Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 43

Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 43
Gestastofa þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls verður opnuð á nýjum stað á Malarrifi í maí og verð- ur hún í útihúsunum sem gerð hafa verið upp. „Sýningu gesta- stofunnar verður lítillega breytt frá því sem hún var og aðlöguð að húsnæðinu og umhverfinu en á sýningunni verður áfram lögð áhersla á náttúrufar svæðisins og tengsl mannsins við umhverfi sitt,“ segir Guðbjörg Gunnars- dóttir, fráfarandi þjóðgarðsvörð- ur, en hún gegndi starfinu frá haustinu 2001. „Sýningin sjálf verður í fjár- húsunum þar sem höfðað verð- ur til skilningarvitanna og gest- ir hvattir til að smakka, lykta og reyna. Sýningin hefur fengið góða dóma gesta í gegnum árin og höfðar til barna jafnt sem fullorð- inna. Á gestastofunni veita land- verðir upplýsingar um þjóðgarð- inn og nágrenni hans, svo sem gönguleiðir, en einnig almenn- ar upplýsingar um veður, færð, kaffihús í nágrenninu, sundlaug- ar og fleira. Ekki má gleyma að þar eru salerni og verða tvö þeirra opin allan sólarhringinn. Gestastofan er opin allan ársins hring.“ Malarrif er fallegt og fjöl- breytilegt svæði og frábært til alls kyns fræðslu og útivistar fyrir fjölskyldur að sögn Guð- bjargar. Hún nefnir að síðustu ár hafi þjóðgarðurinn fengið aukið fé til framkvæmda og hafi verið unnið að því að bæta aðgengi og vernda náttúruna um leið gegn átroðningi. „Ekki veitir af en á milli áranna 2014 og 2015 fór fjöldi gesta sem komu á gesta- stofuna úr rúmum átján þúsund- um í tæp 28 þúsund. Við höfum meðal annars sett upp fræðslu- skilti, byggt upp göngustíga, og útsýnis- og öryggispalla á völd- um stöðum. Má þar nefna staði eins og við Skálasnagavita, Sval- þúfu, Djúpalónssand og Saxhól. Enn vantar þó fjármagn til fram- kvæmda því margt þarf enn að gera til að undirbúa svæðið fyrir komu fleiri ferðamanna. Við feng- um nýlega þær góðu fréttir að við fengjum meira fjármagn í land- Fallegt og fjölbreytilegt svæði Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verður fimmtán ára þann 28. júní næstkomandi. Gestastofa þjóðgarðsins verður opnuð á Malarrifi í maí en hún hefur verið á Hellnum frá árinu 2004. Sýning stofunnar hefur fengið góða dóma og höfðar til bæði barna og fullorðinna. Yfir sumartímann býður þjóðgarðurinn upp á gönguferðir með landvörðum og leggja þeir áherslu á fræðslu um náttúru og sögu svæðisins. Meðal annars er gengið um svæðið nærri Tröllakirkju. Að undanförnu hafa verið sett upp fræðsluskilti, byggðir upp göngustígar og útsýnis- og öryggispallar á völdum stöðum í þjóðgarðinum meðal annars á Sval- þúfu, Lóndrangar fjær. Guðbjörg Gunnarsdóttir, fráfarandi þjóðgarðsvörður. Hún gegndi starfinu frá haustinu 2001. „Námið hefur algerlega staðist væntingar. Það er þverfaglegt og gengur því þvert á alla þætti ís- lenskrar náttúru og umhverfis,“ segir Björk sem er fædd og uppal- in á Hvanneyri en flutti til Reykja- víkur til að ganga í menntaskóla og æfa knattspyrnu. „Ég hef alltaf elskað sveitina og fann mig ekki í borginni,“ segir Björk. Þegar kom að því að velja framhaldsnám ákvað hún að skoða hvað Landbún- aðarháskólinn hefði upp á að bjóða. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á raungreinum og náttúrufræði, en samt var ég ekki viss um hvað mig langaði að gera í framtíðinni. Þá datt ég niður á þetta nám í náttúru- og umhverfisfræði hér á Hvann- eyri. Mér þótti mikill kostur hvað það var fjölbreytt og tók á mörgum þáttum náttúrufræðinnar,“ segir Björk. Hún hóf námið haustið 2014 og lýkur því vorið 2017. Gestakennarar úr atvinnulífinu Björk er afar ánægð með námið og telur það gefa sér mjög góðan grunn. „Þá finnst mér mjög mik- ilvægt að námið fari fram á stað eins og Hvanneyri sem er á RAMSA votlendisverndarskrá vegna sérstæðrar náttúru og dýra- lífs.“ Einn af helstu kostum námsins að mati Bjarkar er hin góða teng- ing þess við atvinnulífið. „Áfang- arnir í náminu eru mjög fjölbreytt- ir og við fáum reglulega gesta- kennara sem koma frá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækj- um. Þeir hafa mörgu að miðla og með þessu fær maður góða tilfinn- ingu fyrir því sem er að gerast í at- vinnulífinu.“ Borgarbörnin ánægð í sveitinni Björk sjálf er afar ánægð með lífið á Hvanneyri og hún segir að sam- nemendum hennar, sem marg- ir hverjir eru borgarbörn, finnist frábært að búa í þessum litla bæ. „Flestum finnst afar jákvætt að vera ekki í borginni. En þó þetta sé í sveit er Hvanneyri orðin tals- vert stór bær í dag og á veturna er hér mjög gott félags- og menn- ingarlíf og mikil stemning á nem- endagörðunum. Þá má líka benda á að stutt er í Borgarnes þar sem er að finna alla þjónustu,“ segir Björk og bætir við að aðeins taki klukku- stund að renna til Reykjavíkur. Björk ætlar í frekara nám eftir útskrift og hugurinn stefnir til útlanda. „Mig langar í nám sem tengist náttúru eða landbúnaði og þar koma Þýskaland og Holland sterkt inn,“ segir Björk. Hún telur sig vel stadda með þann grunn sem hún hefur fengið á Hvanneyri. „Ég mæli eindregið með þessu námi, sér í lagi fyrir þá sem eru ekki til- búnir til að sérhæfa sig í einhverju einu en hafa áhuga á raunvísindum og náttúrufræði.“ Góður andi og tenging við atvinnulífið Björk Lárusdóttir stundar nám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Björk er afar ánægð með lífið á Hvanneyri og segir yndislegt að vera fjarri ys og þys borgarinnar. vörslu í sumar en áður sem skipt- ir gríðarlegu máli fyrir allt starf hér í þjóðgarðinum og í friðlönd- unum sem eru í umsjón okkar en það eru ströndin við Arnarstapa og Hellnar og Búðahraun. Auk landvarða koma fimm erlendir sjálfboðaliðar til okkar í vinnu í átta vikur.“ Yfir sumartímann býður þjóð- garðurinn upp á gönguferðir með landvörðum og leggja þeir áherslu á fræðslu um náttúru og sögu svæðisins. „Við hvetjum fólk til að nýta sér þessa þjónustu og koma í ferðir en þær eru ókeyp- is og oftast við flestra hæfi. Við auglýsum þær meðal annars á Face book-síðu þjóðgarðsins,“ segir Guðbjörg. Kynningarblað KoMdu veSTur 29. apríl 2016 15 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -8 7 E 8 1 9 4 1 -8 6 A C 1 9 4 1 -8 5 7 0 1 9 4 1 -8 4 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.