Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.04.2016, Qupperneq 8
norðurlöndin 1 2 3 Skipulagðar heimsóknir ungbarna 1DANMÖRK Yfirvöld í Kaup-mannahöfn ætla að fara að dæmi yfirvalda í Árósum og koma á fót sérstökum ungbarnaheimsóknum á heimili aldraðra vegna góðrar reynslu. Aldraðir hafa lifnað við þegar sett er ungbarn í faðm þeirra og foreldrar í fæðingarorlofi telja heimsóknirnar hafa jákvæð áhrif á börnin. Um 100 ungbörn eru nú á heimsóknaskrá hjá yfirvöldum. Skráði sig í flokk til að njósna 2NOREGUR Starfsmaður norska umhverfisflokksins skráði sig í Sósíalíska vinstri flokkinn til að fá að- gang að innri umræðusíðu flokksins í því skyni að skoða uppbyggingu hennar. Sósíalíski vinstri flokkurinn hefur farið fram á að málið verði tekið upp í miðstjórn umhverfis- flokksins. Fulltrúi umhverfisflokksins harmaði atburðinn og sagði hann ekki skipulagðan. Aðgerðir gegn skattsvikurum 3 SVÍÞJÓÐ Fjármálaráðherra Sví-þjóðar, Magdalena Andersson, kynnti í gær aðgerðir ríkisstjórnar- innar gegn skattaflótta og peninga- þvætti en nú taka 133 lönd þátt í slíku. Lagt er til að lönd sem ekki eru samvinnufús fari á svartan lista. Stjórnin vill einnig að ráðgjafar í skattamálum veiti upplýsingar eins og tíðkast nú í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Bretland Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópu- sambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hag- fræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópu- sambandinu við garð sem er umluk- inn girðingu. Þar séu settir íþyngj- andi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hag- fræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskipta- stofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátaka- punkturinn í Bretlandi fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópu- sambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusam- bandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hag- nýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi lík- legast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutn- ingstollar minnka. Hagfræðingur- inn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusam- bandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahags- mála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunar- samningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB. jonhakon@frettabladid.is Segja breskt hagkerfi vaxa meira utan ESB Átta breskir hagfræðingar birtu skýrslu í gær þar sem þeir segja Evrópusam- bandið íþyngja bresku atvinnulífi. Þeir líkja sambandinu við garð með girðingu í formi tolla og reglugerða. Obama varar Breta aftur á móti við útgöngu. Viðskipti Rekstrarhagnaður WOW air án afskrifta á fyrsta ársfjórðungi (EBITDA) var 680 milljónir króna og jókst um milljarð milli ára, sam- kvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Rekstrarhagnaðurinn er meiri hjá WOW en hjá Icelandair Group. Samkvæmt afkomutilkynningu var rekstrarhagnaður Icelandair Group rétt undir 140 milljónum króna, en var neikvæður um 281 milljón króna í fyrra. Hagnaður WOW air eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi var 400 milljónir króna samanborið við 280 milljóna tap á fyrsta ársfjórðungi árið 2015. Tap Icelandair Group eftir skatta á fyrsta fjórðungi var 2,1 milljarður en var 1,8 milljarðar í fyrra. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, er ánægður með afkomuna. „Við höfum vaxið hratt og það er ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur tekist að ná frábærri nýtingu yfir vetrarmánuðina þrátt fyrir meira en tvöföldun á fram- boði,“ segir hann. Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, er líka sáttur og segir að árið fari ágætlega af stað. „Fyrsti fjórðungur ársins er jafnan þungur í rekstri þar sem mikið af kostnaði er gjaldfærður á fjórð- ungnum sem tengist auknu umfangi á háönn og er það því ánægjulegt að sjá að EBITDA 1. ársfjórðungs er jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 2010,“ segir for- stjórinn. – jhh Meiri hagnaður hjá WOW en Icelandair David Cameron hefur um nokkurra mánaða skeið reynt að fullvissa sitt fólk um að Bretlandi sé betur borgið innan Evrópusam- bandsins. Í vikunni fékk hann stuðning frá Obama Bandaríkjaforseta. FréttaBlaðið/EPa Skýrsluhöfundar segja m.a. að matvælaverð myndi lækka í Bretlandi og inn- flutningstollar minnka ef Bretar stæðu utan ESB. 680 milljónir króna var rekstrar- hagnaður WOW á fyrsta ársfjórðungi. 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F ö s t u d a G u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -6 F 3 8 1 9 4 1 -6 D F C 1 9 4 1 -6 C C 0 1 9 4 1 -6 B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.