Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 3
mm 4*aup Vilja ekki ,,ríkið“ í Hólmgarðinn: Undirskrifta- söfnun í startholunum Um þessarmundireraðfara af stað söfnun undirskrifta vegna kaupa A.T.V.R. á hús- næði í Hólmgarði 2. Kom fram á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur á þriðjudag að mikið hefði verið hringt i bæjar- stjórnarmenn, þar sem fólk lýsti áhyggjum sinum vegna verslunar ríkisins á þessum stað. Kom fram að verslunar- húsnæðið hefði verið byggt með það í huga að þjóna kjarn- anum, sem þar er i kring, en þegar verslun væri komin þangað, sem þjóna ætti öllum Suðurnesjum, þyrfti að hugsa málið betur. Töldu sumir bæjarfulltrúar það fráleita hugmynd að stað- setja áfengisútsölu í hverfinu. Síðasta stjórn Hjálparsveitar skáta, Njarðvík, við vélsleða ogbíl sveitarinnar. I baksýn sést í hluta af nýju húsi þeirra. Hjálparsveit skáta, Njarðvík: Mikil gróska Mikil gróska er nú í Hjálpar- sveit skáta í Njarðvík. Aðal- fundur sveitarinnar var hald- inn 3. september s.l., þar sem ný stjórn var kjörin. Þetta var fyrsti aðalfundur sem haidinn er í nýju húsnæði þeirra við Holtsgötu í Njarðvík. Stjórn- ina skipa eftirtaldir: Formað- ur Hafsteinn B. Hafsteinsson, varaformaður Gunnar Stef- ánsson, gjaldkeri Stefán Olafs- son, ritari Friðjón Pálmason, meðstjórnandi Gunnar Þór Þormarsson og varastjórn Gunnar Felix Rúnarsson og Sigtryggur Hafsteinsson. Að aðalfundinum voru teknir inn tíu nýliðar í hjálpar- sveitina, þar af þrír í stjórn, þ.e. varastjórn og ritari. T rjá vespa í heimsókn Óvenju stór fluga sást í Keflavík í síðustu viku. Var hér um að ræða flugu, sem mældist rúmir 2 sentimetrar á lengd, með svartan búk, gyllta vængi og gyllta fætur. Aftur úr flugunni gengu tveir tindar, annar svartur en hinn gylltur. Samkvæmt athugun Magn- úsar Guðjónssonar, heilbrigð- isfulltrúa, reyndist hér vera á ferðinni trjávespa. Grefur hún sig inn í börk trjáa með tindun- um, er ganga aftur úr henni, og í holu þá, er hún grefur í trjá- börkinn, gýtur hún lirfum er síðan vaxa þar upp. Vegna stærðar sinnar verða þeir, er hana sjá, oft óttaslegn- ir en fluga þessi er með öllu skaðlaus fyrir fólk. Hafa nokkrar flugur borist hingað til lands með timbri. 8. september 1988 3 Teppabútar á hlægilegu verði Eigum ennþá úrvals- teppi á 690 kr. m2 Parket á gamla verðinu - gott úrval ÚTSALA á úðurum og slöngustatífum Járn & Skip____ ' V/VÍKURBRAUT - SÍMI 15405

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.