Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 73

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 73
 Þjóðmál HAUST 2010 71 fréttir og fréttatengt efni frá október 2005 til september 2006], Nyhedsavisen og Boston Now . Samanlagt tjón vegna ófara hluta þeirra fjölmiðla er talið vera yfir 20 milljarðar króna . Eina sem eftir lifir er Fréttablaðið . Gunnar Smári hefur undanfarið lýst því að hans þáttur í útrásinni sé sáralítill og hefur gagnrýnt auðmenn fyrir ferðalög á einka þotum og bruðl . Sjálfur ferðaðist hann títt milli landa á fyrsta farrými og stofnaði fjölmiðla í krafti auðs Jóns Ásgeirs en segist nú ekki einu sinni eiga bíl .13 Ólafur F . Magnússon, þáverandi borg- ars tjóri, réð Gunnar Smára Egilsson í sex vikur frá og með 1 . ágúst 2008 til að gera heildarúttekt á upplýsingamálum Reykja- víkurborgar . Gunnar Smári gerði hins vegar hlé á störfum sínum fyrir borgina 14 . ágúst, eftir að Ólafur F . Magn ússon hætti sem borgarstjóri við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn . Taldi Gunnar Smári rótið við meirihlutaskiptin ekki heppi lega umgjörð úttektar sinnar .14 DV til Hreins og Reynis Eins og áður sagði eignaðist Frétt ehf . DV haustið 2003 með aðstoð Landsbanka Íslands . Gunnar Smári Egilsson varð útgefandi og ákvað, að blaðið skyldi gefið út daglega á morgnana . Mikael Torfason og Illugi Jökuls son voru fyrstu ritstjórar á vegum hinna nýju eigenda . Reksturinn gekk erfiðlega . Í ársbyrjun 2005 lét Illugi af störfum sem ritstjóri DV og fékk það verkefni að stýra vinnu hópi um stofnun nýrrar útvarpsstöðvar á vegum Íslenska útvarpsfélagsins . Skyldi út varps stöðin eingöngu senda út talað mál . Í vinnu - hópnum voru auk Illuga Hallgrímur Thor - steinsson og Sigurður G . Tómasson . Þarna var Talstöðin að fæðast, sem tók til starfa í febr ú ar 2005 . Hún keppti um tíma við aðra tal málsstöð, Útvarp Sögu, þar til starfsemi Tal stöðv arinnar var hætt eftir tiltölulega skamman tíma . Jóhannes Jónsson í Bónus lánaði Arnþrúði Karlsdóttur fé til að kom- ast yfir Útvarp Sögu . Þá kost a ði Baugur einnig þætti á stöðinni, þar á meðal með Jóhanni Hauks syni, blaðamanni á DV . DV átti í miklum ritstjórnarlegum og fjár- hags legum erfiðleikum árið 2006 . Var Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, kallaður til aðstoðar Mikael Torfasyni við rit stjórnina en þeir hrökkluðust báðir frá blaðinu vorið 2006 . Þá komu Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson til sögunnar sem ritstjórar um nokkurra mánaða skeið, en þeir sinntu ýmsum verkefnum í fjölmiðlaveldi Baugs á þessum árum . DV var breytt í vikublað á árinu 2006 . DV var endurreist sem dagblað í upphafi árs 2007 í nýju útgáfufélagi undir forystu Hreins Loftssonar . Sigurjón M . Egilsson, bróðir Gunn ars Smára, varð þá ritstjóri blaðsins . Reynir Traustason var gerður að meðritstjóra Sigurjóns 1 . september 2007, án þess að Sigurjóni M . væri skýrt frá ráðagerðum um það . Í desember 2007 tók Jón Trausti Reynisson Traustasonar við af Sigurjóni M . og ritstjórnir DV og dv.is voru sameinaðar . Sigurjón M . Egilsson varð ritstjóri Mannlífs í ársbyrjun 2008, nokkrum mán uðum eftir að Reynir Traustason var gerður að ritstjóra DV við hlið hans . Samstarf þeirra Sigurjóns M . og Hreins Loftssonar á Mannlífi stóð í rúmt ár og þykir Sigurjóni M . nokkru skipta að vekja athygli á því, að Hreinn hafi rekið sig . Eftir brott rekst ur inn frá Mannlífi sagði Sigurjón M . á vefsíðu sinni: Búið er að ýta mér til hliðar og setja Reyni Trausta son sem ritstjóra . Ég er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.