Peningamál - 01.05.2010, Page 37

Peningamál - 01.05.2010, Page 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 37 Loks gerir smæð innlends efnahagslífs það að verkum að nokkrar stórframkvæmdir geta tiltölulega auðveldlega hrundið af stað við- snúningi eins og reynsla frá fyrri samdráttarskeiðum sýnir. Í síðustu spám Seðlabankans hefur verið gert ráð fyrir að fjárfesting tengd álversframkvæmdum vegi upp á móti samdrætti annarrar fjárfestingar. Í fyrra gerði bankinn ráð fyrir að vöxtur yrði í heildarfjármunamyndun á þessu ári af þessum sökum. Erfið fjármálaleg skilyrði hafa hins vegar seinkað framkvæmdum og gert er ráð fyrir frekari töfum stórfram- kvæmda í þessari spá og horfur eru óvissar. Samdráttur landsframleiðslu var minni í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir Hagstofa Íslands birti fyrstu áætlanir sínar yfir þjóðhagsreikninga fyrir allt árið 2009 þann 5. mars sl. Samkvæmt þeim dróst landsframleiðsla saman um 6,5% í fyrra. Þetta er heldur meiri samdráttur en í helstu iðnríkjum en þó minni en í nokkrum Evrópulöndum, t.d. Finnlandi, Írlandi, Slóveníu, Rúmeníu og Eystrasaltsríkjunum. Samdrátturinn reyndist 1,2 prósentum minni en Seðlabankinn spáði í janúar. Stærsta hluta mismunarins má skýra með því að bank- inn hefur hingað til ekki tekið tillit til áhrifa svokallaðrar keðjuteng- ingar þjóðhagsreikninga á spá um hagvöxt og þjóðarútgjöld.3 Í spám bankans hafa þessar stærðir verið fengnar með samlagningu undirþátta í takt við skilgreiningu þjóðhagsreikninga. Sú aðferð gefur í flestum tilvikum mjög áþekka niðurstöðu og ef notast er við keðju- tenginguna. Nokkur munur getur hins vegar orðið þegar um miklar hlutfallslegar verðbreytingar er að ræða í þjóðhagsstærðunum. Því hefur Seðlabankinn endurskoðað aðferðafræði sína til að koma í veg fyrir misræmi af þessu tagi. Eins og sjá má á mynd IV-6 gætti samdráttarins í nær öllum atvinnugreinum en sérstaklega byggingariðnaði, verslun og fjármála- þjónustu. Iðnaður virðist hins vegar halda betur velli en víða annars staðar þar sem framlag hans til samdráttar þáttatekna er mun meira.4 Búist er við áframhaldandi hægum bata í einkaneyslu Eins og hálfs árs samdráttarskeiði einkaneyslu lauk um miðbik síðasta árs. Eins og kom fram hér að framan beindist samdrátturinn að veru- legu leyti að innfluttum neysluvörum, ferðalögum til útlanda og flutn- ingum. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var 1%-1½% vöxtur í árstíðarleiðréttri einkaneyslu á milli fjórðunga á seinni hluta síðasta árs. Þróttur einkaneyslu var því meiri á þessu tímabili en ýmsir hagvísar gáfu til kynna og Seðlabankinn horfði til við mat á skamm- tímahorfum. Aðgerðir til að létta á greiðslubyrði skulda virðast hafa haft meiri áhrif á einkaneyslu en bankinn gerði ráð fyrir þar sem sam- 3. Árleg keðjutenging hefur í för með sér að fjárhæðir á verðlagi hvers árs eru færðar til verðlags ársins á undan og magnbreytingin síðan reiknuð sem breytingin á föstu verði fyrra árs. Þannig fæst magnbreytingin milli hverra tveggja ára og þær breytingar eru síðan tengdar saman til þess að fá samfelldar magnvísitölur. Hagstofan tók upp keðjutengingu í september 2005 í samræmi við staðla Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins en fram að þeim tíma var miðað við tiltekið grunnár við mat á magnbreytingum en þá réðu verðhlutföll á því ári innbyrðis vægi fjárhæða (sjá Hagstofa Íslands, (2005). Hagtíðindi 2005:3, 13. september 2005). 4. Vergar þáttatekjur jafngilda vergri landsframleiðslu að frádregnum óbeinum sköttum og viðbættum framleiðslustyrkjum. Mynd IV-7 Ársfjórðungsleg breyting árstíðarleiðréttrar einkaneyslu 1. ársfj. 2002 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrri ársfj. (%) -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 20092008200720062005200420032002 0 15 30 45 60 75 90 105 120 135 150 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘1020092008200720062005200420032002 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Ársfjórðungsleg breyting árstíðaleiðréttrar einkaneyslu (h. ás) 1. Miðað er við þriggja mánaða meðaltal væntingavísitölu Gallup. Gildi fyrir 2. ársfj. 2010 er fyrir apríl. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands. Vísitala Breyting frá fyrri ársfj. (%) Mynd IV-8 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2002 - 2. ársfj. 20101 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) Mynd IV-9 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslukortaveltu 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga innanlands -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 2009200820072006200520042003

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.