Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Landssamtökin Þroskahjálp veita ár- lega viðurkenningu þeim sem þykja hafa skarað fram úr í að ryðja fötluð- um og fjölskyldum þeirra nýjar brautir í jafnréttisátt. Viðurkenningin kallast Múrbrjóturinn. Á alþjóðadegi fatlaðra í haust afhenti Þorgerður K. Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra tvo Múrbrjóta. Þá hlutu Íþróttasamband fatlaðra og leikskólinn Kjarrið fyrir starfsmanna- og uppeldisstefnu sína sem felst m.a. í því að ráða fatlaða starfsmenn, sem njóta sérstaks stuðnings, að leikskólanum. Atvinna með stuðningi (AMS) er aðferð sem hefur verið notuð víða erlendis með góðum árangri. Um er að ræða víðtækan faglegan stuðning við atvinnuleit, starfs- þjálfun og félagsleg samskipti á vinnustað. Mestu skiptir að horfa á styrkleika hinna fötluðu en ekki veikleika þeirra. Á Svæð- isskrifstofu Reykjaness hafa fatlaðir notið stuðnings á almennum vinnumarkaði um árabil. Markmiðið er að virkja starfsgetu fatlaðra á for- sendum þeirra sjálfra og í þeirra þágu sem er hagur þjóðfé- lagsins alls. Þrír fatlaðir starfsmenn í Kjarrinu „Það hefur mikla þýðingu fyrir alla að hafa atvinnu,“ sagði sagði Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólastjóri. „Sá sem hefur atvinnu uppfyllir væntingar samfélagsins og fær greidd laun fyrir framlag sitt. Vinn- an skapar hverjum manni sjálfsmynd og vitund um eigin getu. Við tókum þá ákvörðun fyrir tæpum tveimur árum að bjóða Svæð- i s s k r i f s t o f u Reykjaness störf fyrir fatlaða í leik- skólunum Kjarrinu í Garðabæ og Kópa- vogi. Okkur langaði til að verða að liði og einnig að sýna þá breidd í mannlífinu inni í skólum okk- ar sem er annars staðar í þjóðfélaginu. Reynsla okkar af atvinnu með stuðningi er í alla staði jákvæð og hefur veitt starfs- mannahópnum, börnunum og foreldrum þeirra meiri víðsýni og umburðarlyndi heldur en margt annað. Nú eru þrír fatlað- ir einstaklingar í vinnu hjá okkur.“ Þeir sem hafa notið AMS undanfarin ár eru að stærstum hluta með þroskahöml- un. Þetta hefur hins vegar smám saman verið að breytast. Fólk með geðræn vanda- mál eða sem hefur búið við langtíma at- vinnuleysi sækir í auknum mæli eftir að- stoð AMS. Að sögn Önnu Magneu sýnir reynslan að vinnustaðurinn og vinnufélagarnir skipta jafnvel meira máli en sjálft verkefn- ið sem innt er af hendi. „Samvinna okkar við vinnustaði í skólakerfinu hefur verið mjög jákvæð. Starfsfólk skóla er meðvit- að um mikilvægi þess að sýna öllum um- burðarlyndi og virðingu,“ sagði Anna Magnea. „Það var okkur mikil ánægja að leik- skólinn Kjarrið fékk Múrbrjótinn. Mikil og góð samvinna hefur verið milli okkar og Þroskahjálpar frá upphafi og allir verið til- búnir að leggja sig fram til að vel mætti takast. Nú starfa þrjár konur í leikskólan- um sem njóta AMS. Það var óvænt ánægja að fá Múrbrjót- inn og viljum við nota tækifærið til að aug- lýsa þetta úrræði innan skólakerfisins og hvetja aðrar skólastofnanir til að nýta sér það.“ GG Leikskólinn Kjarrið hlaut Múrbrjótinn 2004 FRÉTTIR Ljósmynd: GG

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.