Jökull


Jökull - 01.12.1980, Side 93

Jökull - 01.12.1980, Side 93
Varða Hornfirðinganna I Jökli 1977 er fróðleg og skemmtileg grein um ferð -þriggja Hornfirðinga norður yfir Vatnajökul sumarið 1926, sem jafnframt var fyrsta ferð íslensks leiðangurs yfir jökulinn á síðari tímum. Þeir geta þess, er þeir fóru úr tjaldstað suðvestan Kverkfjalla, að þar hafi þeir komið að hrauni upp úr jöklinum og hlaðið vörðu á mel einum og jafnframt, að sú varða sé ófundin enn. Unnar Benediktsson, einn leiðangursmanna, fullyrðir þó að hann hafi séð vorðu þessa úr lofti er hann flaug yfir þetta svæði árið 1945. Seinnipart júlímánaðar árið 1967 kom ég á þessar slóðir í för minni suður yfir Vatnajökul, en grein um þá ferð birtist í 17. árgangi Jökuls. Á að giska 5 km suðvestur af Kverkfjöllum komum við félagarnir að all-stæðilegri vörðu (sjá mynd) á melhól, en frá henni var talsverð jökulbrekka til vesturs niður að Dyngjujökli. Eftir lestur greinar Hornfirðinganna er ég ekki í nokkrum vafa um að hér er fundin varða þeirra. Ég minntist á vörðu þessa við Jón Ey- þórsson, en hann hafði komið þarna í það minnsta einu sinni, en um aldur vörðunnar vissi hann ekki, né hverjir hefðu hlaðið hana. Eftir lýsingu Hornfirðinganna er augljóst að það auða svæði, er þeir reistu vörðuna á, hefur verið allmikið stærra en nú er. Varðan er hlaðin á klöpp og er það vafalítið ástæða þess hve vel hún hefur varðveist. Pétur Þorleifsson. Varða Hornfirðinganna séð úr austri. JÖKULL 30. ÁR 91

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.