Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn 14 uppi af tiltölulega fáum tegundum.48 Fisktegundir voru einnig fáar en loðna, þorsk- og ýsuseiði algengustu fiskarnir. Lífmassi síldar var þó mestur og lífmassi kolmunna næst- mestur. Þess ber að geta að stór hluti kolmunnastofnsins mældist utan hins eiginlega Íslandshafs. Síldin fannst í fáum, tiltölulega smáum flekkjum á takmörkuðu svæði í Ís- landshafi og að hluta á íslenskum landgrunnssvæðum. Fullvaxin loðna fannst í fáum og smáum flekkjum og aðeins í helmingi toga. Þetta endur- speglar takmarkaða útbreiðslu og lítinn loðnustofn árin 2006–2008. Bergmálsmælingar sýna að nýlið- unarbrestur varð í loðnustofninum tímabilið 2003–2008.49 Því voru mikilvægustu aldursflokkar stofnsins flestir langt undir meðalstærð árin 2006–2008, þegar gagnasöfnun í verkefninu fór fram. Greinileg árstíðasveifla var í fram- leiðslu enda þótt byggt sé á gögnum frá þremur árum. Frumframleiðsla virtist fylgja svipuðum ferli og skila ámóta afköstum og áður hefur mælst við ytri mörk landgrunnsins norðan Íslands,50,51 í Noregshafi og Norður- Grænlandshafi.43,52 Næringarefni voru í miklu magni við upphaf vor- vaxtar svifþörunganna, en með vaxandi vorblóma, og lagskiptingu sjávar, minnkaði kísilmagn fljótt og var uppurið á um tveimur vikum. Að loknu vorhámarki svifþörung- anna byggðist frumframleiðsla að mestu á skoruþörungum og smáum þörungum, en framleiðsla kísil- þörunga var lítil vegna skorts á kísli. Síðla sumars byggðist frum- framleiðsla líklega á endurunnum næringarefnum eins og í Noregs- hafi.53 Áta náði hámarki í júlí og ágúst á svipuðum tíma og lífmassi svifþörunga minnkaði og bendir það til beitar átu á svifþörungum. Víðtækir rannsóknaleiðangrar að sumarlagi leiddu í ljós svipaða svæðaskiptingu grunnþátta vist- kerfisins í Íslandshafi öll þrjú árin. Ástand sjávar einkenndist af áhrifum pólsjávar vestantil og Atlantssjávar austan- og sunnantil, með blöndu þessara sjógerða, sval- sjó, um miðbik Íslandshafs. Dreif- ing næringarefna í yfirborðslögum (0–30 m) endurspeglaði útbreiðslu sjógerða með mjög lágum nítrat- gildum í pólsjónum en mun hærri gildum í svalsjónum. Kísill var hins- vegar í meira magni í pólsjónum en uppurinn niður á 50 m dýpi í svalsjónum. Lífmassi svifþörunga var lítill síðsumars enda sterk lag- skipting niður á 20–30 m dýpi sem leyfði litla sem enga blöndun við næringarríkari sjó neðan hennar. Skoruþörungar og smáir þörungar voru ríkjandi innan hins lagskipta yfirborðslags en kísilþörungar fund- ust fyrst og fremst neðst á mörkum lagskiptingarinnar. Útbreiðsla milli- átu var vestlægari sumarið 2006 heldur en 2007 og 2008.19 Þetta gæti tengst útbreiðslu hafíss, sem var útbreiddur á vesturhluta rann- sóknasvæðisins 2006. Því gæti ís- bráðnun hafa leitt til hagstæðra vaxtarskilyrða fyrir svifþörunga,54 einkum að vorlagi, sem aftur getur leitt til meiri vaxtar og lífmassa átu í námunda við ísjaðarinn. Frumframleiðsla og magn milli- átu í yfirborðslögum sjávar var meira í júlí 2006 en í ágúst 2007 og 2008. Að hluta má rekja þetta til þess að sýnin voru ekki tekin í sama mánuði öll árin, en framleiðsla svifþörunga fer minnkandi þegar líður á sumarið og er því minni í ágúst en júlí. Í júlí 2006 var mest af átu vestan Kolbeinseyjarhryggs en mjög lítið af svifþörungum vegna ónógra næringarefna og beitar átu. Vaxtarskilyrði svifþörunga voru betri austan hryggs en vestan hans því þar voru næringarefni enn til staðar, en lítið af átu og því minni beit hennar á svifþörungum. Loðnuhrygning hófst líklega á svipuðum tíma alls staðar við landið, en klak getur tekið um 3–4 vikum lengri tíma við lægri hita norðan lands og austan heldur en sunnan lands.55 Aldursgreiningar benda til þess að stærðarmunur loðnulirfa eftir svæðum ráðist einkum af aldursmun en ekki af mismunandi vaxtarhraða. Tíðnidreifing klakdaga loðnulirfa og áætlað rek þeirra bendir til þess að eftirlifandi lirfur í ágúst 2007 hafi ekki verið eingöngu upprunnar sunnan lands og vestan, heldur hafi hrygning norðan lands einnig lagt talsvert af mörkum til árgangsins. Þetta bendir til þess að framlag hrygningar norðan lands til nýliðunar stofnsins geti verið mun meira en hingað til hefur verið talið, að minnsta kosti í sumum árum. Þó ber að geta þess að rann- sóknin var gerð við óvenjulegt árferði, a.m.k. miðað við áratugina á undan. Loðnuhrygningin árið 2007 virðist hafa átt sér stað fyrr og út- breiðslan náð norðar við Vesturland en í hrygningunni árið 1904.56 Þessi breyting gæti verið afleiðing hærri sjávarhita á Íslandsmiðum eftir 1997.13 Samanburð við svo gamlar athuganir ber þó að túlka með varúð, enda þótt söfnunaraðferðir hafi ekki breyst í grundvallaratriðum á þessum tíma. Aukið innstreymi hlýs Atlantssjávar á norðurmið gæti einnig hafa valdið auknum fjölda loðnuseiða norðan 68°N í ágústmán- uði hin síðari ár.57,58 Algengustu uppsjávarfiskar Ís- landshafs voru loðna, á ýmsum aldri, og nokkrar tegundir á lirfu- og seiðastigi auk fullvaxins kolmunna og síldar. Útbreiðsla loðnuseiða í ágúst 2007 og 2008 bendir til norð- lægari og vestlægari útbreiðslu en áður hefur mælst.31 Útbreiðsla full- vaxta loðnu (2ja ára og eldri) var að mestu takmörkuð við vestanvert Ís- landshaf og náði allt vestur á 35°V í júlí 2006. Þetta bendir til mun vestlægari útbreiðslu en áður var meginreglan.10,11 Bergmálsmæling sem fram fór í september–október 2010 í Íslandshafi sýndi vestlæga og suðlæga útbreiðslu eins árs ungloðnu og fullvaxta loðnu á og í námunda við grænlenska land- grunnið, allt vestur á 37°V og norður á 72°N. Á fyrri árum var loðnan yfirleitt dreifð djúpt norður af Ís- landi að haustlagi milli 67–68°N.10 Núverandi útbreiðsla að haustlagi er því vísbending um markverða hliðrun á útbreiðslu loðnu frá djúp- miðum norðan Íslands til djúpmiða við Austur-Grænland. Fjöldi fæðuþrepa og útreiknuð gildi fyrir mismunandi tegundir var almennt svipað í Íslandshafi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.