Þjóðmál - 01.09.2013, Page 40

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 40
 Þjóðmál haust 2013 39 Bandaríkjanna hefði eflaust sam þykkt sömu fargjöld til handa öðrum flug félögum sem notað hefðu hægfara flugvélar . Þetta var því einfalt sanngirnismál að fá lágu fargjöldin samþykkt . Það er þess vegna furðulegt að Loftleiðamenn skyldu þurfa að búa við það árum saman að því væri haldið blákalt fram, meðal annars af löndum þeirra, að þeir væru á einhverjum sér samningum við Bandaríkjamenn í skjóli varnar liðsins á Miðnesheiði . Ánýársdag 1953 voru hin nýju og lágu fargjöld Loftleiða á flugleiðinni yfir Atlants haf tilkynnt . Dálítil auglýsingaher­ ferð fylgdi í kjölfarið . En það tók tímann sinn fyrir ungt og fjárvana flugfélag að komast inn á þéttsetinn markaðinn vestra . Al menn ingur var ekkert að hlaupa upp til handa og fóta þó að óþekkt flugfélag tæki einn dag upp á því að auglýsa af litlum mætti: WE ARE SLOWER BUT WE ARE LOWER! Árið 1953 voru það einungis um 5 þúsund manns sem völdu Í tilefni af því að 65 ár voru frá því að áætlunarflug milli Íslands og Bandaríkjanna hófst var flugáhöfn í flugi Icelandair til New York 25 . ágúst 2013 skipuð afkomendum og fjölskyldumeðlimum þeirra sem flugu til borgarinnar í fyrsta fluginu . Flugstjóri var Geirþrúður Alfreðsdóttir, dóttir Alfreðs Elíassonar flugstjóra og síðar forstjóra, flugmaður var Jóhann Axel Thorarensen, barnabarn Axels Thorarensen siglingafræðings, og flugfreyjur voru: Katrín Guðný Alfreðsdóttir, dóttir Alfreðs Elíassonar, Gunnhildur Mekkinósson, bróðurdóttir Fríðu Mekkinósdóttur flugfreyju, Ásdís Sverrisdóttir, barnabarn Sigurðar Magnússonar blaðafulltrúa Loftleiða og farþega í fyrstu ferðinni, Halldóra Finnbjörnsdóttir, dóttir Finnbjörns Þorvaldssonar, skrifstofustjóra Loftleiða, og Stefanía Ástrós Benónýsdóttir, barnabarn Alfreðs Elíassonar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.