Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 10

Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 10
8 Skólavarðan 1. tbl 2013 Félagsmenn KÍ, rétt eins og samfélagið allt, þurfa að staldra við og íhuga stöðu menntamála þegar skórinn kreppir. Yfirskrift þessa pistils er samhljóma þema fjögurra veggspjalda sem Al­ þjóðasamband kennara (EI) gaf út í átaki sínu á síðasta ári. KÍ hefur nú látið þýða veggspjöldin, prenta og senda í alla skóla landsins. Tilgangurinn er að hvetja kennara til dáða við að verja menntunina í landinu, og ekki síður að hvetja ráðamenn til að halda hlífiskildi yfir menntun. Allir félagsmenn KÍ verða að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að láta menntun ekki gjalda krepp­ unnar – í húfi eru hagsmunir nemenda, þeirra sem erfa munu landið. BariSt Fyrir meiri Fjár- munum tiL að innLeiða nÝjar námSKrár Rannsóknir OECD sýna að margar þjóðir sem ekki eiga miklar náttúru­ auðlindir hafa náð mjög langt, og tekist að auka þjóðarauð og hagsæld, með því að efla menntunarstigið. Inni­ hald menntunar þarf að fylgja kröfum nýrra tíma. Við höfum nýlega tekið upp nýja framsækna löggjöf í menntamál­ um og tók KÍ fullan þátt í að móta hana og nýjar námskrár fyrir öll skólastig. Það er fagleg skylda okkar að taka við þessum nýja ramma um skólastarfið, þróa hann og gera að okkar. Það krefst tíma og vinnu, en mikilvægt er að við fagfólkið tökum við þessu verkefni. KÍ hefur barist fyrir því að fá menntamála­ ráðuneytið til þess að leggja meiri fjár­ muni í kynningu á námskrám á öllum skólastigum og þjálfa lykilaðila til að innleiða námskrár í skólana. LaunaKjör Kennara Verður að Bæta og minnKa áLag En geldur menntun kreppunnar á Ís­ landi? ­ Svarið er já, en þó ekki í sama mæli og hjá mörgum samherjum okk­ ar vítt og breitt um heiminn. Við höfum mátt þola niðurskurð og samdrátt í fjárframlögum til skóla allt frá hruni 2008 þótt yfirvöld hafi reynt að hlífa menntakerfinu. Nú er hins vegar svo komið að ekki er hægt að skera meira niður öðruvísi en það komi verulega niður á gæðum skólastarfs. Við vitum öll mæta vel að kennarar eru komnir að þolmörkum. Launakjör þeirra verður að bæta og álag í starfinu að minnka. Hvað getum við gert sjálf til þess að hafa áhrif á kjör okkar og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu? ­ Við þurfum að snúa við hinni neikvæðri orðræðu samfélagsins í garð skóla. Við verðum að vera fagleg í störfum okkar, sýna það og sanna að við erum sér­ fræðingar í menntamálum. Við þurfum líka að halda því til haga að kennarar hafa alla tíð axlað ábyrgð á menntun og skólastarfi með gleði. Kennarar eru fagfólk, kennarar eru sérfræðingar. ­ Við menntum Ísland! KÍ hefur notað þetta slagorð með systursamtökum sínum á Norðurlöndum og það er í fullu gildi. Kennarar eru VeL mennt- aðir, metnaðarFuLLir og FuLLir SjáLFStrauStS Skólastarf er metið á alþjóðavísu af OECD, og þar tökum við Íslendingar þátt í rannsóknum með þátttöku í PISA, TALIS og fl. Hagstofa Íslands, Mennta­ málaráðuneytið og KÍ senda reglulega upplýsingar um menntakerfið á Íslandi til OECD og samtökin gefa árlega út ritið Education at a Glance. Því miður virðast fjölmiðlar einkum rýna í það sem miður fer. Það er t.d. ekki sagt frá því að íslenskt menntakerfi og skóla­ starf kemur vel út úr þessum saman­ burði. Nemendur standa sig almennt vel í PISA. Við erum í fremstu röð og skólakerfi okkar flokkast sem eitt af 25 bestu í heiminum. Vissulega má lagfæra sumt, en skoðum nú styrkleika okkar. Íslenskir skólar eru einsleitir á já­ kvæðan hátt, gæðin eru alls staðar. For­ Látum ekki menntun gjalda kreppunnar! Þórður á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. fræðslufundurfr ðslufundur Þórður Á. Hjaltested.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.