Skólavarðan - 01.05.2013, Síða 44

Skólavarðan - 01.05.2013, Síða 44
42 Skólavarðan 1. tbl 2013 kjaramálkjara ál Varla er hægt að ræða kjarasamninga og starfskjör félagsmanna KÍ í framhalds­ skólum án þess að líta á meðferð stjórnvalda á þessu skólastigi mörg undanfarin ár. Í góðærinu virtust stjórnvöld blinduð af hagræðingarákafa. Það hefði mátt hlúa að starfsemi framhaldsskólanna, jafna námsaðstöðu nemenda, auka fjöl­ breytni námsframboðs, bæta stoðþjónustu, og ekki síst varðveita og bæta þann árangur sem félagsmenn KÍ í framhaldsskólum náðu sjálfir í kjarasamningum árið 2001. En viti menn, launakjörum hrakaði jafnt og þétt og launaþróun KÍ í framhaldsskólum var þegar árið 2006 orðin áberandi lakari en hjá öðrum há­ skólamenntuðum ríkisstarfsmönnum. Eftir efnahagshrunið hefur niðurskurður í framhaldsskólum í raun verið meiri og alvarlegri en í mörgum öðrum stofnunum ríkisins, ekki síst þegar litið er til árvissrar fjölgunar nemenda og aukinna krafna til starfseminnar. Ástandið í framhaldsskólunum núna ber um margt svip af alvar­ legri stöðu heilbrigðiskerfisins. Fátt um SVör Úr FjármáLaráðuneyti Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna í framhaldsskólunum sem þykir störfum sínum lítill sómi sýndur og svíður fálæti ráðamanna um hag og kjör nemenda og starfsmanna. Við þeim blasir launamunur upp á að meðaltali rúmlega þrjá launaflokka miðað við samanburðarhópa, eða rúmlega 16% á dagvinnulaunum og rúmlega 8% á heildarlaunum. Fundarhöld eru hafin í mörgum félagsdeildum framhaldsskólanna um ástandið og verður kröfum um sanngjarna leiðréttingu starfskjara vafalítið bæði beint að félitlum framhaldsskólunum, sem bera ábyrgð á gerð og viðhaldi stofnanasamninga, og að ráðherrum fjármála og menntamála. Félag framhaldsskólakennara ritaði ráðherrunum báðum bréf í janúar síðastlið­ inn um aðgerðir til bjargar framhaldsskólunum og leiðréttingu á kjörum félags­ niðurskurðurinn bitnar grimmdarlega á starfi framhaldsskólanna manna. Menntamálaráðherra varð við beiðni um fund og samræður um ástand mála en ekki fjármálaráðherra sem er viðsemjandi okkar. Svarbréf ráðherranna barst loks 20. mars. Því miður er þar engin ákveðin fyrirheit að finna um úrlausn til handa framhalds­ skólunum. Frekar loðin svör eru gefin um að mál verði skoðuð við fjárlaga­ gerðina í haust og rætt um 400 milljón króna fjárframlög til námskrárgerðar sem við nánari skoðun reyndist vera heildarfjárhæð vegna skólastiganna þriggja sem framhaldsskólinn fær í mesta lagi helminginn af. tÓLF miLLjarðar Út Úr FramHaLdSSKÓLa- KerFinu Frá Hruni Stjórnvöld neyða nú skólameistara enn og aftur til að boða starfsfólki sínu frek­ ari niðurskurð á skólaárinu 2013­14, en talið er að um 12 milljarðar hafi þegar verið teknir út úr framhaldsskólakerf­ inu frá hruni. Dæmi um ástand mála er Elna Katrín Jónsdóttir.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.