Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 19
\)iKun ítiUit Dýr bolur ónothæfur eftir þvott R.M. skrifar: „Eg keypti mér „sweat- shirt“ í versluninni Kódu fyrir nokkru síðan, sem hljóp svo í þvotti að hann varð allt of lítill á mig. Lítill miði inn- an á bolnum sagði að það mætti þvo á 60 gráðum en ég þvoði ekki nema á 40 gráð- um. Eg varekki sátt við þetta og fór í Kódu og talaði þar við Kristínu Kristjánsdóttur, eiganda hennar. Hún sagði að ég hlyti að hafa sett bolinn i þurrkara, sem éggerði auð- vitað ekki, því þurrkara á ég ekki til. Kristín sagði mér síðan að ef það kæmi aðeins ein peysa af 100 til baka, þá tækju þær hana aldrei til baka, það væri mottó hjá þeim. Þetta var bolur upp á 3000 krónur og hann er ónothæfur fyrir mig. Eg er mjög ósátt við þessa af- greiðslu hjá versluninni, sér- staklega þar sem ég hef versl- að oft í Kódu og átti því kannski von á betri móttök- um. Lionsklúbbur Njarðvíkur: Bingó aðal fjár- öflunin Vetrarstarfsem i Lions- klúbbs Njarðvíkur er að hefj- ast. Sem kunnugt er starfar klúbburinn að ýmsum góð- gerðar- og félagsmálum. Undanfarin misseri hafa málefni aldraðra verið efst á baugi hjá klúbbnum. Meðal þess sem hefst samhliða klúbb- starfinu er reglulegspilavistog skemmtikvöld að Garðvangi og bingóhald í Félagsheimil- inu Staða öll fimmtudags- kvöld kl. 20:30. Bingóin eru eina fjáröflun klúbbsins og hafa gert klúbbnum kleift að láta margt gott af sér leiða. Vonast klúbbfélagarnir þvi til að sem flestir sæki bingóin hjá þeim og styrki um leið gott málefni. Atvinnuþróunarfélagið: Kynning á námskeiðshaldi Stofnun og rekstur fyrirtækja: Námskeiðið á erindi til þeirra er íhuga að fara út í rekstur en á jafnframt erindi til fyrirtækja í rekstri. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa fengið svör við t.d.: Hvað kostar að stofna og reka fyrirtækið mitt? Hvar fæ ég fyrirgreiðslu og á hvaða kjörum? Hvað er mark- aðurinn fyrir mína vöru stór? Hvernig get ég fylgst með af- komu fyrirtækisins? Hvernig geri ég áætlanir fram í tímann? Tími: 13., 14., 16., 22. og 26. sept. frá kl. 17.30-22, samtals 22 tímar auk eins dags skoðun- arferðar til Reykjavíkur. Markmiðastjórnun: Námskeiðiðáerindi viðstjórn- endur fyrirtækja, banka, verk- alýðsfélaga og stjórnendur sveitarfélaga, sem hafa áhuga á að miða sínar framtíðarað- gerðir og verkefni við eigin getu og þá möguleika sem um- hverfið skapar. Efni: Setning markmiða - Möguleikar fyrirtækisins, veikar og sterkar hliðar - Um- hverfið, möguleikar og ógnan- ir - Stefnugreining, núverandi stefna - Mörkun stefnu, grein- ing hennar og afleiðingar. Farið verður í gegnum tilbúin dæmi og þátttakendur leysa verkefni. Tími: Laugardagana 10., 17. og 24. sept. frá kl. 9-16. Matur veittur. Túlkun ársreikninga og fundarsköp Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir stjórnir félaga- samtaka, hlutafélaga, sam- eignarfyrirtækja og nefndir sveitarfélaga. Farið verður í gegnum árs- reikning, hann útskýrður, út- reikning lykiltalna og túlkun á þeim. Einnig verður farið yfir helstu atriði fundarskapa. Tími: 20. og21. sept. frá kl. 18- 22. Kennslugögn fylgja hverju námskeiði. Dragið ekki að skrá ykkur. Skráning fer fram hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja í síma 14027. - / ÞÁGU BARNA UM ALLAN HEIM Keflavík: Ágúst Matthíasson startar trimminu Næstkomandi sunnudagur er sá dagur sem valinn hefur verið fyrir svonefnt Heims- hlaup '88. Hér á landi eru það Rauði Kross íslands og Frjáls- íþróttasambandið sem annast í sameiningu undirbúning þess. Heimshlaupið er liður í þró- unaraðstoð. Ekki er um keppni að ræða, heldur fremur að sem flestir taki þátt í hlaupi þessu. Farin verður3,8 km leið um Keflavík og má hlaupa, skokka eða ganga. Hefst hlaupið kl. 15 við íþróttavallarhúsið en skráning þátttakenda og sala á þátt- tökunúmerum hefst þar kl. 13. Verður það Agúst Matthías- son, eða „lamaði íþróttamað- urinn" eins og hann er oft nefndur, sem starta mun hlaupinu í Keflavík og fara fyrstur af stað. Er hér gott tækifæri til að taka þátt í trimmi og styrkja um leið gott málefni. Fimmtudagur 8. september 1988 19 Körfu- knattleikur: Reykja- nes- mótið hefst á sunnu- dag Reykjanesmótið í körfu- knattleik hefst á sunnudag með leik Reynis og Keflavíkur og hefst leikurinn kl. 14, en kl. 15.55 leika Njarðvíkingar og Grindvíkingar. Mótið stendur til 20. september og fara allir leikirnir fram í íþróttahúsi Njarðvíkur. Knattspyrna: UMFN fallið Njarðvíkingar eru fallnir í 4. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins, eftir að Stjarnan lagði þá að velli í Njarðvík á föstudagskvöld. Haukur Jó- hannsson gerði sjálfsmark í leiknum en Stjarnan skoraði sex mörk gegn engu og hefur tryggt sér sæti í 2. deild. Minnmn hvert annað á - Spennum beltán! Smáauglýsingar Tilboðs- og umsóknareyðublöð Þeim, sem svara auglýsing- um er birtast í Víkurfréttum, er bent á að á afgreiðslu blaðsins liggja frammi eyðu- blöð, bæði fyrir atvinnuum- sóknir og til tilboðsgerðar. Eyðublöð þessi eru ókeypis fyrir þá sem eru að svara auglýsingum er birst hafa í blaðinu. Til sölu sófasett 3-2-1 og 2 borð við á 15.000 kr. og hjónarúm á 5.000 kr. Sími 14425. Til leigu 225 ferm. húsnæði við Njarð- víkurhöfn. Hentugt til geymslu, annað kemur til greina. Uppl. í síma 13461. Iðnaðarhúsnæði - Hesthús Mánagrund NýlegUhesthús til sölu eða leigu. Á sama stað óskast 50- 60 ferm. húsnæði undir léttan iðnað. Sími 27909. Til sölu J.V.C. Hi-Fi HR-D75 SE myndbandstæki, árs gam- alt, verð kr. 45.000 stgr. Uppl. í síma 12484 eftir kl. 19.00 Al- bert. Saumanámskeið verður haldið í Keflavík ef næg þátttaka fæst. Uppl. gefur Sæunn í síma 37711 eft- ir kl. 18.00 virka daga. Enska - námsaðstoö Nemandi í Fjölbrautaskól- anum, sem er langt kominn með námið, óskar eftir að- stoð í ensku á nýbyrjaðri haustönn. Uppl. í síma 12067. Ibúð óskast Barnlaust, reglusamt par óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð í Keflavík eða Njarðvík frá 1. desember. Meðmæli, fyrir- framgreiðsla. Uppl. í síma 12687 eftir kl. 17.00. Til leigu 60 m2 húsnæði í Keflavík, sem má notast undir geymslu eða hesthús. Uppl. i síma 68241 á kvöldin. Opið hús Bahá’iarí KeflavíkogNjarð- vík verða reglulega með op- ið hús á mánudugskvöldum kl._20.30 að Túngötu 11 í Kefja- vík, þar sem sjónarmið Bahá i trúarinnar til ýmissa málefna, verður kynnt. And- legt svæði Bahá’ia. íbúð óskast Barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. íbúð til leigu. Uppl. á Bílasölu Brynleifs í síma 14888, eítir kl. 20 í síma 13647. Ibúð óskast Reglusamur, miðaldru mað- ur óskar eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 14744. Til leigu 3ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 91-667549 eítir kl. 20.00. OPIÐ 13-22 mánud.-föstud. 10-22 laugard. og sunnud. BLÓMOG / HAUST- /1fflV GJAFAVÖRUR / LAUKARNIR / wblóm VIÐ OLL TÆKIFÆRI / ERU KOMNIR. / Fitjum - Njarðvík / / Sími 16188

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.