Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 78

Jökull - 01.12.1980, Page 78
Mynd 2. Hagafellsjökull eystri. Staða jökulsporðs júlí 1979 og nóv. 1980. (Eftir loftmynd L.f. F. mynd 5582 1979). Fig. 2. Position of the glacier snout 1979 and 1980 after the surge. 30—40 m hár, ógurlega sprunginn og forugur. Framan við hann lágu 3—5 m háir grjót- og malargarðar og trúlega hefur jökullinn m. a. notað mælingavörðurnar okkar í þessa garða sína, því þær fundust hvergi. Ekki einu sinni varða Jóns Eyþórssonar frá ca. 1950 fannst og það eitt segir sina sögu um hvar jökullinn er staddur núna. Við hlóðum nýja vörðu til áframhaldandi mælinga. Með þvi að bera saman loftmynd af jöklin- um frájúlí 1979 (L.f. 1979 F. mynd 5582 31.7. 1979) og núverandi stöðu jökulsins, fæst sú niðurstaða að Hagafellsjökull eyslri hafi hlaupið fram um 950—1000 m frá því 1979. Eftir að hafa gert þessar athuganir við Hagavatn, var haldið niður að Geysi um kvöldið, þar sem við fengum inni um nóttina. Morguninn eftir héldum við svo af stað og nú lá leiðin upp hjá Haukadalsheiði, um Mosa- skarð, Lambahraun og að Þórólfsfelli. Þaðan gengum við að jökulsporði Hagafellsjökuls vest- ari. Þar fundum við mælingavörðurnar mjög fljótlega og mældum þar á tveim stöðum að jökulsporði. Reyndist jökullinn hafa hlaupið Mynd 3. Hagafellsjökull vestari séður úr lofti. Fig. 3. Aerial view of Hagafellsjökull vestari. Pholo: Theódór Theó- dórsson. 76 JÖKULL 30. ÁR

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.