálfstæði seðlabanka gagnvart sitj- andi ríkisstjórn og peningastjórn með verðbólgu- markmið, hjálpuðu til við að festa árangur verð- stöðugleika í sessi. Árangursríkri baráttu við verðbólgu fylgdi í flest- um löndum aukið frelsi í fjármálakerfinu. Regluverk eins og vaxtaþök og takmarkanir á starfsemi fyrir- tækja voru rýmkuð eða afnumin. Samkeppnisöflin fengu því aukið svigrúm. Flestir töldu líklega að minni verðbólga og aukið frjálsræði fjármálakerfisins hefðu átt að efla stöðug- leika þess. Þegar öllu var á botninn hvolft hefur óöryggið sem fylgir mikilli og breytilegri verðbólgu gjarnan í för með sér óhagkvæma ráðstöfun verð- mæta sem oft leiðir til fjárhagslegra erfiðleika, og samkeppnisumhverfi er oftast talið stuðla að því að hæfustu fyrirtækin lifi af. Þegar til kastanna kom hafði aukið frelsi á fjár- málamörkuðum í för með sér tíðari tilvik fjármála- legs óstöðugleika. Því hefur barátta gegn óstöðug- leika komist ofar á verkefnalistann, bæði innan hvers ríkis og á alþjóðavettvangi. Umræðan hefur snúist um hvort tveggja, hvaða stefnu þurfi að taka til að fyrirbyggja og takast á við erfiðleika í fjármálakerf- inu og hvaða stofnanir eigi að bera ábyrgð á að setja varúðarreglur og bregðast við kreppum. Tilgangur þessa nokkuð langa sögulega útúrdúrs er að sýna fram á að það er frekar nýtt af nálinni að huga að hvoru tveggja samtímis, peningalegum og fjármála- legum stöðugleika. Hingað til hafa yfirvöld peninga- mála yfirleitt aðeins fengist við annað hvort en ekki bæði í einu, og þau hafa ekki af alvöru reynt að svara spurningunni um hvernig þessi markmið fara saman. 4 Áhrif peningalegs stöðugleika á fjármálalegan stöðugleika Ég mun nú snúa mér að aðalviðfangsefni þessa er- indis, samspili peningalegs og fjármálalegs stöðug- leika. Eins og ef til vill mátti vænta mun ég aðallega fjalla um hvernig óstöðugleiki breiðist út. Til að ein- falda málið, byrja ég á að skoða hvernig peningaleg- ur óstöðugleiki getur haft áhrif á fjármálalegan óstöðugleika, og síðan athuga hvað gerist ef orsaka- tengslin eru í hina áttina. Því næst mun ég reyna að meta hvernig þetta tvennt getur farið saman. Peningalegur óstöðugleiki kemur venjulega fram í mikilli verðbólgu (þótt nýleg reynsla Japana minni okkur á að verðhjöðnun getur verið álíka alvarlegt vandamál og að færa megi fyrir því rök að færri úrræði séu tiltæk til að bregðast við þeim vanda). Mikil verðbólga getur stuðlað að óstöðugleika í fjár- málakerfinu á marga vegu. Í fyrsta lagi er óstöðug verðbólga nánast undantekningalaust fylgifiskur mikillar verðbólgu. Óstöðug verðbólga skapar óöryggi við langtímasamninga sem erfitt er, ef ekki ómögulegt, að verja sig fyrir svo að viðunandi sé. Um langt skeið hafa bankar tekið skammtímalán til að lána út til langs tíma. Þegar skammtímavextir hækka, sem viðbrögð við aukinni verðbólgu, geta þeir verið læstir í stöðu með eignir sem bera fasta ávöxtun á sama tíma og kostnaður við fjármögnunina eykst. Hægt er að fela tapið ef bókhaldsvenjur endur- spegla verðbreytingar ekki nægilega vel. Ef lán miðast t.d. við upphaflega bókfært virði, getur virst sem fjármálastofnunin sé nægilega vel fjármögnuð þótt fjármálaleg staða hennar hafi í raun veikst veru- lega. Þegar þannig er háttað gætu innherjar nýtt sér aðgang að fjármagni til æ áhættumeira brasks til að bæta annars vonlausa stöðu sína. Með nokkurri einföldun er þetta sagan um sparisjóði á níunda ára- tugnum í Bandaríkjunum og sami vandi liggur að baki ýmsum erfiðleikum sem önnur fjármálakerfi eiga við að glíma. Í öðru lagi getur verðbólga skapað fjármálavanda vegna rangra hvata sem verða til þegar saman fara mikil verðbólga og sveigjanleg fastgengisstefna. Það sem slíkt kerfi gerir í raun, er að blanda samfelldri innlendri verðbólgu saman við óreglulega aðlögun verðs erlendra gjaldmiðla. Við þannig aðstæður hlýtur hlutfallslegt verðlag að bjagast, og þeir sem byggja ákvarðanir sínar á væntingum um áframhald- andi fast gengi verða berskjaldaðir fyrir gengistapi sem gæti orðið mikið. Slíkt hefur oft gerst. Skýrustu dæmin eru kreppurnar í Austur-Asíu 1997-1998 og í Argentínu 2001-2002 þar sem fjármálalegt ójafnvægi byggðist upp í skjóli fastgengisstefnu og síðan hafði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.