Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 8. september 1988 Stúlkurnar á myndinni héldu nýlega hlutaveltu að Hólabraut 10 í Keflavík til styrktar Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs og söfn- uðu kr. 1.340. Þær heita Elín Asta Einarsdóttir og Karen Hilmars- dóttir. Ljósm.: hbb i'essar stúlkur hafa afhent Sjúkrahúsi Kcflavíkurlæknishéraðs kr. 660, sem þær öfluðu með því að halda hlutavcltu í Keflavík. Þær heila Andrea Kristjana Sigurðardóttir og Sveinbjörg Veronika Davíðsdóttir. A myndina vantar vinkonu þeirra, Rannveigu Þóru Sigurjónsdóttur. Ljósm.: hbb Þeir Helgi Friðbjörnsson og Stefán IVlár Stefánsson héldu nýlega hlutaveltu að Hringbraut 136, Keflavík. Ágóðann, krónur 370, hafa þeir aflient Sjúkrahúsi Keflavikurlæknishéraðs. Ljósm.: hbb Bílam 'Ásgeirs löavellir 11a, 230 Keflavík Býður upp á blettun og almálningu á bíla. ■ Einnig skreytingar og merk- ingar með hinum heims- þekktu SIKKENS lökkum. ■ Vönduð vinnatryggir gæðin. ■ Sími 15575 - h. 12012. Séð inn í verslunina Lísu eftir breytingarnar. Ljósm.: hbb. Lísa í „andlitslyftingu“: „Reykvíkingar hissa á úrvalinu hér á Suðurnesjum" Verslunin Lísa við Hafnar- götu hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Eldri innréttingum hefur verið fargað og nýjar settar upp í staðinn. Rekkar með vefnað- arvöru skipa mestan sess í versluninni. í tilefni þessara breytinga tókum við Hildi Guðmunds- dóttur. eiganda, tali og spjöll- uðum um verslunina og saum- askap. „Saumaskapur hefur legið mikið niðri undanfarin tvö ár en er að koma upp úr lægð núna,“ sagði Hildur Guð- mundsdóttur, eigandi Lísu, aðspurð um hvort mikil gróska væri í saumaskap á Suðurnesjum. „Það er að vísu talað mikið um það að fólk fari til Reykjavíkur að versla vefn- aðarvöru, en ég hef ekki orðið vör við það hér í versluninni minni,“ sagði Hildur. „Reyk- víkingar, sem koma hingað, eru mest hissa á hvað úrvalið í vef'naðarvörunni er fjölbreytt og að jafnvel eru til fleiri teg- undir hér en í Reykjavík." -Nú ert þú búin að breyta versluninni mikið hjá þér. Vefnaðarvara skipar stóran sess, þegar litið er yfir verslun- ina. Hvað er það sem þú býður helst upp á? „Með þessu breytingum á versluninni vildi ég skapa rúmbetri og skemmtilegri verslun. Það sem ég býð upp á hér er helst, eins og þú sagðir, vefnaðarvara, fataefni, rúm- fatnaður, barnafatnaður og garn. Það er flott að geta saumað á börnin ogsjáltán sig. Þú ert þá alltaf í modelfötum, sem þú jafnvel hefur ekki efni á að kaupa annars staðar. Ég reyni að hafa eins lága álagn- ingu og hægt er.“ -Hvaða aldurshópur er mest í saumaskapnum? „Það eru allir aldurshópar, enginn öðrum frekar. Ungar konur sauma mikið á börnin sin, jafnvel ungabörn. Síðan kemur vandamálið. Þegar börnin eru í kringum fermingu þykir ekki eins flott að vera i heimasaumuðum eða model- fötum, heldur vilja krakkarnir kaupa fatnaðinn tilbúinn úti i búð.“ -Sparnaður við að sauma fatnaðinn sjálfur? „Við getum tekið eitt dæmi. T.d. buxur, sem kosta 8000 krónur út úr verslun. Ef þú kaupir efnið og saumar bux- urnar og reiknar þér ekki tíma- kaup, þá myndu buxurnar kosta um 2000 krónur. Eins er þú saumar þrjá apaskinsgalla á börn, þá jafngildir verðið á efninu sama og einum galla úr búð, þannig að það getur borg- að sig að taka fram saumavél- ina og spara þannig þúsundir króna,“ sagði Hildur Guð- mundsdóttir að lokum. Hvers vegna ekki að taka fram saumavélina og sauma fatnaðinn á fjölskylduna á þessum síðustu og verstu tím- um? Komið bara við í vefnað- arvöruversluninni. það er ekki langt að fara.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.