Jökull


Jökull - 01.12.1980, Side 85

Jökull - 01.12.1980, Side 85
Zeitner, hinn 13. apríl 1934 og var tilgangur fararinnar að kanna það Grímsvatnagos, er þá var í gangi. Herðubreið (1682 m) Herðubreið er einna óárennilegust íslenskra háfjalla, en þó hefur verið gengið á hana á fleirum en einum stað. Fyrstir til að klífa hana voru þýskureldfjallafræðingur, Hans Reck, og fylgdarmaður hans, Sigurður Sumarliðason, sem mörgum fylgdi um Ódáðahraun. Þeir Sigurður og Reck fóru í þessa fjallgöngu 13. ágúst 1908 og gengu á fjallið að norðvestan. Næstur Islendinga á Herðubreið var Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur hinn 22. júlí 1927. Eiríksjökull (1657 m) Hugsanlegt er, að Björn Gunnlaugsson hafi gengið á Eiríksjökul í júlíbyrjun 1837 (Lfrs. ísl. III, bls. 311), en harla ólíklegt, að hann hafi farið alla leið upp. Þeir fyrstu er það gerðu voru nær örugglega þrír úr hópi sex ungra Englendinga, er ferðuðust saman um landið. Einn þeirra, Charles Cavendish Clifford, skrifaði bók um ferðalög sín: Travels by „Umbra“, Edinburgh 1865. Fjalla fyrstu 167 bls. um íslandsferðina og hefur sú ferðasaga yfirskriftina: A tour twenty years ago. Hefur ferðin þvi að öllum líkindum verið farin 1845, þótt hugsanlega kunni að skakka ári eða svo til eða frá. Þessi ferðasaga er skrifuð í gaman- sömum stúdentastíl og er skemmtileg aflestrar og harla greinargóð, full af kveðskap og minnir nokkuð á hina kunnu ferðasögu Letters jrom Iceland eftir W. H. Auden og Louis Mac- Neice. Enginn þeirra sexmenninganna er nefndur réttu nafni. Á Eiríksjökul gengu þeir 7. ágúst og er göngunni lýst í bókinni á bls. 36—41. Alla leið á hæstu bungu komust þeir þrír, er Clifford nefnir: „M’Diarmid, Mr. X and the poetic Digwell“. Næstur á Eiríksjökul mun vera Svisslend- ingurinn Andreas Heusler, einn af stórmeist- urum norrænna fræða, er gekk á jökulinn 1895. Eyjafjallajökull (1666 m) Svipaðrar hæðar og tvö fjöllin næstu hér á undan er Eyjafjallajökull, sem jafnframt er næst hæsta fjall landsins frá rótum reiknað. Á Eyjafjallajökul gekk Sveinn Pálsson fyrstur manna, ásamt fylgdarmönnum, 16. ágúst 1793. Þeir fóru frá Stórumörk og tók ferðin 9'/2 klst. (Ferðabók Sveins Pálssonar, bls. 241-242). Þverártindsegg (1554 m) Þverártindsegg er hæsta blágrýtisfjall á Is- landi og er hún og landslagið þar um kring það alpalegasta á öllu landinu. Hana kleif fyrstur áðurnefndur H. J. Scheel, 13. ágúst 1813. Kerling (1538 m) Kerling við Eyjafjörð er annað hæsta blá- grýtisfjallið og mun vera þriðja hæsta fjall landsins frá dalbotni reiknað. Hans Frisak, sá er fyrstur komst á Hvannadalshrtúk, kleif hana fyrstur manna aðfaranótt 5. júlí 1814. Hekla (1491 m fyrir síðasta gos) Á þetta frægasta fjall landsins gengu fyrstir svo öruggt sé þeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson þ. 20. júní 1750 i fögru veðri. En þess er að geta, að Oddur Einarsson segir frá því í íslandslýsingu sinni, saminni að mestu eða öllu leyti veturinn 1588—89, að fáeinir menn hafi freistað þess að klífa Heklu „til að kanna til hlítar, hvers eðlis hinn frægi gígur í fjallstindinum væri og hvort eldar leyndust í djúpum hans“. Hann segist einnig hafa heyrt fullyrt, að einn maður þar úr grenndinni hafi „klifið Heklu og hafi hann, þar eð hann var maður sterkur og hugaður, að visu staðist raunina heill á líkama og séð hvernig umhorfs var, en samt hafi honum verið svo brugðið, er hann kom aftur til síns heima, að hann hafi verið sem vitskertur og ekki lifað lengi eftir það“ (Oddur Einarsson, Islandslýsing, bls. 46). Hekla kann því hugs- anlega að hafa verið klifin meir en 1V2 öld áður en Eggert og Bjarni gengu á hana. JÖKULL 30. ÁR 83

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.