Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 32
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 32 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR Vi er en dansk 10.-klasse, som søger samarbejde med en klasse i Island. Vores elever er mellem 16 og 18 år og det er deres 10. skoleår. Vi har søgt rejsepenge hos Nord-plus, men vi mangler kontakt med en tilsvarende gruppe elever. Hvis der er en klasse, som har lyst til at samarbejde med vores elever og med os to lærere, bedes I kontakte os på mailen: mariangaard@hotmail. com eller adressen KKU-Dagkursus, Bellmansgade 5B, Køben- havn Med venlig hilsen, Claus Pedersen og Marian Østergaard Baujan, sjálfsstyrkingarnám- skeið fyrir börn og unglinga Baujan er námskeið til að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga. Markmiðið með því er að draga úr þunglyndi og sjálfseyðing- arhvöt, vinna gegn einelti og ofbeldishegðun og stuðla að því að börn og unglingar leiðist síður út í vímuefnaneyslu. Aðferð Baujunnar hefur verið reynd í nokkrum skólum og að sögn skilað góðum árangri á skömmum tíma. Megin áhersla er lögð á slökun og vinnu með tilfinningar. Guð- björg Thoroddsen þróaði námsefnið og hefur flutt fyrirlestra um það í skólum og á vinnustöðum. Hún byggir það á kunnáttu og reynslu sem hún hefur öðlast sem leikari og kennari. Námskeiðin eru 2 x 3 klukkustundir og eru styrkt af Vonar- sjóði. Námsráðgjafar, kennarar, félags- og sálfræðingar, djáknar og fleiri hafa sótt námskeiðið og notað aðferðina með góðum árangri. Upplýsingar og skráning í síma 6996934/5667611 bauja@mi.is Úthlutun úr vísindasjóði FF, B-deild Úthlutun úr vísindasjóði FF, B-deild, fer fram tvisvar á ári. Umsóknarfrestur renn- ur út 30. apríl og 31. október ár hvert. Vinnureglan er sú að félagsmaður getur fengið allt að 300 þúsund kr. styrk úr B-deildinni á fjögurra ára tímabili og skiptir þá ekki máli hversu hratt gengur á þá upphæð. Upplýsingar um sjóðinn veita Hrafnhildur Kristbjarnardóttir í síma 595 1116, netfang: hrafnhildur@ki.is og Sigríður J. Hannes- dóttir, netfang sjh@ismennt.is. Starfshópur um stöðu íslenska táknmálsins Ákveðið hefur verið að skipa starfshóp sem komi með tillögur um hvernig best verði staðið að því að tryggja stöðu íslenska tákn- málsins, eflingu þess og varðveislu. Hópnum er m.a. gert að taka afstöðu til þess hvort heppilegt væri að stofna formlega málnefnd fyrir íslenska táknmálið og þá hvernig slík nefnd yrði samsett og hvert hlutverk hennar yrði. Gert er ráð fyrir að í hópnum verði einn fulltrúi menntamálaráðuneytis, tveir fulltrúar Félags heyrn- arlausra, einn fulltrúi Háskóla Íslands, einn fulltrúi Íslenskrar mál- nefndar og einn fulltrúi Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Fulltrúi menntamálaráðuneytis mun veita starfs- hópnum forystu.Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki störfum eigi síðar en 1. júní 2005. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að stefna ríkisstjórn Íslands til Alþjóða vinnumálastofnunar og/eða Mannrétt- indadómstóls Evrópu vegna lagasetning- ar á verkfall grunnskólakennara. Með því á að fá úr því skorið hvort það stand- ist alþjóðalög að forsendur gerðardóms skuli hafa verið þær að samningar ASÍ réðu niðurstöðum dómsins. Lausnum á lykilgátunni sem birt var í jólablaði Skólavörðunnar hefur rignt inn til okkar í Kennarahúsinu. Hrafn- hildur Kristbjörnsdóttir dró úr réttum lausnum og eru vinningshafarnir: Brynja Baldursdóttir Krókamýri 18 Garðabæ, Ólöf Björg Guðmunds- dóttir Engjaseli 72 Reykjavík og Sigurður F. Sigurðarson, Tjarnar- löndum 13 Egilsstöðum. Þau fá senda bókina Saga orðanna eftir Sölva Sveinsson innan tíðar. Islandsk-dansk elevsamarbejde med gensidige besøg KÍ stefnir ríkisstjórn Íslands Til hamingju!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.