Peningamál - 01.05.2010, Síða 29

Peningamál - 01.05.2010, Síða 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 29 Peningamála, sem er 19% hærra en í ársbyrjun og 46% hærra en fyrir ári. Þar sem fyrirtækin í visítölunni eru afar fá og stór hluti þeirra starfar erlendis er hins vegar varasamt að túlka þessa þróun sem merki um almennan viðsnúning í innlendum atvinnurekstri.1 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu, miðað við vísitölu íbúðaverðs Fasteignaskrár ríkisins, hefur haldið áfram að lækka á undanförnum mánuðum þrátt fyrir að hækkun hafi mælst í einstaka mánuðum. Frá því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu fór hæst að nafnvirði í janúar 2008 hafði það lækkað um 15% í mars sl. og um tæp 35% að raunvirði frá október 2007. Raunverð íbúða er nú lægra en það var áður en viðskiptabankarnir hófu að veita lán til húsnæðiskaupa haustið 2004 sé staðvirt með vísitölu neysluverðs (sjá nánari umfjöllun í rammagrein III-1). Verðþróun atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu ber þess merki að mikið hefur verið fjárfest í slíku húsnæði á undanförnum árum ásamt því að eftirspurn hefur dregist verulega saman frá hruni bankanna. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga og velta með atvinnuhús- næði hefur þannig dregist mikið saman og verð atvinnuhúsnæðis hefur lækkað um tæp 52% að raunvirði frá því það náði hámarki á fyrsta fjórðungi 2008. Miðað við það framboð sem til er af atvinnu- húsnæði má ætla að enn sé talsvert í að jafnvægi skapist á þessum markaði. Hins vegar hefur fjöldi leigusamninga ekki dregist saman í sama mæli og fjöldi kaupsamninga. Aukið vægi leigusamninga kann þannig, að hluta til, að vera til komið vegna skerðingar veðhæfis eigna fyrirtækjageirans sem varð í kjölfar bankahrunsins. Fjármálaleg skilyrði einkageirans enn erfið Útlánsvextir viðskiptabanka, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða hafa í meginatriðum lækkað í takt við lækkun vaxta Seðlabankans. Að frá töldum annars vegar íbúðalánum Íbúðalánasjóðs og sjóðsfélagalánum lífeyrissjóða hins vegar, liggja ekki fyrir ítarleg gögn um útlánaþróun. Benda þær upplýsingar sem þó liggja fyrir til að útlánastarfsemi sé enn með minnsta móti. Það er í samræmi við lítil umsvif á fasteignamarkaði sem bæði má sjá í lítilli veltu og fáum þinglýstum samningum. Rammagrein III-1 Þróun á fasteignamarkaði 1. Félögin í OMXI6-vísitölunni eru Marel Food Systems hf., Össur hf., Bakkavör Group hf., BankNordik p/f (áður Föroya Banki p/f), p/f Atlantic Airways og Atlantic Petrolium p/f. Fasteignaverð hefur lækkað töluvert frá ársbyrjun 2008. Velta hefur verið sú minnsta í langan tíma og hlutfall makaskiptasamninga af heildarveltu hátt. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækk- að um rúmlega 15% samkvæmt vísitölu Fasteignaskrár Íslands frá því að það náði hámarki í janúar 2008. Raunverð húsnæðis hefur lækkað um tæplega 35% frá hápunkti þess í október 2007. Í mars síðastliðnum var 80% færri samningum þinglýst samanborið við október 2004 þegar fjöldi þeirra náði hámarki rétt eftir innkomu við- skiptabankanna á fasteignalánamarkaðinn. Óvissa varðandi mæl- ingu íbúðaverðs er meiri nú en venjulega vegna fárra kaupsamninga. Um þetta var fjallað í Peningamálum í nóvember sl. Því er líklegt að þær vísitölur sem byggt er á við mælingu fasteignaverðs nái ekki að bregða upp mynd af verðþróuninni eins og hún er í reynd. Í grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir áframhaldandi lækk- un húsnæðisverðs út næsta ár. Hluti þessarar lækkunar hefur líklega Mynd III-12 Þróun skuldatryggingarálags nokkurra ríkja1 Punktar Nýjasta gildi Lægst á síðari hluta 2009 Hæsta gildi 1. Hæsta gildi skuldatryggingarálags íslenska ríkisins er frá október 2008 en hæstu gildi annarra ríkja eru frá tímabilinu febrúar - mars 2009. Heimild: Bloomberg. 0 500 1.000 1.500 Grikkland Ísland Lettland Litháen Portúgal Írland Spánn Ítalía Eistland Bandaríkin Þýskaland
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.