Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 13

Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 13
Jón Hilmar Jónsson: Að byggja undir íslensk-erlenda orðabók 3 er til þeirra vandað og á hverju einstök efnisatriði og upplýsingar eru byggðar. Þessar aðstæður fela í sér nýjar áskoranir fyrir þá sem standa að gerð og útgáfu orðabóka og annars konar orðabókarefnis. Hinn prent- aði búningur heldur að vísu enn velli auk þess sem margar prentaðar orðabækur er jafnframt að finna í rafrænu formi. En netið verður æ virkari upplýsingamiðill fyrir orðabókarefni, sem leitar þar síns forms og framsetningar, án þess að vera bundið af forskriftum prentaðs texta. Einkenni prentaðs orðabókartexta eru þó áfram greinileg enda má gera ráð fyrir að það komi mörgum notendum vel. En jafnframt leitar birtingin meiri sveigjanleika með fjölþættari aðgangi og tengingum innan orðabókartextans og út fyrir hann. 2.1 Islenska í tvímála samhengi Nýtt framtak og nýir áfangar í gerð tvímála íslenskra orðabóka mótast af þessum aðstæðum þar sem fjárhagslegar forsendur prentaðra orða- bóka veikjast jafnt og þétt og netmiðillinn sækir á. Þörfin fyrir nýjar orðabækur markast þá öðrum þræði af því hversu brýnt þykir að búa lýsingunni umgjörð á netinu hvort sem prentuð orðabók gagnvart viðkomandi tungumáli er fyrir hendi eða ekki. Tvímála orðabækur um íslensku eru að vonum sundurleitar enda mótaðar af ólíkum aðstæðum á ólíkum tímum. Sumar þeirra eru mjög komnar til ára sinna og hafa enn ekki verið leystar af hólmi en að drjúgum hluta er þó um að ræða nýlegar orðabækur. Að því er varðar tengslin við norræna málsvæðið markar veforðabókin islex, sem tengir íslensku sem viðfangsmál við fimm norræn mál (dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, sænsku og færeysku) vissulega tímamót, og gerð hennar opnar vonandi leiðir að sambærilegum samanburði við önnur markmál í mynd tví- eða margmála orðabóka á vefnum. Sem veforðabók getur hún líka betur en fyrri prentaðar orðabækur haft gildi við ólík notkunartilefni og sameinað þarfir íslenskra og er- lendra notenda. Þær orðabækur gagnvart norrænum málum þar sem íslenska er í hlutverki markmálsins eru harla ólíkar, og í þeim flokki er skýr þörf á umbótum og endurnýjun sem m.a. felur í sér notendaaðgang á vefn- um. Yngst er Dönsk-íslensk orðabók, að stofni til frá 1992 og aukin í nýrri útgáfu 2004, en orðabækur gagnvart norsku og sænsku eru ívið eldri (Svensk-isldndsk ordbok (1982), Norsk-islandsk ordbok (1987)). Þegar litið er út fyrir norræna málsvæðið er staðan sem vænta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.