Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 23
23 KJARAMÁL FF SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Samningaviðræður Félags framhalds- skólakennara og Félags stjórnenda í Framhaldsskólum við samninganefnd ríkisins hafa staðið yfir með hléum frá því í haust en viðræðuáætlun var gerð í september sl. Kjarasamningar hafa ver- ið lausir frá 30. nóvember 2004. Hækk- un grunnlauna og aukinn kaupmáttur dagvinnulauna eru mikilvægar kröfur kennara og stjórnenda sem og sérstök hækkun á byrjunarlaunum kennara. Bætt mat á menntun og starfsreynslu og umbætur á stofnanaþætti kjara- samninga skipa einnig stóran sess í kröfugerðinni. Samningaviðræður hafa tekið nokkuð óvænta stefnu á undanförnum vikum og snúast nú meira en ætlað var í upphafi um breytingar og einföldun á launakerfinu og breytta framsetningu launatöflu. Enn- fremur er rætt um að setja fé í stofnana- samninga, en það hefur verið áberandi krafa bæði aðildarfélaga BHM og KÍ fram- haldsskóla og raunar talin forsenda fyrir áframhaldandi dreifstýringu í kjarasamn- ingagerðinni. Samninganefndir FF og FS hafa fylgst náið með þróun samningaviðræðna sam- flotsnefndar BHM og ríkisins og líta svo á, eftir fyrstu samningafundi með ríkinu eft- ir áramót, að rétt sé að skoða möguleika framhaldsskólans í sama eða sambærilegu launakerfi sem þó er enn fremur ómótað. FF og FS leggja áherslu á að samningum verði hraðað sem frekast má svo að kaup- máttur rýrni ekki meira en orðið er og telja úrslitaatriði í þeirri kerfisbreytinga- umræðu sem stendur yfir að fá sem fyrst hreinar línur um sjálfan launaliðinn og launaþróun félagsmanna KÍ á samnings- tíma sem einnig þarf að gera út um. Laun í framhaldsskólum þurfa að stand- ast samanburð bæði við laun annarra opin- berra starfsmanna og laun sérfræðinga á almennum markaði. Hið síðarnefnda þarf að gera að sameiginlegu baráttumáli heildarsamtaka opinberra starfsmanna með miklu ákveðnari hætti en hingað til. Einnig er fyllilega tímabært í ljósi reynsl- unnar að krefjast sértækra aðgerða stjórn- valda til þess að tryggja frið um skólastarf, m.a. með því að sjá til þess að kennarastarf- ið sé vel launað og kjaraþróun þar tengd við ásættanlega samanburðarhópa. Elna Katrín Jónsdóttir Um kjarasamninga framhaldsskólans

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.