Fréttablaðið - 29.04.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 29.04.2016, Síða 24
Anna Rún á og rekur litla gjafa- vöruverslun á netinu, Home- Store.is, og starfar sem lífsstíls- leiðbeinandi hjá Herbalife. Hún hefur einnig unnið sem sminka í hlutastarfi í fjöldamörg ár. Anna Rún segist ávallt hafa haft mikinn áhuga á tísku. „Ég fylgist með enda hef ég unnið í förðunar- og stílistaheim- inum í mörg ár. Ég get þó ekki sagt að ég elti tískuna sérstaklega, er frekar fylgin mér þegar kemur að stíl og litavali þó maður verði auð- vitað fyrir áhrifum af tískunni,“ segir hún. En hvernig myndi hún lýsa stíl sínum? „Ég elska að vera „casual cool“ í bland við smá glamúr og rómantík. Ég er mikil kjólastelpa en finnst æðislegt líka að poppa upp til dæmis gallabuxur með Kron Kron skónum mínum, flott- um fylgihlutum og töff jakka.“ Anna Rún segist kaupa flest sín föt erlendis. „Uppáhaldsbúðin mín er Free People í New York en þaðan koma flestir kjólarnir mínir, svo klikkar H&M aldrei. Hér heima versla ég oftast í Júníform, Andreu, Kron eða Farmers Market.“ Önnu Rún finnst fátt betra en að gera góð kaup. „Ég tek tarnir í fata- kaupum og reyni oftast að fá mikið fyrir peninginn. Með árunum eyði ég minna í mig og meira í börnin mín þrjú en ég hreinlega elska að dressa þau upp.“ Innt eftir uppáhaldsflíkinni lendir Anna Rún í vanda. „Mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli en hlébarðajakkinn minn sem og svarti „busi ness“-jakkinn minn eru löngu orðnir klassísk- ir og nýtast mér yfir allt. Einnig elska ég New York-kjólana mína og svo gæti ég ekki verið án íþrótta- fatanna minna sem ég nota alltaf á Fit Camp-útiæfingunum sem við erum með í vinnunni.“ En hvað langar hana í næst? „Mig er lengi búið að langa í stutt- an ljósan gallajakka sem pass- ar við allt og viti menn, ég fann hann og keypti í fyrradag. Næst á eftir honum vantar mig helst nýja hlaupa skó og svo langar mig mikið í flottan svartan ermalausan sam- festing.“ Anna Rún segist vera algjör krummi í sér og laðist að því sem glitrar. „Mínir veikleikar eru gling- ur, gull, pallíettur, kögur, feldir og blúndur.“ Fylgihlutir eru í miklu upp- áhaldi hjá Önnu Rún. „Persónulega líður mér eins og ég sé ber ef ég er ekki með skart. Uppáhaldsfylgi- hluturinn minn er þó án efa Louie Vuitton-taskan mín sem maðurinn minn gaf mér fyrir nokkrum árum. Ég tek hana með mér hvert sem er.“ En hvað er fram undan? „Fram- undan hjá okkur í Rokkkór Íslands er að halda áfram að æfa nýtt og spennandi efni en við verðum með stóra tónleika í haust þar sem lög frá áttunda áratugnum verða á dag- skrá. Einnig erum við að fara að taka þátt í spennandi söngleikjaverkefni og halda áfram upptökum í hljóð- veri fyrir geisladiskinn okkar sem við hlökkum mikið til að gefa út. Annars ætla ég að skreppa með betri helmingnum mínum til Stokk- hólms um helgina og sjá hana Adele mína stíga á svið. Get með sanni sagt að ég sé að farast úr spenn- ingi – þetta verður ansi ljúf helgi.“ GlinGur, Gull oG blúndur Anna Rún Frímannsdóttir segist alger krummi í sér og dregst að gulli og glingri. Hún leyfir hér lesendum að líta inn í skápinn sinn. Í kvöld syngur hún með kórnum sínum í Bæjarbíói en þá heldur Rokkkór Íslands „sing along“-tónleika þar sem áhorfendur geta tekið undir. Anna Rún í einum af uppáhaldskjólum sínum sem hún keypti í Free People í New York. Þá eru hún í rúskinnssjakka úr Vila og skóm úr Kronkron. MYNd/SteFáN Louis Vuitton-taskan er í miklu uppá- haldi svo og Ray Ban-sólgleraugun. Rósóttur kjóll, keyptur í Uraban Outfitters. Önnu Rún þykir gaman að vera með hatt en pallíettu- jakkinn er keyptur í River Island. Uppá- haldsjakki Önnu Rúnar er hlébarða- jakki úr H&M. á myndinni er einnig hlé- barðahattur sem hún keypti í Bandaríkj- unum. Kron Kron- skór eru í uppáhaldi hjá Önnu Rún. Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) GLÆSILEG BUXNASENDING FRÁ GARDEUR LÆKKAÐ VERÐ! Verð fyrir afnám tolla 21.980 Verð nú 17.980 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ l í F S S T í l l 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -6 5 5 8 1 9 4 1 -6 4 1 C 1 9 4 1 -6 2 E 0 1 9 4 1 -6 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.