Þjóðmál - 01.09.2013, Side 11

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 11
10 Þjóðmál haust 2013 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Úr viðjum ESB­viðræðna til vestnorrænnar forystu Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn­laugs sonar hefur frekar lítinn byr í seglunum og situr undir ámæli fyrir að hefja vegferð sína klaufalega . Í ríkisstjórninni er þó ekki þverbrestur eins og í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur . Þar sátu menn lengur en góðu hófi gegndi ósáttir um meginmál eins og aðildina að Evrópusambandinu . Þeir deildu einnig um annað, til dæmis sölu Grímsstaða á Fjöllum til Huangs Nubos, hins kínverska auðmanns . Uppskeran var í samræmi við það, stjórnin kolféll á prófi kjós enda . Innan ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs hefur ekki birst neinn sambærilegur þver­ brestur . Í tíð fyrri stjórnar bárust fréttir af gorti Steingríms J . Sigfússonar . Hann ætti síðasta orðið um allt sem máli skipti . Jóhanna væri næsta utangátta . Engar sögu­ sagnir eru á kreiki um sambærilega spennu í samskiptum Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar . Á hinn bóginn hefur orðið sú mikla breyting að Jóhanna lagði sjaldan land undir fót en Sigmundur Davíð er stöðugt á faraldsfæti — þykir sumum nóg að gert í því efni . Stjórnarflokkarnir eru síður en svo sam­ mála um allt . Ráðherrar leitast hins vegar við að halda á málum á þann veg að gefa ekki höggstað á ríkisstjórninni með því að hampa ágreiningsefnum . Þetta má bæði rekja til hollustu við stjórnarsamstarfið en einnig hins að svo virðist sem mörg mál hafi aðeins verið reifuð lauslega við stjórnarmyndunina og ekki sé fullreynt hvort algjör samstaða ríki um útfærslu stefnunnar sem boðuð er í stjórnarsáttmálanum . Þessi skortur á fastmótaðri afstöðu ríkis­ stjórnarinnar hefur meðal annars birst í um ræðum um stefnu hennar gagn vart Evrópu sambandinu en í sáttmála stjórnar­ flokk anna um það efni segir:

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.