Jökull


Jökull - 01.12.1980, Síða 86

Jökull - 01.12.1980, Síða 86
Sncefellsjökull (1446 m) Þessi fagurskapaða jökulkrýnda eldkeila, sem vonandi er slokknuð, var talin hæsta fjall landsins er gengið var á hana í fyrsta sinn, en það gerðu þeir félagarnir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson 1. júlí 1753. Þeir lögðu á jökul- inn frá Ingjaldshóli og voru 11 klst. í ferðinni. Sögn var þá undir Jökli, að tveir Englendingar hefðu fyrir löngu ætlað upp á jökulinn og hefðu næstum komist upp. Annar varð blind- ur af snjóbirtu, villtist og hvarf, hinn varð hálfblindur, en bjargaði sér, því að á leiðinni upp hafði hann haft með sér kindablóð, sem hann lét drjúpa á snjóinn svo að hann gat ratað niður aftur (Ferðabók Þorv. Thorodd- sens, III, 2. útgáfa, bls. 58). Fjallaklifur á Islandi Fjallaklifur var ekki iðkað á Islandi að heitið gæti (ef klifur í fuglabjörg er frátalið) fyrr en Guðmundur Einarsson frá Miðdal hóf kennslu í þeirri íþrótt og stofnaði síðan sam- tökin Fjallamenn 1940. Enn er þessi iþrótt lítið stunduð, m. a. af ástæðum, sem áður var að vikið. Hér skal getið nokkurra tinda, er klifnir hafa verið. Er þess fyrst að geta, að 5. ágúst 1956 klifu þrír fullhugar Hraundranga í Öxnadal (1075 m). Létti þeim, er þetta ritar, mjög við þá fregn, að þessu afreki væri lokið, því hann átti uppástunguna að því, en hafði talsvert samviskubit af eftir 'á. Þeir er tindinn klifu voru amerískur fjallaklifrari, Nicholas Clinch, og jöklafararnir Finnur Eyjólfsson og Sigurður S. Waage. Klifrið upp efstu 80 metrana tók sex klukkustundir (Jökull 6, bls. 32). Sumarið 1975 reyndu sex piltar úr Hjálp- arsveit skáta í Vestmannaeyjum (hér eftir skammstafað HSV) við bergstandinn Þumal (1279 m) í Skaftafellsfjöllum og komust þrír alla leið, þeir Daði Garðarsson, Kjartan Eggertsson og Snorri Hafsteinsson. Þrír ungir fjallagarpar, Arnór Guðbjarts- son, Helgi Benediktsson og Pétur Asbjörnsson, klifu Fingurbjörg í Mávabyggðum (1137 m) í september 1978. Telur Helgi Benediktsson hana erfiðari en Þumal, sem hann kleif, ásamt Arngrími Sighvatssyni og Jóni Baldurssyni, á páskum árið áður. Skarðatindur (1385 m) í þjóðgarðinum Skaftafelli var klifinn af tveimur breskum stúdentum, J. A. Exley og M. Meller, 13. ágúst 1954 og að sögn Ragnars Stefánssonar í Skaftafelli var það fyrsta ferðin á tindinn. Þess skal getið hér að lokum, að hærri Lón- drangann á Snæfellsnesi, sem er 75 m hár, kleif Vestmannaeyingur, Ásgrímur að nafni, þriðja dag hvítasunnu 1735 (Þorv. Thoroddsen, Ferðabók III, 2. útg. bls. 73). 84 JÖKULL 30. ÁR 1. mynd. Mont Blanc séð úr vestri. Ljósm. Sig. Þór- arinsson 11. júní 1966.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.