Þjóðmál - 01.09.2010, Page 37

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 37
 Þjóðmál HAUST 2010 35 það ætti eftir að þróast til framtíðar, t .a .m . hvort það ætti eftir að taka á sig mynd „ómanneskjulegs skriffinnskubákns“3 eins og sumir spáðu og hvort ríki bandalagsins væru jafnvel „að falla þar inn í áður óþekkt ofríki opinberrar forsjár .“4 Áhyggjur hægrimanna Þegar aldamótaskýrslan var skrifuð var mikil gerjun í gangi innan Evrópu- banda lagsins eins og forveri Evrópu sam- bandsins var kallaður á íslenzku . Fram að því hafði það fyrst og fremst snúist um samruna tengdan viðskiptum en þegar hér var komið sögu var vaxandi þrýstingur á að lögð yrði aukin áherzla á efnahagslegan, póli tískan og félagslegan samruna . Þessi þró un Evrópubandalagsins var síðan fest í sessi með Maastricht-sáttmálanum sem gildi tók 1993 og breytti bandalaginu í Evrópu- sambandið eins og það er þekkt í dag . Margir hægrimenn í Evrópu guldu mik- inn varhuga við þessari þróun og ekki sízt í Bretlandi . Á þessum tíma voru brezkir íhalds menn að fá auknar efasemdir um banda lagið . Í ræðu sem Margaret Thatcher, þá verandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, flutti í belgísku borginni Brügge í september 1988 sagði hún m .a .: „Við höfum ekki náð góðum árangri í að draga úr umsvifum ríkisvaldsins í Bretlandi til þess að sjá þau aukin á ný á vettvangi Evrópubandalagsins í krafti evrópsks stórríkis með vaxandi völd í Brussel .“5 Það sama átti við um hægrimenn á Íslandi . Fyrir utan áhyggjur af aukinni miðstýr ingu og skriffinnsku innan Evrópubandalags ins 3 Sama heimild . 4 Sama heimild . 5 Vef. „Bruges Revisited“ . <http://www .brugesgroup .com/ mediacentre/index .live?article=92> . „We have not successfully rolled back the frontiers of the state in Britain, only to see them reimposed at a European level, with a European super-state exercising a new domi- nance from Brussels .“ skiptu sjávarútvegshagsmunir Íslend inga miklu máli þá eins og nú . Það sjónarmið kom ítrekað fram í máli forystumanna Sjálf- stæðis flokksins, ekki sízt Davíðs Odds son ar sem tók við sem formaður flokksins í marz 1991, að hvers kyns tenging við bandalagið kæmi ekki til greina fæli það í sér að yfir- ráðin yfir íslenzkum sjávarútvegi færðust í hendurnar á öðrum en Íslendingum . Samstarf við Alþýðuflokkinn Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkis-stjórn með Alþýðuflokknum að loknum al þingis kosn ingunum 1991 undir forsæti Davíðs og var eitt helzta stefnumál hennar að ná samningum við Evrópubandalagið um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu . Þeir náðust að lokum og tók aðildin gildi í byrjun árs 1994 eftir að Maastricht- sáttmálinn hafði tekið gildi . Aðildin að EES fól í sér aðild að innri markaði Evrópu- bandalagsins og má því færa rök fyrir því að hún hafi fyrst og fremst snúist um viðskiptamál líkt og bandalagið áður . Í samtali við Morgunblaðið í marz 1994 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for mað- ur Sjálfstæðisflokksins og þáverandi sjáv ar - útvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, að hann teldi EES-samninginn tryggja hags- muni Íslendinga sem innganga í Evrópu - sambandið gerði ekki . Sagði hann ljóst að innganga þýddi að Íslendingar yrðu að fórna yfirráðunum yfir auðlindum Íslands - miða sem kæmi ekki til greina . „Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undir- staðan undir okkar sjálfstæði .“6 Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi sjálfstæðis- manna við Alþýðuflokkinn slitnaði eftir al þingiskosningarnar 1995 og þá ekki sízt vegna þeirrar ákvörðunar Alþýðuflokksins og forystu hans að leggja áherzlu á inngöngu 6 „Íslendingar hefðu ekki hag af aðild að ESB“ . Morgun­ blaðið 12 . marz, 1994 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.