Peningamál - 01.05.2010, Page 66

Peningamál - 01.05.2010, Page 66
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 66 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM nemi um 1,1 prósentu á þessu ári sem er sama og gert var ráð fyrir í síðustu spá. Hins vegar er búist við því að þau verði um 1,4 prósentur á árinu 2011 eða töluvert minni en spáð var í janúar þegar gert var ráð fyrir 2,4 prósenta verðlagsáhrifum. Verðlagsáhrif skattabreytinga á árinu 2012 eru hins vegar óbreytt frá fyrri spá eða 0,6 prósentur. Verðbólguhorfur óvissar Ýmsir óvissuþættir eru til staðar varðandi verðbólguhorfur (sjá nánar í kafla I). Í grunnspánni er gert ráð fyrir töluverðri lækkun íbúðaverðs. Ef aðstæður á fasteignamarkaði batna hins vegar að einhverju leyti gæti íbúðaverð lækkað minna eða staðið í stað, auk þess sem óvíst er um áframhaldandi áhrif mælingarvandans sem nefndur var hér að framan ef velta eykst á markaðnum. Spáin gerir einnig ráð fyrir að annarrar umferðar áhrif vegna hækkunar beinna skatta og olíuverðs á verðbólguvæntingar séu takmörkuð. Þar sem illa hefur tekist að halda verðbólgu í skefjum undanfarin ár, má hins vegar vera að áhrifin séu meiri og að verðbólga verði því þrálátari en grunnspáin gerir ráð fyrir. Að lokum er einnig gert ráð fyrir takmörkuðum verðbólguþrýst- ingi af vinnumarkaði þar sem launahækkanir á næstu misserum verði hóflegar enda atvinnuleysi mikið og því talsverður slaki á vinnumark- aði. Hins vegar eru ýmsar vísbendingar um að launaþrýstingur auk- ist meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni, einkum í útflutnings- og samkeppnisgreinum, sem gæti þýtt aukinn kostnaðarþrýsting og þ.a.l. meiri verðbólgu sérstaklega ef smitáhrif á aðrar atvinnugreinar yrðu umtalsverð. % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-13 Verðbólga og verðhækkanir evru Breyting frá sama tíma árið áður Verðbólga án skattaáhrifa (v. ás) Gengi krónu gagnvart evru (h. ás) 0 3 6 9 12 15 18 -20 0 20 40 60 80 100 ‘13201220112010200920082007 % Breyting frá sama tíma árið áður (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-14 Verðbólga með og án skattaáhrifa Verðbólga Verðbólga án skattaáhrifa Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘13201220112010200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.