Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Side 5

Víkurfréttir - 08.09.1988, Side 5
VUlUlílfrMit Björn Magnússon sýnir blaðamanni vegsummerki. Efri hlerinn hafði verið spenntur upp en sa neðri skrúfaður af með skrúijárni. Skemmdarverk á gróðurhúsi: Uppskeran eyðilögð Gluggi spenntur upp og vín- berjauppskera, sem var að verða nægilega þroskuð til neyslu, dreifð um allar jarðir. Þessi sjón blasti við íbúanum að Suðurgötu 18 í Keflavík, Birni Magnússyni, síðasta sunnudag er hann hugaði að gróðurhúsinu sínu í garðinum heima hjá sér um morgun- inn. Aðfaranótt sunnudagsins hafði verið brotist inn í gróð- urhúsið með því að spenna upp glugga og skrúfa annan lausan svo hægt væri að skríða inn í gróðurhúsið. Þegar inn í gróð- urhúsið var komið hefur síðan viðkomandi slitið niður flest- alla vínberjaklasana af stóru og myndarlegu tré, sem er inni í húsinu. I stað þess að fjar- lægja vínberin, sem áttu fáa daga eftir í að verða neysluhæf, var þeim dreift um gróðurhús- ið og einnig fyrir utan þá leið sem þjóðfurinn eða þjófarnir hafa farið inn í gróðurhúsið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem brotist er inn í gróðurhús- ið, því nýlega voru dyr þess spenntar upp og álíka skemmdarverk unnið. Þá hefur kartöflu- og rófugarður orðið illilega fyrir barðinu á skemmdarvörgum, þó svo að það hafi ekki verið í sumar. Þeir sem einhverjar upplýs- ingar geta veitt um skemmdar- verk þessi eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Björn Magnússon að Suð- urgötu 18 í Keflavík. Þá vildi Björn benda á að lögreglan mun í náinni fram- tíð fylgjast með svæði þessu af gefnu tilefni. Vínberjaklasar fundust vítt og breitt um lóðina eftir skemmdar- vargana. Ljósm.: hbb. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: Flugleiðir hf. kaupa hlut Nýverið samþykkti stjórn Flugleiða h.f. að gerast hlut- hafi í .Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja h.f. með 400 þús- und króna framlagi. Þar með eru hluthafar orðnir um 200 í Atvinnuþróunarfélaginu með hlutafjárloforð að upphæð kr. 10. 890.000. Að sögn Jóns E. Unndórs- sonar, framkvæmdastjóra fél- agsins, er takmarkið að ná inn hlutafjárloforðum að upphæð kr. 15 milljónir fyrir 1. des- ember 1988. Munu hluthafar geta dregið hlutafjárgreiðslur sínar frá skattskyldum tekj- um. Er Atvinnuþróunarfélagið var stofnað yfirtók það allan rekstur og skuldbindingar Iðnþróunarfélags Suðurnesja. Markmiðið með stofnun hlutafélagsins er að efla það ráðgjafar-, fræðslu- og útgáfu- starf sem IS hafði haft með að gera og renna traustari stoðu m undir reksturinn. Verði hlutafélagið nægilega öflugt er fyrirhugað að það taki þátt í stofnun nýrra fyrir- tækja, að sögn Jóns E. Unn- dórssonar. Fimmtudagur 8. september 1988 5 tilkynna breyttan opnunartíma mánudag - föstudag kl. 10-23 laugardag - sunnudag kl. 14-23 MIKIÐ ÚR- ERUM AÐ FÁ VAL AF SPLUNKUNÝTT GÆLUDÝR- VHS EFNI Á UMOG NÆSTU VÖRUM DÖGUM Nú er mikil sala... Vegna mikillar sölu að undanförnu vantar okkur nýlega bíla á skrá og á staðinn. Eigum óráðstafaðar örfáar Toyota- bifreiðar árg. 1988, Corolla, Corolla GTi og Camry, á afsláttarverði. Vatnsnesvegi 29A - Keflavik - Simar 11081,14888 Tónlistarskólinn í Keflavík Innritun nýrra nemenda fer fram 13. og 14. sept. n.k. á skrifstofu skólans frá kl. 10-19. Nemendur frá fyrra skólaári, sem ætla að halda áfram, þurfa að staðfesta umsóknir sínar með greiðslu skólagjalda mánudag- inn 12. sept. n.k. á skrifstofu skólans. Skólasetning fer fram á sal skólans, fimmtudaginn 15. sept. kl. 17.00 og kennsla hefst föstudaginn 16. sept. ATH. Viljum vekja athygli á lausum plássum í söngdeildinni og á ýmis blásturshljóðfæri s.s. franskt horn, bá- súnu, túbu o.fl. Skólastjóri

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.