Þjóðmál - 01.06.2008, Side 44

Þjóðmál - 01.06.2008, Side 44
42 Þjóðmál SUmAR 2008 Vilhjálmur hlýtur vegleg laun, valinn til æðstu ráða, en Haukur er látinn á Litla-Hraun, lagður inn fyrir báða. Hefði.sumt.af.því,.sem.Haukur.var.dæmdur. fyrir,. nú. ekki. verið. saknæmt. og. því. síður. refsivert,.til.dæmis.að.geyma.fé.á.erlendum. bankareikningum . Þjóðviljinn. krafðist. þess. á. forsíðu. 20 .. desember.1959,.að.Vilhjálmur.Þór.viki.úr. bankastjórastarfi. vegna. Olíufélagsmálsins,. og.inni.í.blaðinu.rifjaði.Magnús.Kjartansson. upp,. að. Vilhjálmur. hefði. hlotið. fjölda. heiðursmerkja .. Þetta. væri. til. marks. um,. hversu.mannkyninu.hefði.miðað.í.sókn.til. fullkomnunar:.„Áður.voru.ræningjar. festir. á.krossa;.nú.eru.krossar. festir.á.ræningja .“. Eru.þetta.sennilega.frægustu.orð.Magnúsar .. Þau. eru. þó. ekki. eins. frumleg. og. þau. eru. snjöll . Kveikjan. að. orðum. Magnúsar. kemur. eflaust. frá. nafna. hans. Ásgeirssyni. eða. Þórbergi. Þórðarsyni .. Magnús. Ásgeirsson. birti.kvæðið.„Krossfestingu“.í.ljóðabókinni. Síðkveldi,. sem. kom. út. 1923 .. Þar. sagði. í. lokin:. Og víst er ei líkingin lítil, þótt líti ég í henni brestinn. Því Kristur var festur á krossinn, en krossinn var festur á prestinn. Þórbergur. skrifaði. í. „Opnu. bréfi. til. Árna. Sigurðssonar“,.sem.dagsett.var.á.Ísafirði.14 .. september.1925.og.þáttur.í.miklum.þrætum. hans.vegna.Bréfs til Láru:.„Kristur.endaði.sína. á.krossi ..Þér.endið.ævi.yðar.með.krossi .“ Sennilegast.er,.að.Magnús.Ásgeirsson.og. meistari. Þórbergur. sæki. líkinguna. báðir. í. smásögu. eftir. Jón. Trausta,. „Séra. Keli .“. Þar.segir.frá.séra.Þorkeli,.sem.misst.hafði. hempuna.sakir.ofdrykkju.og.segir.nokkur. vel. valin.orð.á. fundi.presta:. „Sá,. sem.við. þjónum.allir.og.kennum.okkur.við,.spurði. ekki.um.launin,.meðan.hann.dvaldi.hér.á. jörðinni ..Launin.hans.voru.þyrnikóróna.og. húðstroka,.og.hann.bar.sinn.kross.—.ekki. á. brjóstinu,. eins. og. prófasturinn. þarna,. heldur.á.blóðugu.bakinu.og.vanmegnaðist. undir.honum .“ Það.er. aukaatriði,.hvort.þeir.Þórbergur. Þórðarson. og. Magnús. Ásgeirsson. hafa. sjálfir. vitað. af. því,. að. þeir. unnu. úr. hugmynd.Jóns.Trausta ..Hitt.skiptir.meira. máli,. hvernig. líkingin. hefur. á. leið. sinni. náð. fullkomnun,.orðið.meitlaðri,. skýrari,. snjallari .. Magnús. Kjartansson. lagar. hana. síðan. að. eigin. þörfum,. svo. að. ádeilan. á. kirkjunnar. menn. hverfur .. Hann. beinir. sjónum. að. ræningjunum. tveimur,. sem. krossfestir. voru. með. Kristi,. og. virðist. raunar. telja,. að. þeir. hafi. hlotið. makleg. málagjöld. ólíkt. Vilhjálmi. Þór .. En. úr. því. að. Magnús. haslaði. sér. völl. í. Jórsölum. forðum,. er. hollt. að. muna,. að. þar. kaus. Alþingi.götunnar.Barrabas,.en.ekki.Krist . Heimildir: Eiríkur.Jónsson,.fyrrv ..kennari ..Munnlegar.upplýsingar .. Guðmundur.Magnússon:.„Ákafafólk.og.opinberir.fundir,“. Þjóðmál,.vorhefti.2008 . Hannes.H ..Gissurarson:.Benjamín H. J. Eiríksson í stormum sinna tíða ..Bókafélagið,.Reykjavík.1996 . Hannes.H ..Gissurarson:.Kjarni málsins.(óútgefið. tilvitnanasafn) . Jón.Trausti:.Ritsafn,.II ..bindi ..Bókaútgáfa.Guðjóns.Ó .. Guðjónssonar,.Reykjavík.1960 . Magnús.Ásgeirsson:.Ljóðasafn,.I ..bindi ..Helgafell,. Reykjavík.1975 . Morgunblaðið.(aðgengilegt.á.Netinu,.http://www .timarit . is) . Þjóðviljinn.(aðgengilegur.á.Netinu,.http://www .timarit .is) . Þórbergur.Þórðarson:.Bréf til Láru ..Mál.og.menning,. Reyjavík.1975.(m ..a ..bréfið.til.Árna.Sigurðssonar) .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.