Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 71

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 71
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Að því hafði verið stefnt að Vatnabók Guðmundar kæmi út árið 2013, sem tilnefnt var sem „Ár vatnsins“ á heims- vísu. Það tókst með þessu sameiginlega átaki, sem líkja má við kraftaverk, og sjálf verður bókin að teljast eitt mesta afrek í útgáfusögu Íslendinga. Vatnið í náttúru Íslands er í sama broti og fyrri stór- bækur Guðmundar Páls, 456 bls., og vegur um 1,5 kg, enda prentuð á þykkan myndapappír. Hún er gríðarlega efnismikil, því að letur er fremur smátt (9,6 og 8 p.). Fáir munu leggja í að lesa allan þann texta spjalda á milli, enda tæki það líklega marga mánuði. Mikið er um smáletraðar tilvitnanir, bæði í dagbækur höfundar og fjölda annarra lista- og fræðimanna. Mikils fræðilegs efnis hefur höf- undur aflað af Netinu, eins og heimildaskráin ber með sér, og er þar iðulega getið um nýjustu niðurstöður vísindanna. Efnislega skiptist Vatnabókin í tvo nokkuð jafnstóra hluta. Í fyrri hluta er fjallað um vatnið almennt á jörðinni, en síðari hluti er tileinkaður vatni og vatnsbúskap Ís- lands. Titill bókarinnar er því naumast réttnefni, en mun vera gefinn til samræmis við heiti á fyrri stórbókum. Vatn er í eðli sínu alþjóðlegt og fer sinna ferða um alla jörð, í lofti, á láði og legi, án þess að menn fái því teljandi hnikað. Það er einmitt sú staðreynd sem leiddi höfund til þess að útvíkka umfjöllun sína á jörðina, og hefja nýja „útrás“, sem allt mannkyn mætti draga lærdóm af. Vissulega geta menn breytt farvegum vatns og seinkað för þess með stíflum, eins og höfundur varð iðulega vitni að á heimsreisu sinni. Eru þær framkvæmdir og áætlanir víða svo hrikalegar að okkar virkjanir sýnast barnaleikur í samanburði við þær. Vatnabókin er prýdd fjölmörgum, glæsilegum lit- myndum, ekki bara af Íslandi heldur úr öllum heims- hornum. Langflestar þeirra hefur höfundur tekið sjálfur, og sannar þar enn og aftur að hann var einn snjallasti nátt- úruljósmyndari okkar tíma, en fleiri hafa lagt til myndefni, svo sem Friðþjófur Helgason, Leifur Rögnvaldsson og Ragnar Axelsson. Mér er til efs að nokkurntíma hafi annað eins bóklistaverk séð dagsins ljós. „Í öllum sínum skrifum – og öllu því sem hann tók sér fyrir hendur – samtvinnaði Guðmundur Páll ástina á fegurðinni og þrána eftir þekk- ingunni“, segir Guðmundur Andri í formála. Bókin er gríðarlegur fróðleiksbrunnur um náttúru og mannlíf jarðar, því að allstaðar kemur vatnið eitthvað við sögu. Hitt er svo annað mál, að efnisskipun hefði mátt vera skýrari, og efni hvers kafla betur afmarkað. Ágæt nafna- og efnisskrá bætir mikið úr þessu. Í formála kemur fram að Guðmundi hafi ekki enst aldur til að rita um, „hvernig vatnið smíðar“ og mótar landið og gera grein fyrir vatnagróðri. Sjálfur sakna ég t.d. umfjöllunar um smáveru- líf vatna á Íslandi og mynda af því. Helsta galla á bókinni tel ég þó vera hversu myndaskýringar eru ónákvæmar, oft torfundnar og vantar stundum alveg. Stemmir það illa við hinn fræðandi texta bókarinnar. Eins og gefur að skilja er Vatnabók Guðmundar gegn- sýrð af verndarhugsjón hans, og sjaldan hefur eldmóður hans náð slíkum hæðum sem í þessari síðustu bók. Í síðasta kafla setur höfundur fram nýstárlegar tillögur um einskonar friðlýsingu meginhluta hálendisins, sem hann kallar „Íslandsgarða“, án tillits til eignarhalds, en þar ætlar hann bændum og öðrum landeigendum stórt hlutverk. Naumast verður betur að orði komist um Vatnabókina, en í þessari setningu Guðmundar Andra í formála hennar: „Örlögin höguðu því svo til, að bókin varð svanasöngur Guðmundar Páls, nokkurskonar sálumessa, sem hann skildi eftir sig, óður hans og kveðja til lífsins og vatnsins, Jarðarinnar og mannanna.“ Guðmundur Páll hlaut margar viðurkenningar fyrir ævistarf sitt, sem of langt yrði að telja, en geta má þess að 1995 fengu Ströndin og Prentsmiðjan Oddi alþjóðleg verðlaun (Mission Impossible) fyrir prentlist, myndefni og hönnun. Sama ár fékk Guðmundur verðlaun Hag- þenkis, fyrir þrjár bækur sínar, og 2001 fékk hann fræði- bókaverðlaun Íslenskra bókaútgefenda fyrir Hálendið. Umhverfisverðlaun „Frjálsra félagssamtaka“ fékk Guð- mundur árið 1999. Á náttúruverndarþingi vorið 2012 var hann kjörinn Náttúruverndarinn, sem er ný viðurkenn- ing náttúruverndarsamtaka. Enginn Íslendingur hefur skilað slíku ævistarfi á því sviði sem hann og því á eng- inn þann heiður betur skilið. Á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 14. mars 2014 var haldin málstofa um Guðmund Pál undir heitinu Lífið er félagsskapur, sem Þorvarður Árnason stóð fyrir. Þar voru haldin nokkur erindi tileinkuð Guðmundi og verkum hans, og birtust fimm þeirra í Tímariti M&M (75. árg. 2. hefti 2014). Höfundar þeirra eru Andri Snær Magnason, Skúli Skúlason, Unnur Birna Karlsdóttir, Einar Falur Ingólfsson og Guðmundur Andri Thorsson. Þarna er varpað ljósi á hina fjölþættu hæfileika og margvíslegu viðfangsefni Guðmundar, sem að lokum báru að sama brunni í ritverkum hans. Hafa fáir hlotið svo vegleg eftirmæli. Þó hygg ég að við höfum enn ekki lært að meta þennan eldhuga og snilling að verðleikum. Það bíður komandi kynslóða. Að lokum vil ég þakka Ingunni Jakobsdóttur fyrir yfir- lestur þessa pistils og ýmsar upplýsingar er þar koma fram, svo og við útvegun mynda. Helgi Hallgrímsson Guðmundur Páll á bakka Mekong, „móður allra fljóta“, í Suður-Laos, veturinn 2010. Ljósm.: Leifur Rögnvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.