Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 39
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ofan jarðar leggjast þeir á misvíxl svo saman koma gagnkynja op og hvor maðkur frjóvgar egg hins. Á sumum tvíkynja dýrum leyfir innbyrðis staða kynfæranna ekki gagnkvæma frjóvgun tveggja ein- staklinga samtímis, og dýrin skiptast á í hlutverki karl- og kvenkyns. Sem dæmi má taka ættkvísl sæsnigla, sæhéra (Aplysia) (4. mynd). Margar tegundir lifa í hlýjum og tempruðum höfum víða um heim og bíta þörunga til matar. Sæhérar eru misstórir, frá nokkrum sentí metrum upp í um hálfan metra á lengd og allt að tvö kíló. Þetta eru aflöng dýr, skeljarlaus eða með rýrar leifar af skel inni í bolnum. Út úr síðunum ganga sundfæri, flipar sem þykja minna á eyru héra og af þeim er heiti dýranna á ýmsum málum dregið. Við mökun gengur limur út úr höfði eins dýrs inn í kvenlegt kynop annars, sem er aftarlega á bolnum. Þegar tveir sæ- hérar koma saman til mökunar fer annar sem karl aftan að hinum. Svo skipta þeir um hlutverk. Algengt er líka að fjöldi sæhéra safnist saman á mökunartíma og myndi keðju þar sem allir njóta sín í hlutverki beggja kynja nema sá fremsti losnar ekki við sæði og sá aftasti fær ekkert. Úr þessu er stundum bætt með því að dýrin tengjast öll í hring. Sérkynja dýr Langflest dýrin í kringum okkur eru annað hvort kven- eða karlkyns og halda óbreyttu kyni ævilangt. Mætti telja – enda oft talið – að kynhegðun þeirra skorðaðist við tengsl tveggja dýra af gagnstæðu kyni og stuðlaði jafnan að getnaði. Nánari könnun leiðir hins vegar í ljós ýmis frávik frá þessu, eins og nú verður vikið að. Sjálfsfróun Sjálfsfróun er algeng meðal spen- dýra (5. mynd). Best sett eru þau dýr sem geta við þetta beitt liprum höndum, svo sem apar, enda sjást karlapar oft strjúka lim sinn og fá við það sáðlát. Dæmi eru um meiri hugkvæmni, einkum hjá kvenöpum. Því var áður haldið fram að mað- urinn hefði það fram yfir dýr merkurinnar að hann smíðaði eða mótaði verkfæri til ákveðins brúks. Mörg dæmi þekkjast nú um að dýr noti heimagerð tól, þar á meðal mannapar. Meðal annars hefur órangútanskerla sést forma með tönnunum legg af vafningsviðar- stilk og beita sem „hjálpartæki ástarlífsins“. Höfrungstarfar verða kynþroska mörgum árum áður en þeir ná hylli kúa. Á þessum árum fá þeir stundum útrás fyrir kynhvöt sína með því að núa limnum við eitthvað í umhverfinu, einkum ýmis dýr, og sögur ganga um að þeir hafi leitað á sundmenn. En helsta lausnin felst samt í mökum við aðra karla sinnar tegundar, eins og nú verður vikið að. Samkynhegðun Flestir ungtarfar meðal höfrunga tengjast böndum fljótlega eftir kyn- þroska tveir og tveir sem meðal annars fela í sér kynmök. Síðar, eftir að tarfarnir eru farnir að makast við höfr ungs kýr, haldast þessi karlatengsl, en kynin eru laus- tengdari og samband þeirra ein- skorðast við fengitíma. Mun fleiri tegundir dýra sýna merki um samkynhegðun. Margir líffræðingar virðast tregir til að viðurkenna samkynhegðun meðal dýra. Jafnvel í nýlegum fræðiritum sést því hafnað að slíkt eðli (eða óeðli) þekkist hjá öðrum tegundum en Homo sapiens. Kanadískur dýrafræð ingur, Bruce Bagemihl, er samt ófeiminn við að fjalla um fjöl- breytnina í kynhegðun dýranna, sem hann hefur kannað og fært í letur í rúman áratug. Árið 1999 sendi hann frá sér mikið rit þar sem hann leiðir fjölda dýra af ýmsu tagi „út úr skápnum“.2 4. mynd. Höfuð sæhéra er með fjórum fálmurum, snýr niður á myndinni. Sund- blöðkurnar (héraeyrun) eru aftarlega á bolnum. Þessi tegund (Aplysia parvula) lifir út af ströndum Okinawa. 3. mynd. Hrúðurkarlar, sem eru tvíkynja, lifa margir saman í breiðum, fastvaxnir á hafsbotni. Við mökun beita þeir afar löngum getnaðarlim. Hér teygir dýrið lengst til hægri lim sinn til dýrs sem er ofar og til vinstri á myndinni. Ljósm. Sue Scott. 2. mynd. Bláhöfði (Thalassema bifas- ciata) er meðal þeirra kóralrifjafiska þar sem einn skartlegur hængur ræður yfir nokkrum minni og dauflitari hrygnum. Ef hann drepst getur stærsta hrygnan breyst í hæng og tekið við hlutverki heimilisföður- ins. Á myndinni eru hrygna (ofar) og kyn- skiptur hængur. 5. mynd. Rostungstarfur fróar sér með hreifunum. Ljósm. Phil Dotson/Science Photo Library.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.