Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 63
63 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fót (nr. 882601-603). Svartþrösturinn var viðstaddur og fóðraði ungana en engir skógarþrestir sáust. Svart- þrösturinn hegðaði sér fremur undar- lega þegar hann nálgast hreiðrið með æti. Hann flaug ekki, var felugjarn og nálgaðist hreiðrið labbandi um næsta garð. Hvarf iðulega inní runna eða bak við bíl uns komið var að rótum hreiðurrunnans þá klifraði fuglinn upp að hreiðrinu. Skógarþrösturinn, kvenfuglinn, hafði sést fyrir hádegi þennan sama dag þar sem hann hímdi vesældarlegur á grasflötinni framan húss. Um hádegi voru teknar myndir af kvenfuglinum standandi á hreiðrinu. Kom þá í ljós gapandi sár á læri fuglsins. Hann sást aldrei eftir þetta og er sennilegt að köttur hafi náð að klóra í fuglinn svo hann hafi að líkindum hlotið varanlegan skaða. Einn köttur sást m.a. uppi í furutré fast við hreiðurrunnann sem var samt svo þéttur að kettir komust ekki inn að hreiðrinu. Næstu daga hélt svartþröstur- inn áfram að bera í skógarþrastar- ungana í hreiðri sem hann virðist ekki hafa átt beina aðild að. Var hann nú orðinn einn við matargjafir. Sem fyrr var hann mjög felugjarn þegar hann nálgaðist hreiðrið með æti í nefi en ætið var fyrst og fremst ánamaðkar. Þann 9. ágúst hafði fjaðrabúningur unganna þroskast frekar og sem fyrr báru þeir engin merki önnur en að vera eðlilegir skógarþrastarungar. Karlfugl skógarþrastar sást aldrei við þetta seinna hreiður sem má telja fremur óvenjulegt. Ungarnir voru u.þ.b. að yfirgefa hreiðrið en um kvöldið þess 10. ágúst voru enn þrír ungar í hreiðri. Morguninn eftir voru þeir farnir eftir 10–11 daga í hreiðri. Mátti heyra í svartþrestinum í garði handan götunnar, gegnt hús- inu, þar sem hann gaf frá sér við- vörunarhljóð. Þegar þangað var komið sáust þrír kettir sem svart- þrestinum var greinilega meinilla við. Enginn vafi er á því að ófáir þrastarungar lenda í kattarkjafti meðan þeir eru ófleygir úr hreiðri. Vera kann að svo hafi farið fyrir fóstrungum svartþrastarins en engar frekari athuganir eru til um ungana né svartþröstinn. Lýkur þar með þessari óvenjulegu sögu úr fuglaríkinu. Umræða Svartþrestir hafa orpið árlega á höfuðborgarsvæðinu síðan 1985.4 Fyrstu árin voru eitt eða fá pör en þeir breiddust smám saman út um Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ og lengra eftir því sem varpstofninn stækkaði en hann er nú á bilinu 500–2000 varppör. Fyrir þennan tíma höfðu þeir verið reglu- legir vetrargestir um aldir en höfðu orpið nokkrum sinnum án þess að varpstofn myndaðist.3 Svartþrestir sáust við Nausta- hlein veturinn 2005–2006 og þegar komið var fram á vor helgaði svart- þrastarkarl sér óðal á þessum slóðum með stöðugum söng. Virðist honum ekki hafa tekist að laða til sín kven- fugl. Þó er ljóst að með óðalsatferli á þessum árstíma stendur eðlis- hvöt kynþroska svartþrastarkarla til varps og ungauppeldis. Við það að enginn kvenfugl lét sjá sig, virðist svartþrösturinn hafa laðast að hreiðri nálægs skógarþrastarpars, þau látið það gott heita eða ekki getað spornað við afskiptasemi svart- þrastarins. Þegar upp er staðið ætti skógarþrastarparið samt að hafa notið góðs af því að svartþrösturinn blandaði sér í þeirra varpathafnir. Ungarnir hafa væntanlega fengið ríkulegra æti og fyrir bragðið verið betur á sig komnir til að takast á við lífið. Hafi svartþrastarins ekki notið við eftir að skógarþrastarkarlinn við fyrra hreiðrið hvarf má vera að ung- arnir hafi veslast upp og drepist ef kvenfuglinn hefur ekki einn getað sinnt fæðuþörf þeirra. Þá var ljóst að svartþrösturinn bar einn ábyrgð á að fæða þrastarungana í seinna hreiðrinu eftir að kvenfuglinn hvarf og ungar enn í hreiðri svo og eftir að þeir höfðu yfirgefið það. Hjálparhellur við hreiður er vel þekkt fyrirbrigði í fuglaheiminum, sérstaklega meðal spörfugla.5 Vana- lega er um að ræða fugla af sömu tegund, oftast ungfugla úr fyrra varpi þess pars sem nýtur hjálpar. Slík aðstoð er einna algengust meðal spörfugla í hitabeltislöndum sem verða margir kynþroska mun seinna en spörfuglar á norðlægari slóðum en langlífari. Aðstoð fugls af annarri tegund er sjaldgæfara fyrir- brigði en þó eru ýmis dæmi þekkt erlendis frá5,6, jafnvel meðal svart- þrasta. Í einu tilviki aðstoðaði svart- þrastarkarl við hreiður söngþrasta Turdus philomelos.7 Í öðru var karl- fugl svartþrastar hjálparhella svart- þrastarpars.8 Slíkir hjálparkokkar hafa hingað til verið óþekktir hjá ís- lenskum spörfuglum og engin rituð heimild um slíkt atferli. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram af hverju hjálp við hreiður eigi sér stað. Fræðimenn hafa leitað eftir þróunarlegum skýringum á fyrirbrigðinu. Ýmsar ástæður hafa verið kallaðar til sögunnar; (1) að hjálparhellan öðlist betri vörn gegn ræningjum; (2) fuglarnir öðlist ein- hverja aðra reynslu sem komi til góða síðar; (3) aðstoð við skylda fugla, einkum foreldra, komi hjálparhellunni til góða enda ung- arnir skyldir honum; (4) hjálpar- hellan erfi óðal foreldranna sem býr væntanlega yfir góðum eiginleikum því þar hefur áður náðst að ala upp unga.9,10 Nýlegar rannsóknir sýna að hjálparhellur koma ekki aðeins ungum til góða því lífslíkur full- orðnu fuglanna batni líka.11 Þessar skýringar eiga fyrst og fremst við fugla sem hjálpa for- eldrum sínum. Tilgátur (1), (3) og (4) gilda klárlega ekki um þetta tilvik. Þar eð enginn kvenfugl af sömu tegund var til staðar má telja líklegt að svartþrösturinn hafi valið næstbesta kostinn, að hjálpa til við hreiður nágrannanna, skógar- þrastanna. Með því aflaði svart- þrösturinn sér ákveðinnar reynslu við uppeldi og fæðuöflun handa ungum sem gæti komið honum til góða síðar þegar hann parast kvenfugli af eigin tegund með varp í huga. Tilgáta (2) gæti því átt við á þann hátt að svartþrösturinn hafi öðlast betri varpreynslu sem kæmi honum til góða síðar. Á hinn bóginn hefur svartþrösturinn eytt dýrmætri orku við að sinna fóðrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.