Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 123

Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 123
Guðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar 113 þess fallinn að vinna slíkt verk þar sem hann búi að langri reynslu af lestri fornra texta og reiknar með að þurfa til verksins sex ár. I bréfinu er ítarleg lýsing á því hvað vinna þurfi. I fyrsta lagi þurfi að orðtaka ýmist að nýju eða að hluta að nýju það elsta og gagnlegasta af handritum og skjölum í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Uppsölum en einnig í Kristjaníu og Wolfenbuttel. í öðru lagi þurfi að fara yfir þau orðfræðilegu verk yfir forna málið sem unnið er að, bæta í þau og endurskrifa. Þar nefnir hann einungis Sveinbjörn Egilsson og safn í eigu sjálfs sín. í þriðja lagi þurfi að fella saman þau tvö söfn sem nefnd séu undir lið tvö. Með því að hefja verkið á 400 stærstu orðunum, lýsa merkingarþróun þeirra á kerfisbundinn hátt og sýna mikinn fjölda dæma með skýringum og þýðingum verði hægt að létta þá vinnu sem eftir er og spara með því tíma og fé. Konráð taldi nauðsynlegt að ráða aðstoðarmenn til orðtöku og uppskrifta og eins að fylgjast vel með því sem verið væri að vinna í orðabókagerð í öðrum löndum. Sótti hann um 1500 ríkisdali. Eins og fram hefur komið fékk Konráð jákvætt svar við styrk- umsókninni með bréfi frá 11. júlí 1857 og 3. mars árið 1858 skrifaði hann bréf til þess að gera grein fyrir því sem unnist hefði á fyrsta styrkárinu. I bréfinu er ítarleg verklýsing og þar kemur fram í lokin að engin grein sé endanlega frágengin. Það efni sem safnað hafi verið til verksins sé mikið og reiknað sé með að um 15.000 greinar verði til í lok næsta fjárlagaárs 1858/59. I bréfi dagsettu 2. apríl 1859 sendir hann umbeðið ársyfirlit yfir verk- ið. 12.000 greinar höfðu verið unnar, mikilvæg handrit orðtekin og mikil vinna lögð í að undirbúa næsta skammt af greinum. Vonast Konráð til að verða hálfnaður með verkið um mitt ár 1860.1 bréfi frá 31. mars 1860 telur hann sig hafa náð settu marki, tilbúnar greinar séu nú um 20.000 og þegar sé vinna hafin við margar aðrar. I lokin skrifar hann: For at fatte mig kort, skal jeg hertil kun föie Forsikringen om, at jeg opfylder en i hver Henseende behagelig Pligt, idet jeg af al min Evne arbeider hen tii det Maal snarest muligt at fuldende en oldnordisk- dansk Ordbog der kunde bidrage ikke allene til at udvide den hele Synskreds i dette Fag, men ogsaa til at berigtige vildtfarene og vildt- ledende Opfatninger. Samkvæmt bréfi frá 30. mars 1861 telur hann sig tilbúinn með 30.000 greinar, helminginn af fyrirhuguðu verki, og að fjölmargar greinar til viðbótar séu nær fullskrifaðar. Hann sér ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að prenta ritið í lok þess tíma sem fyrirhugaður var til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.