Jökull


Jökull - 01.12.1980, Síða 72

Jökull - 01.12.1980, Síða 72
land tók að byggjast (3. mynd). Ég hefi áður talið það fjórða mesta gjóskugosið á íslandi síðan sögur hófust og þá talið meiri súru gosin í Heklu 1104, Öræfajökli 1362 og Öskju 1875. Síðari rannsóknir benda til, að gjóskumagnið í Öskjugosinu kunni að vera minna en í þessu Kötlugosi, en hinsvegar var það gos, er varð í Kverkfjöllum á ofanverðri 15. öld (1477?) að öllum likindum mesta basaltgjóskugosið á sögulegum tíma, svo Kötlugosið 1755 lendir eftir sem áður í 4. sæti, og tjónið varð mikið, þar eð um 50 býli fóru í eyði um lengri eða skemmri tima, flest í Skaftártungu. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust sumarið eftir gosið um þær sveitir, er urðu harðast úti, og er í ferðabók Eggerts fjallað ítarlega bæði um gosið og gjóskulagið (E. Ólafsson 1772, bls. 755-764; 772-774, 782). Fyrsta dag gossins bar gjóskuna til aust- urs. Annan daginn var veður kyrrt og þoka byrgði sýn til eldfjallsins, en þann 19. var vindur af norðvestri og skrifar Eggert, að „þann sama dag rigndi öskunni niður á Fær- eyjar“ (ívitnað rit, bls. 758). Árið 1758 birti Danska vísindafélagið ítar- lega lýsingu á Kötlugosinu 1755 (sjá ritskrá) og er hún, samkvæmt titli hennar, gerð „efter de sammesteds observerende Studenteres ind- sendte Beretninger“. Þessir stúdentar voru Eggert og Bjarni og er lýsing þeirra að veru- legu leyti hin sama eða svipuð og í ferðabók- inni. Er greint frá því (bls. 192), eins og í ferðabókinni, að vindur hafi þann 19. okt. verið af norðvestri og bjart í Mýrdal, en myrkur sem vetrarnótt væri í byggðum austan Mýrdals og sagt, að það hafi verið þennan dag að „hið svarta sandfjúk féll á eitt af þeim Is- landsförum er voru á heimleið, undir Færeyj- um“. I neðanmálsgrein er það upplýst, að herra prófessor Kratzenstein hafi rannsakað þá ösku, er féll á téð skip, og einnig ösku, er féll á sjálfa eyna. Mun þar átt við ísland, því sagt er, að sú aska er féll á skipið hafi verið „svart- brúnt, fínt og þungt ryk“, en að kornin í þeirri gjósku er féll á eyna hafi verið á stærð við ertur. Er líklegast, að það sýni hafi þeir Eggert og Bjarni tekið. Christian Gottlieb Kratzen- stein (1723—1795), sá er rannsakaði Kötlu- gjóskuna, var þýzkur að ætt, mikilsmetinn vísindamaður og kallaður til prófessorsemb- ættis í tilraunaeðlisfræði og læknisfræði við Hafnarháskóla 1753. Ekki er mér kunnugt um eldri könnun á gjósku í rannsóknastofu en þeirri, er hann gerði á 1755-gjóskunni úr Kötlu. I þann tíma var það skoðun vísinda- manna, að eldgos yrðu vegna tendrunar brennanlegra efna i jarðskorpunni. Kratzen- stein komst að þeirri niðurstöðu, að Kötlu- gjóskan væri mynduð af samblandi steinkola og brennisteinskíss og e. t. v. einnig steinolíu, og hegði sér allsendis ólíkt svokölluðum surtarbrandi þegar hún sé brennd, því hún verði að gjalli. Gjóskan úr gosinu 1755 barst lengra en til Færeyja. Eftir jarðskjálftann ferlega í Lissa- bon 1. nóvember 1755 safnaði konunglega Vísindafélagið (Royal Society) í Lundúnum upplýsingum um fyrirbæri á Bretlandseyjum, er gætu hafa orsakast af þessum jarðskjálfta. Meðal þeirra bréfa, er bárust félaginu, var eitt frá Sir Andrew Mitchell, dagsett 9. júní 1757. Þetta bréf var lesið upp í Vísindafélaginu 27. sama mánaðar og birt í ársriti þess (Phil. Trans., bls. 297 — 299) sama ár. Fer það hér á eftir í heild, því það er greinargott og notalegt aflestrar og ber vitni þeim lifandi áhuga á ýmsum náttúrufyrirbærum, sem einkenndi síðari hluta 18. aldar. Pall Mall,June9th 1757. Sir In compliance with your desire, I made particular inquiry, whether at or about the time the earthquake happened at Lisbon the lst of Novem- ber 1755 any uncommon phenomena were observed to appear in the islands of Orkney or Zetland, as such had happened about that time in other parts of Scotland. From Orkney I was informed, that nothing particular had happened, only, that about the time mentioned the tides were observed to be much higher than ordinary. I received from Zetland a letter, dated 28th March 1756, from Mr. William Brown, Master of the grammar school of Scalloway in that country, a sensible and observing man, wherein he writes verbatim as follows: „Blessed be God, 70 JÖKULL 30. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.