Peningamál - 01.05.2010, Page 76

Peningamál - 01.05.2010, Page 76
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 76 PENINGASTEFNAN OG STJORNTÆKI HENNAR Regluleg viðskipti Regluleg viðskipti geta verið til allt að 7 daga. Þau eru veitt í þeim til­ gangi að auka eða draga úr framboði lausafjár. Seðlabankinn ákveður í hvert sinn hversu mikið lausafé hann lánar fjármálafyrirtækjum eða dregur af markaði. Miðvikudagar eru að öllu jöfnu viðskiptadagar Seðlabankans. Seðlabankinn getur átt viðskipti aðra daga sé þess talin þörf. Vilji Seðlabankinn eiga viðskipti með veðlán og innstæðubréf býður hann fjármálafyrirtækjum að senda inn tilboð. • Lán gegn veði: Um er að ræða lán til 7 daga eða skemur. Fjár mála­ fyrir tæki þurfa að leggja fram tryggingar sem Seðlabankinn telur hæfar í viðskiptum. • Innstæðubréf: Um er að ræða bréf til 7 daga eða skemur sem Seðla bankinn selur fjármálafyrirtækjum. Seðlabankinn getur í útboðum ákveðið að halda vöxtum og fjár hæðum föstum eða láta fjármálafyrirtæki bjóða í annað hvort eða hvort tveggja. Seðlabankinn getur hafnað öllum tilboðum eða hluta þeirra. Aðrir fjármálagerningar sem Seðlabankinn getur notað til að auka eða draga úr framboði lausafjár eru endurhverf verðbréfavið­ skipti, gjaldmiðlaskiptasamningar og bundin innlán. Önnur viðskipti Seðlabankinn getur, með sérstakri ákvörðun, átt viðskipti við fjár­ málafyrirtæki til lengri tíma en viku með sömu fjármálagerninga og í reglulegum viðskiptum. Bindiskylda Bindiskylda er lögð á fjármálafyrirtæki sem ekki eru háð framlögum á fjárlögum í rekstri sínum. Hún miðast við bindigrunn sem er innstæður, útgefin skuldabréf og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir þann hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja ára eða skemur. Binditímabil er frá 21. degi hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar og skal innstæða á bindireikningi ná tilskildu hlutfalli að meðaltali á binditímabilinu. Bindiskylda nær ekki til útibúa íslenskra fjármálafyr­ irtækja sem starfa utan Íslands. Inngrip á gjaldeyrismarkaði Inngripum á gjaldeyrismarkaði er einungis beitt, samkvæmt yfirlýsing­ unni um verðbólgumarkmið frá 2001, telji Seðlabankinn það nauð­ synlegt til þess að stuðla að verðbólgumarkmiði sínu eða telji hann að gengissveiflur geti teflt stöðugleika fjármálakerfisins í tvísýnu. Tímabundnar aðgerðir Vegna sérstakra aðstæðna sem sköpuðust á fjármálamarkaði í október 2008 mun gengi krónunnar um sinn hafa meiri áhrif en áður á vaxta­ ákvarðanir.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.