Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 7
mur< juíUt Fimmtudagur 8. september 1988 7 mm ^VBISGI i'.'fSSJ33I £££ SSSOfi tl 1 mtuSxtn I aaasa;; 1 S wwi Flak Jóns Péturs II. komið að bryggju. Kristján Guðmundsson, franikvxmdastjóri Rannsóknarncfndar sjóslysa, framkvxmir frumrannsókn. Ljósm.: hbb. Sandgerðingur kom með bátsflak Síðasta föstudagskvöld kom Sandgerðingur GK með flakið af álbátnum Jóni Pétri II ST 21 til Sandgerðis, að beiðni Landhelgisgæslunnar. Bátur þessi hafði brunnið á Faxaflóa kvöldið áður og skip- verjinn, sem var einn um borð, bjargast í björgunarbát. A laugardag skoðuðu síðan ýmsir rannsóknaraðilar bát- inn til að reyna að komast að upptökum eldsins. Bátur þessi var smíðaður í vélsmiðju Harðar h.f. í Sandgerði og hljóp af stokkunum á síðasta ári. Voru það fulltrúar rann- sóknarlögreglu, rannsóknar- nefndar sjóslysa, Siglinga- málastofnunar, Rafmagnseft- irlitsins og Brunamálastofn- unar sem rannsökuðu flakið, en vegna þess hve illa það er brunnið reyndist erfitt að finna eldsupptökin. Meðan flakið var á reki komst enginn sjór i það en eft- ir að það var komið að bryggju í Sandgerði komst einhversjór inn. Varð því að fá slökkvilið Miðneshrepps til að dæla úr bátnum. Var hann síðan tek- inn upp á vagn svo rannsókn gæti farið fram. Sandgerðingur GK kemur með flakið til Sandgerðis. Ljósm.:cpj. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur: Sérkennileg afgreiðsla á tilboði Steindórs Sigurðssonar Sem kunnugt er af fyrri fréttum bauðst SteindórSig- urðsson, sérleyfishafi, til að taka að sér rekstur Sérleyfis- bifreiða Keflavikur næstu tvö árin fyrir ákveðna þókn- un. Var tilboð þetta tekið fyrir í stjórn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur og þar bókað eft- irfarandi: ,,Borist hefur tilboð frá Steindóri Sigurðssyni um leigu á fyrirtækinu í tvö ár, þ.e. bifreiðakosti, leyfum öll- um, samningum og viðskipta- samböndum. Stjórn S.B.K. vísar erindi Steindórs frá þar sem leiga eða sala á fyrirtæk- inu hefur aldrei komið til um- ræðu hjá stjórninni og tilboð þetta því algjörlega tilefnis- laust að mati stjórnarinnar. “ Bæjarráð Keflavíkur tók fundargerð stjórnarinnar fyrir fáum dögum síðar og þar var hún samþykkt sam- hljóða. Af þessu tilefni hafði blað- ið samband við Steindór Sig- urðsson. Hafði hann þetta um málið að segja: „Sam- þykkt þessi er sérkennileg fyrir þær sakir að stjórnin gefur til kynna að enginn annar en þeir sjálfir megi láta sér koma til hugar betra rekstrarform á fyrirtækinu. Hvorki stjórnarmenn né nokkur bæjarráðsmanna hafði samband við mig áður en málið var afgreitt. Virtist enginn þeirra hafa áhuga fyrir því að vita hvað ég vildi gera eða hvað ég meinti," sagði Steindór. 6!am 6 SKEMMTISTAÐUR UM HELGINA FÖSTUDAGSKVÖLD: Diskótek frá kl. 22-03. Frítt inn frá kl. 22-23. 18 ára aldurstakmark. LAUGARDAGSKVÖLD: Opið frá kl. 22-03. - Hljómsveitin LÖGMENN. - Aldurstakmark 20 ára. Miðaverð kr. 600. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Messa kl. 11. Organisti: Odd- ný Þorsteinsdóttir. Sóknarprestur GLODIA • SNYRTIVÖRUVERSLUN ■ SAMKAUPUM - NJARÐVÍK Vegna námskeiða starfsfólks hjá verður aðeins opið kl. 13-18.30 og lokað fyrir hádegi, dagana 12.-16. ágúst n.k. Keramik- námskeið Ákveðið er að halda þrjú námskeið í haust. Fyrsta námskeiðið hefst 15. sept., annað hefst 13. okt. og þriðja hefst 10. nóv. Leið- beinandi er María Gröndal. Innritun í síma 14322 (Elsa) og 11709 (Soffía). Nefndin Fatahönnuður Tek að mér að hanna og saumaföt, bæði á konur og karla. Hulda B. Georgsdóttir, fatahönnuður, sími 12704.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.