Peningamál - 01.05.2010, Page 50

Peningamál - 01.05.2010, Page 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 50 VI Vinnumarkaður og launaþróun Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar hefur auðveldað aðlögun þjóðar- búskaparins að efnahagsáfallinu. Dregið hefur úr atvinnuþátttöku, vinnutími styst og brottflutningur fólks verið meiri en á fyrri sam- dráttarskeiðum. Þessi aðlögun hefur haft í för með sér að framleiðni vinnuafls hefur aukist þar sem heildarvinnustundum fækkaði töluvert meira á síðasta ári en sem nemur samdrætti framleiðslu. Aðlögun á vinnumarkaði eftir áfallið á árinu 2008 mun taka nokkur ár. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að atvinnuleysi haldist mikið út þetta ár og byrji ekki að minnka fyrr en snemma á næsta ári. Gert er ráð fyrir heldur meiri launahækkunum en í síðustu spá vegna góðrar afkomu útflutningsfyrirtækja. Atvinnuleysi í takt við spá Skráð atvinnuleysi hefur aukist það sem af er ári og nam 9,2% á fyrsta fjórðungi ársins eins og gert var ráð fyrir í janúarspá Peningamála. Atvinnuleysi er nú aftur orðið svipað og það var þegar það náði hámarki í apríl á síðasta ári. Fjöldi atvinnulausra á skrá er einnig svip- aður og þá eða um 16.500. Atvinnulausum hefur fjölgað í öllum atvinnugreinum nema fjármálastarfsemi frá síðasta sumri. Þótt fjöldi atvinnulausra hafi aukist hafa breytingar á aðferðum við útreikning atvinnuleysis og breytingar á atvinnuleysisbótarétti í för með sér að samanburður á atvinnuleysi milli ára er erfiður (sjá nánar umfjöllun í rammagrein VI-1). Atvinnuleysi mun mælast um ½-1 prósentu minna en ella í ár vegna þess að réttur sjálfstætt starfandi til að sækja um atvinnuleysisbætur á móti hlutastarfi hefur verið skertur og námsmenn í námsleyfum eiga ekki lengur rétt á bótum t.d. í sumar- leyfi. Þrátt fyrir nokkra óvissu er þó ljóst að atvinnuleysi hefur aukist frá sl. sumri og vísbendingar eru um að það eigi enn eftir að aukast. Fleiri fyrirtæki hyggjast fækka starfsfólki en fjölga Væntingar almennings um atvinnuástandið hafa verið nokkuð stöð- ugar undanfarna mánuði samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup, en væntingar fyrirtækja hafa heldur glæðst samkvæmt við- horfskönnun sem Capacent Gallup gerði í mars meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Færri fyrirtæki vildu fækka starfsmönnum í mars en í sambærilegri könnun í desember og fleiri hyggjast fjölga starfs- mönnum.1 Í ljósi lágs raungengis kemur ekki á óvart að það eru frekar fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til útlanda sem vilja fjölga starfs- mönnum. Niðurstöður könnunarinnar benda þó til að vinnumarkaður- inn eigi enn eftir að veikjast nokkuð, því 6% fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsfólki næstu sex mánuði en fjölga þeim. Könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu meðal félagsmanna sinna í apríl sýnir einnig að fleiri fyrirtæki vilja fækka en fjölga starfsmönnum. Áætlað er að nettó- fækkun starfsmanna geti orðið um 1.500 starfsmenn á árinu, sem 1. Capacent Gallup framkvæmir könnun á stöðu og framtíðarhorfum 400 stærstu fyrirtækja landsins fjórum sinnum á ári. Tvær kannanir eru nokkuð viðamiklar og eru framkvæmdar í mars/apríl og september á hverju ári á meðan hinar tvær eru minni í sniðum og fram- kvæmdar í maí/júní og desember. Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Atvinnuleysi janúar 2008 - mars 2010 Breyting á atvinnuleysi (h. ás) Atvinnuleysi m.v. fullar bætur (v. ás) Atvinnuleysi (v. ás) Prósentur% af mannafla -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 201020092008 Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-2 Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum % Hlutfall fyrirtækja sem vilja fækka starfsmönnum Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsmönnum 0 10 20 30 40 50 60 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02 Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-3 Fyrirtæki sem hyggja á starfsmannabreytingar á næstu 6 mánuðum Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsmönnum, mars 2010 Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsmönnum, des. 2009 Fyrirtæki sem vilja fækka starfsmönnum, mars 2010 Fyrirtæki sem vilja fækka starfsmönnum, des. 2009 Hlutfall fyrirtækja (%) -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 Ö ll fy rir tæ ki V er sl un Sj áv ar út ve gu r Sa m g. , fl ut ni ng ar o g fe rð aþ jó nu st a By gg in ga r- st ar fs em i o g ve itu r Fj ár m ál a- o g tr yg gi ng a- st ar fs em i Ý m is s ér hæ fð þ jó nu st a H öf uð bo rg La nd sb yg gð Se lja v ör ur t il út la nd a Ið na ðu r og fr am le ið sl a Se lja e kk i v ör ur t il út la nd a

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.