Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 18
18 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 deildin í menntamálaráðuneytinu gerði fyrr á þessu ári úttekt á menntun kennara í grunnskólum í stærðfræði og raungrein- um. Þessi skýrsla kemur væntanlega út eft- ir áramótin. Þar kemur fram í stórum drátt- um að mjög fáir grunnskólakennarar hafa BA- eða BS-próf. Langflestir hafa B.ed.- próf og það er alls ekki tryggt að þeir séu með stærðfræði eða raungrein í kennara- prófinu. Þetta finnst mér vera stóra vanda- málið. Þetta verðum við að leysa og þá fyrst er hægt að fara út í tilfærslu greina á milli skólastiga. Egill: Ég er sammála þessu. Stóri veik- leikinn í þessari skýrslu er sá að einblínt er á að stytta námið. Það er ekki nægilega horft til þess hvað nemendur eiga að hafa þegar þeir útskrifast. Í byrjun skýrslunnar er tilvitnun sem segir: Ef nemendur ann- arra þjóða hafa fengið nægan undirbún- ing til framhaldsnáms við átján eða nítján ára aldur er full ástæða fyrir okkur að end- urskoða þá stefnu að halda nemendum í framhaldsskóla fram að tvítugu. Það getur ekki verið markmið neins að halda nem- endum í skóla, það er skemmdarverk. Það hlýtur að vera markmiðið að mennta þá. Nemendur okkar sem fara til náms erlend- is standa sig almennt vel. Við hljótum því að vera með góðan undirbúning og ef við getum haldið því þótt námið verði stytt þá er það gott. En ég er sammála því að við verðum að byrja á því að styrkja stoðirnar undir grunnskólanemendur áður en þeir koma til okkar í framhaldsskólana. Aldís: Það getur enginn verið á móti því að íslenskum nemendum sé gert kleift að ljúka stúdentsprófi nítján ára. En því miður virðist mér koma fram í þessari skýrslu að draga muni úr gildi menntunar á framhaldsskólastigi ef þessar breytingar ná fram að ganga, þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna um að svo verði ekki. Mér telst til að fækkun kennslustunda verði 413 á þessum árafjölda. Ég fæ ekki séð að hægt sé að halda sama gæðastaðli með svona miklu færri kennslustundum, jafnvel þótt einhver hluti námsefnisins verði færður niður í grunnskólana. Ég álít að það þurfi að hugsa þessa breytingu með dýpri og ígrundaðri hætti en hér kemur fram. Ég tel ekki að það sé rétt að skera niður framhaldsskólann. Það verður að horfa á skólakerfið í heild. Ég held að sú leið, að gefa nemendum grunn- skólans færi á að ljúka unglingastiginu á tveimur árum en ekki þremur, gæfist betur. Rannsóknir í minni fræðigrein - sál- fræði - sýna að börn á sama lífaldri geta verið á mjög ólíku þroskastigi. Þetta hefur mælst allt upp í fimm ára munur í þroska. Sumir unglingar eru færir um að takast á við akademískt nám miklu fyrr en aðrir. Það verður að taka mið af þessu. Ég vil líka benda á að það er mikil áhersla lögð á að bera íslenska kerfið sam- an við kerfin á Norðurlöndum, sérstaklega í Danmörku og Svíþjóð. Núna er verið að stokka upp allt kerfið í Danmörku sem þykir orðið úrelt og staðnað. Tölur frá Danmörku sýna líka að einungis lítill hluti nemenda lýkur stúdentsprófi nítján ára, eða 11% pilta og 20% stúlkna. Aukinn sveigjanleiki til að ljúka grunn- skólaprófi? Egill: Mig langar í sambandi við þetta að benda á að nemendur í Danmörku eiga kost á að ljúka grunnskólanum á níu árum en mjög margir velja að gera það á tíu árum. Að þessum orðum sögðum dró Aldís upp grein úr Politiken Weekly frá 24. des. 2003. Þar kemur fram að danskir stúdent- ar ljúka háskólaprófi elstir allra nemenda í OECD. Meðalaldur þeirra er 29 ár en meðal- aldur hollenskra stúdenta er 25, 5 ár. Aldís: Þessi tala bendir til þess að fyr- irmyndin sé kannski ekki eins góð og við vildum. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að eltast við þessi erlendu módel. Við eigum að skilgreina okkar eigin þarfir. Hvað hentar íslensku samfélagi best? Hvar eru sterkar hliðar og hvar veikar? En auð- vitað þurfum við að gæta þess að íslenskir stúdentar standi þeim erlendu á sporði. Atli: Mig langar að taka undir þetta með 9. bekkinn. Mér finnst þessi fyrirhug- aða breyting á námskrá framhaldsskólans úr 140 einingum í 120 einingar ekki vera nema helmingurinn af því sem þarf að gera. Það þarf líka að greiða fyrir því að nemendur eigi raunhæfan kost á því að ljúka grunnskólanámi á níu árum eða vera lengur. Eins og þetta er núna fara margir nemendur á almenna braut í framhalds- skóla, sem er eins árs undirbúningur undir að takast á við námið þar. Það að svona margir nemendur þurfi ellefta grunnskóla- árið til að ljúka námsefni grunnskólans, því almenna brautin er í raun og veru upp- rifjun á efni 8. til 10 bekkjar, segir okkur að ef til vill þurfi sumir lengri tíma en tíu ár til að ljúka grunnskóla, svo í stað þess að grunnskólinn sé tíu ár fyrir alla ætti hann að vera níu til ellefu ár eftir því hvað hentar hverjum nemanda. Fjögurra þrepa kennaramenntun? Hjördís: Í kafla 7 í skýrslunni er fjallað um skil milli skólastiga. Þar eru settar fram hugmyndir um að breyta lögum þannig að nemendur geti lokið 8.-10. bekk á tveimur árum. Ég held að það væri skynsamlegt fyr- ir okkur á meðan við erum að koma kenn- aramenntuninni í lag að leggja áherslu á þessar leiðir til að stytta námstíma til stúd- entsprófs áður en við förum að breyta að- alnámskránni. Ég myndi helst vilja að breyt- ingin fengi að ganga yfir á tuttugu árum, þ.e. eins löngum tíma og það tekur nem- andann að fara gegnum skólakerfið. Byrja á leikskólanum og taka eitt ár í einu, hafa þetta hægfara og yfirvegaða breytingu. En mér líst vel á þessa hugmynd þína, Atli, sem kæmi á móts við sterka námsmenn og þá sem standa höllum fæti. Í umræðun- um við undirbúning skýrslunnar var aldrei rætt að gefa nemendum möguleika á að vera ellefu ár í grunnskóla. Atli: Nú má spyrja hvort það eigi að skil- greina fjögur þrep í kennaramenntuninni í stað þriggja. Bæta unglingaskólakenn- aramenntun við þau þrep sem fyrir eru: Leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara. Á kannski að Hjördís: Við þurfum að byrja á því að breyta kennaramenntuninni, sérstaklega menntun kennara í 8. til 10. bekk. Ég held ekki að erf iðleikarnir við þessa breytingu liggi á fram- haldsskólastiginu, þeir liggja á unglingastigi grunnskólans. Þess vegna ættu grunnskólamenn að vera hér að ræða þetta mál en ekki framhaldsskólamenn. -Atli. VIÐ HRINGBORÐIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.