Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 16
16 VIÐ HRINGBORÐIÐ SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Í vetrargarranum milli jóla og nýárs kom hópur framhaldsskólakennara saman í Kennarahúsinu við Laufásveg til að taka þátt í hringborðsumræðum um íslenskt stúdentspróf og framtíð þess. Tilefnið og umræðugrundvöllur- inn var skýrsla menntamálaráðuneytis- ins Breytt námskipan til stúdentsprófs - aukin samfella í skólastarfi sem kom út í ágúst sl. Til fundarins mættu: Atli Harðarson aðstoðarskólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi, Egill Guðmundsson sviðsstjóri í Iðnskól- anum í Reykjavík, Aldís Guðmundsdótt- ir kennari og fagstjóri í sálfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð, Hjördís Þorgeirsdóttir konrektor í Menntaskól- anum við Sund og Guðmundur Jón Guð- mundsson sögukennari í Menntaskólan- um í Reykjavík. Hjördís var fulltrúi FF í einum þriggja starfs- hópa á vegum menntamálaráðuneytisins sem störfuðu fyrir gerð skýrslunnar. Hópur- inn sem Hjördís sat í fjallaði um námskrár og gæðamál. Hann mat og útfærði hug- myndir um námsskipan sem fram koma í skýrslunni. Við val viðmælenda var gengið út frá því að þeir væru fulltrúar ólíkra skóla- gerða og sæju málið frá ólíkum sjónar- hornum og reynsluheimi. Bóklegt stúdentspróf gott vegarnesti inn í framtíðina -Hver er staða íslenska stúdentsprófsins? Hjördís: Ég tel að stúdentsprófið okkar sé gott próf. Það hafa reyndar ekki ver- ið gerðar neinar formlegar mælingar en maður hefur á tilfinningunni að nemend- um gangi vel í háskólanámi á grundvelli þess, bæði hér heima og erlendis. Atli: Mér heyrist að Hjördís sé fyrst og fremst að hugsa um stúdentspróf af bók- námsbrautum en með námskránni frá 1999 var skilgreint stúdentspróf eftir starfs- nám og það er ýmislegt óljóst um stöðu þess háttar stúdentsprófa. Síðastliðið haust tók HÍ til dæmis ekki við þeim nem- endum. Ég held að þó svo að nemendur sem ljúka stúdentsprófi af bóknámsbraut- um séu þokkalega staddir og komist inn í þá háskóla sem þeir óska, þokkalega und- irbúnir, þá eigi það ekki við um nemendur sem ljúka prófinu eftir starfsnám. Þeir búa við mikla óvissu um réttinn til áframhald- andi náms. Þetta er helsta vandamálið sem ég sé við stúdentsprófið eins og er. Aldís: Ég held að íslenskt stúdentspróf sé um margt gott vegarnesti til framtíð- arinnar og nokkuð góður undirbúningur fyrir háskólanám. En frá mínum sjónar- hóli eru einkum tveir veikleikar á öllu framhaldsskólastiginu. Annar er sá að verknáminu er ekki gert nógu hátt undir höfði. Það er mjög brýnt að breyta þessu og fá sterka nemendur inn í tækni- og verknám. Hitt atriðið er að mér finnst framhaldsskólinn ekki koma nógu vel á móts við þarfir stráka. Hann er m.ö.o. orð- inn talsvert kvenlægur. Það er til dæmis dálítið skondið að á myndinni framan á skýrslu menntamálaráðuneytisins eru ein- göngu stelpur! Brottfall pilta úr skólanum er mun meira en stúlkna og sjálfsmynd þeirra gagnvart náminu er ekki eins sterk. Ég tek það fram að það er fjöldi góðra karl- nemenda en þegar kemur að námsmati þá standa þeir sig ekki jafn vel og stúlkurnar. Það er eitthvað í kerfinu sem höfðar ekki til þeirra. Guðmundur: Þetta með verknámsbraut- irnar er eldgamalt vandamál hjá okkur Ís- lendingum. Það er ekkert menntun nema prestsmenntun og kannski lögfræði en almenn verkkunnátta er afskaplega lítils metin. Ég held að þetta endurspeglist sér- staklega vel í því sem sagt var um stúdents- prófið af verknámsbrautum. Þetta verður að taka virkilega föstum tökum í stað þess- arar bláu hringavitleysu hérna, mennta- málaráðuneytinu væri nær að taka á þess- um þætti. Hjördís: Þetta er reyndar í annað skipt- ið, þegar fjallað er um almennar breyting- ar eins og endurskoðun aðalnámskrár, sem sjónum er fyrst og fremst beint að bóknámsbrautum til stúdentsprófs og verknámið skilið eftir. Í upphafi þessarar vinnu átti ekkert að tengja þetta málefni við verknámið en núna er reyndar aðeins búið að gera það, samt er það verk í raun og veru ekki hafið. Þetta eru aðeins hug- myndir sem settar eru fram í skýrslunni. En Íslenskt stúdentspróf - Virðisauki eða tímaskekkja? Hringborðsumræður um stöðu og framtíð framhaldsskólamenntunar á Íslandi Mér telst til að fækkun kennslustunda verði 413 á þessum ára- fjölda. Ég fæ ekki séð að hægt sé að halda sama gæðastaðli með svona miklu færri kennslustundum, jafnvel þótt einhver hluti námsefnisins verði færður niður í grunnskólana. -Aldís.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.