Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 122

Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 122
112 Orð og tunga 4 Önnur orðabókaverk í áður nefndu bréfi til konungs frá 1847 (sjá 1. kafla) kom fram að Konráð ynni að orðabók yfir íslenskt nútímamál með dönskum skýr- ingum. Sennilega er það þetta verk sem Hallgrímur Scheving talar um í bréfi til Konráðs 1849 en þar stendur m.a. (Finnbogi Guðmundsson 1970:190-191): Þér mælizt til, að eg feli yður á hendur mín íslenzku orðasöfn, af því „Samfundet for dansk Litteraturs Fremme" hafi beðið yður að taka saman íslenzka og danska orðabók yfir nýrra málið. Segizt þér síðan láta bókina koma út undir mínu nafni, en setja merki við það sem þér bætið við. ... skal eg með sumarskipum senda yður smásaman nokkra stafi af söfnum mínum, eftir því sem þér í hvert sinn látið mig vita hvað því verki líður. Samfundet for dansk Litteraturs Fremme hefur leitað til Konráðs þegar ljóst var að dansk-íslenskri orðabók yrði senn lokið. Konráð var í góðu vinfengi við Hallgrím Scheving og hafði m.a. unnið við að hreinrita orðasafn hans (Guðrún Kvaran 2008:156). Engar heimildir eru til um að Hallgrímur hafi sent Konráði efni til þessarar orðabókar. Svipuð voru örlög ensk-íslenskrar orðabókar. Af gögnum Kon- ráðs að ráða, sem varðveitt eru á Stofnun Arna Magnússonar í Kaup- mannahöfn, virðist hann hafa ætlað sér að semja slíka orðabók en lítið orðið úr framkvæmdum. Til eru orðalistar og drög að enskri málfræði en engin drög að orðabók. Hafi hann farið af stað með verkið virðist ekkert hafa varðveist af því. Enn eitt orðabókarverk virðist með öllu týnt sem þó er vitað að Konráð vann að um árabil. Þar er um að ræða orðabók yfir forna málið með dönskum skýringum. Hann fékk til hennar styrk frá danska Kirkju- og kennslumálaráðuneytinu á árunum 1857-1863 og sótti um viðbótarstyrk 1865 til að búa bókina til prentunar. Rakið verður hér það sem vitað er um þetta verk til að varpa ljósi á þessa miklu fyrir- ætlun Konráðs. Ýmis bréf eru til sem styðja það að Konráð vann við fornnorræna orðabók með dönskum skýringum og var kominn nokkuð áleiðis. Hann sótti um styrk til „Det höie Ministerium for Kirke- og Under- viisningsvæsenet" í bréfi frá 22. maí árið 18566 til að vinna „en muligst fuldstændig oldnordisk-dansk Ordbog". Hann telur sjálfan sig vel til 6 Öll bréfin sem vitnað er til í þessum kafla eru varðveitt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn en ljósrit af þeim eru í mínum fórum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.