Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 35

Jökull - 01.12.1980, Page 35
sýni frá brúnni (Sl-sýni). Auk þess voru tekin S3-sýni á þremur stöðum við vesturbakka, við Utfall, brú og 10 km neðan brúar, og F-sýni við austurbakka nærri Skaftafelli. í töflu 1 má sjá, að þessar þrjár tökuaðferðir gefa mjög mismikinn svifaur og eru Sl-sýnin, sem eiga að gefa nákvæmustu útkomu, með áberandi langmestan svifaur. Aurburðarlyklar Skeiðarárhlaups 1976 (3. og 4. mynd) sýna, að gott samband var milli svifaurs og rennslis og lítill munur á svifaurs- magni frá einum tökustað til annars. Munur á svifaursmagni Sl- og S3-sýna er að mestu i grófa hluta svifaursins. I hlaupinu 1972 var samband svifaurs og rennslis hins vegar mjög lélegt og svifaur mjög mismikill frá einum tökustað til annars (5. mynd). Tveimur til þremur dögum eftir hámark Skeiðarár- hlaupsins 1972 jókst svifaursmagnið mjög mikið í stuttan tíma (6. mynd). Svifaur í þess- um aurtoppi var 80—90% dökkt gler með sama ljósbroti og í ösku úr Grímsvötnum. Enginn tilsvarandi aurtoppur fannst í hlaup- inu 1976 (7. mynd). Eftir hlaupið 1972 var mestur hluti hlaup- farvegarins þakinn um 10 cm þykku, svörtu sandmókenndu lagi. Ekkert slíkt lag var í far- veginum eftir hlaupið 1976. Myndun svo fín- kornótts lags í straumvatni er í mótsögn við straumfræðileg lögmál. Nærri Útfalli var rnikið af mjög aurblönduðum ís í og undir svarta laginu. Þessi ís innihélt álíka mikið af uppleystum efnum og hlaupvatnið. Sýnishorn af jökulís, sem tekin voru meðan á hlaupinu stóð innihéldu margfalt minna af uppleystum efnum eða álíka og vatn Skeiðarár milli hlaupa. ísinn virðist því vera frosið hlaupvatn, grunnstingull. Á 9. mynd sést, að lofthiti hefur hvað eftir annað farið niður fyrir frostmark, einkum meðan 1972-hlaupið var í rénun, og þannig skapast aðstæður fyrir grunnstingulsmyndun. Á 8. mynd sést, að aur í grunnstinglinum (SKÚ-4) hefur mjög álíka kornastærðarskipt- ingu og botnefnið SKÚ lag 1 (svarta lagið). SKG á 8. mynd sýnir kornastærðardreifingu eðlilegs botnefnis Skeiðarár á þessum slóðum, en það er miklu grófara en svarta lagið. Á meðan hlaupið 1976 stóð yfir var lofthiti yfir- leitt um 8°C og komst aldrei nærri frostmarki, svo að grunnstingull gat ekki myndast. Sú skýring er sett fram, að í hlaupinu 1972 hafi orðið mikil grunnstingulsmyndun, sem hafi sett þetta lag á botninn og um leið valdið breytilegu svifaursmagni frá einum tökustað til annars. Grunnstingulsmyndun getur sam- kvæmt þessu skýrt mjög fínkornótt lög i ýms- um fornum straumvatnasetum. 3 JÖKULL 30. ÁR 33

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.