Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 19
19 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 gera þá kröfu að þeir sem kenna í 8.-10. bekk hafi ákveðinn einingafjölda í sinni kennslugrein? Þetta hlýtur að vera spurn- ing sem þarf að svara. Þarf kannski þessa breytingu á uppbyggingu starfsréttinda- náms kennara? Mig langar að gera athugasemd um hraðann á þessum breytingum. Það mætti svo sem segja að þetta væri íslenska leið- in, að hoppa beint út í djúpu laugina. Það hafa verið mjög miklar og hraðar breyting- ar í skólunum, ný námskrá, tölvuvæðingin, framhaldsskóli fyrir alla, einstaklingsmið- að nám o.fl. Sá mannafli sem nú er í skól- unum og auðveldast er að virkja í svona þróunarstarf þarf kannski aðeins að fá að pústa. Ég kvíði því, ef það á að knýja þess- ar breytingar fram með þeim ógnarhraða sem skýrslan gerir ráð fyrir, að margir af þessum duglegustu starfskröftum skóla- kerfisins staldri við og segi: -Æ, nú ætla ég að slappa af og vera bara í dagvinnunni minni. Ég er búin að vera í svo miklu þró- unarstarfi. Þetta gefur ástæðu til að mæla með að farið verði ögn hægar en stungið er upp á í þessari skýrslu. Guðmundur: Mér finnst allt þetta mál og þessi skýrsla dæmigert fyrir íslenska umræðuhefð. Það er aldrei tekin nein innihaldsumræða um nokkurn skapaðan hlut heldur demba menn sér strax út í að ræða tæknilega útfærslu á einstökum at- riðum. Það sem hefði þurft að byrja á að ræða er innihaldið. Hvert er markmiðið með þessu? Hvað á stúdentsprófið að inni- halda? Ég hef bara ekki orðið var við þá umræðu. Þetta kemur til með að valda því að mjög margar deildir háskólans hafna þessu prófi og búið verður til undirbúningsnám sem tekur eina önn eða tvær. Ef framhalds- skólinn verður styttur um eitt ár verður að lengja háskólanámið um eitt ár. Sem sagt, það er verið að færa peningana úr einum vasanum í annan. Aldís: Mér finnst Guðmundur taka of djúpt í árinni um of mikla áherslu á tækni- leg atriði. Ég gekk að þessari skýrslu með frekar neikvæðu hugarfari en ég verð að segja að mér finnst hún að mörgu leyti vel unnin. Það merkir ekki að ég sé sammála öllu sem í henni stendur. Hér má sjá skýra aðgerðaáætlun og samkvæmt henni ætti ákveðin vinna þegar að hafa farið fram en ég hef reyndar ekki orðið vör við hana svo að hugsanlega stenst áætlunin ekki lengur. Að því leytinu til er kannski verið að setja fram tæknilegar lausnir sem síðan er ekki fylgt eftir. Hér eru þó margir góð- ir punktar. Mér sýnist nokkru púðri eytt í innihaldið í skýrslunni en því miður gætir þar einnig nokkurs ósamræmis. Þannig er til dæmis talað fyrir nútímalegum kennslu- aðferðum og námsmati, m.a. mikilvægi tjáningar, sem tekur lengri tíma en hefð- bundnar kennsluaðferðir um leið og nota á skemmri tíma til kennslunnar. Í framhaldi af þessari athugasemd Al- dísar var rædd breytt lýsing á brautum, sem kemur fram í ofangreindri töflu, og fram fóru líflegar umræður um námsfram- boð, valmöguleika nemenda og hvernig bókleg þekking væri stúkuð niður á þrjár brautir. Atli sagði til dæmis: Yfirleitt er talað um náttúrufræði og stærðfræði sem einn pakka, félagsgreinar sem ann- an pakka og „húmaníóra“ og tungumál sem þann þriðja. Saga er oftast í þessum þriðja flokki með heimspeki, bókmennt- um, málum og menningarrýni af öllu tagi. Þetta gerir námskrá framhaldsskólans ekki, tungumálabrautin er eins og hún sé sniðin fyrir fólk sem ætlar að verða túlkar og skjalaþýðendur. Lítil áhersla er lögð á bókmenntir, menningarsögu og menn- ingarrýni af ýmsu tagi. Ef þetta væri gert myndu fleiri laðast að málabrautinni og læra fjögur tungumál. Hjördís, Guðmundur og Aldís notuðu tækifærið og lýstu ýmsum útfærslum á brautum, kjörsviði og vali í sínum skól- um og ljóst er að skólar nýta mjög marg- víslegar leiðir til að útfæra möguleika á þessu sviði. Mikilvægt að kenna fólki að læra -Hvað er mikilvægast að nemendur kunni að loknu stúdentsprófi? Egill sagðist ráðleggja nemendum sín- um að kynna sér hvaða kröfur skólinn sem þeir stefndu í gerði. -Það skiptir ekki máli hvað nemandinn kann heldur þarf hann að kunna að læra. -Getum við verið sammála um að við teljum mikilvægast að kenna nem- endum góð vinnubrögð? var spurt. Já, sögðu þau flest. -Og gagnrýna hugsun, bætti Hjördís við. En Atli sagði: Ég ætla að vera ósammála. Í gamla daga þegar skólar menntuðu menn til ákveðinna embætta, þ.e. til að verða sýslumenn, prestar eða jafnvel biskupar, þá var hægt að svara spurningunni hvað á menntaður maður að kunna, með þess- um hætti. Það var til nokkuð sem hét almenn menntun og var fyrir lítinn hóp sem sat í efstu lögum samfélagsins. Nú til dags er ekki til neitt eitt svar við því hvað menntaður maður á að kunna. Við búum í heimi sem er allt of fjölbreytileg- ur til að hægt sé að gefa einhlítt svar við spurningunni um hvað verðandi raf- magnsverkfræðingur og verðandi prest- ur eiga báðir að kunna, það verður þá bara eitthvað „trívíalt“. Þetta er senni- lega og vonandi síðasta aðalnámskráin sem reynir að telja upp í svona miklum Aldís: Hjá okkur í Hamrahlíðinni hefur hlutfall stúlkna sem útskrifast verið 65% á móti 35% pilta um langt árabil. VIÐ HRINGBORÐIÐ Egill: Nemandinn verður að hafa á hrað- bergi ýmsa grunnþætti og kunna þá vel en síðan getur hann sett nám sitt saman með vali m.t.t. þess hvað hann ætlar að læra síðar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.