Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 4
Ársskýrsla Hmkrunarfélags Islands Stjórnardr félagsins frd 24. nóv. 1958 til 9. des. 1959 Hjúkrunarfélag Islands hefur á stjórn- ári sínu frá 24. nóv. 1958 til 9. des. 1959 haldið 11 stjórnarfundi og 4 félagsfundi. Á aðalfundi félagsins 24. nóv. 1958 voru mættar 70 félagskonur og 4 hjúkrunar- nemar. Formaður las upp ársskýrslu fé- lagsins og var hún samþykkt. Síðan voru reikningar félagsins lesnir upp og voru þeir einnig samþykktir. Þá hófs.t stjórnarkosning. Úr stjóm áttu að ganga Sigrún Magnúsdóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir, og gáfu þær hvorugar kost á sér til endurkjörs. Kosn- ar voru Margrét Jóhannesdóttir og Anna Loftsdóttir. Varamaður í stjórn var kosin Hrefna Jóhannsdóttir. Ritstjórn: í ritstjórn voru kosnar Aðal- heiður Árnadóttir, Bergljót Líndal og Sig- rún Jónatansdóttir. Fyrir voru Elín Egg- erts Stefánsson og Rristín Gunnarsdóttir. Þegar leið á árið, voru 4 ofannefndra hjúkrunarkvenna ýmist farnar af landi burt eða fluttar út á land og var Bergljót Líndal ein eftir í ritstjórn. Tók Margrét Jóhannesdóttir þá að sér að koma út blöð- um þeim sem eftir voru af árinu, með aðstoð Bergljótar Líndal og Hólmfríðar Ólafsdóttur. SumarhúsnefncL var endurkosin en í henni sitja Valgerður Helgadóttir, Guðrún Árnadóttir, Sigríður Jakobsdóttir og Jóna Hall. Trúnaðarnefnd var endurkosin, en í henni sitja: Kristín Thoroddsen, Þuríður Þorvaldsdóttir og Jóna Guðmundsdóttir. Stjórn Minningarsjóós Guðrúnar Gísla- dóttur Björns er skipuð þeim: Jónu Guð- mundsdóttur, Halldóru Andrésdóttur og Guðrúnu Lilju Þorkelsdóttur, og voru þær allar endurkjörnar. Stjórn félagsheimilissjóðs var einnig endurkosin, en í henni sitja: Anna John- sen, Salóme Pálmadóttir, Bjarney Samú- elsdóttir, Geirþrúður Kúld og Guðrún Lilja Þorkelsdóttir. Fulltrúar í Bandalagi lcvenna voru kosn- ar auk formanns Guðmundína Guttorms- dóttir, Arndís Einarsdóttir. Varafulltrú- ar: Kristín Gunnarsdóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir. Hallveigarstaðanefnd: Sólveig Halldórs- dóttir og Guðrún Árnadóttir (Landsspít- alanum), voru endurkjörnar. Áfengisvarnarnefnd var einnig endur- kosin, en í henni eru Halldóra Þorláks- dóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Sig- ríður Erlingsdóttir. Til vara: Jóna Guð- mundsdóttir. Endurskoðendur reikninga voru endur- kosnar Guðmundína Guttormsdóttir og Salóme Pálmadóttir. Fulltrúar í Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum eru nú (kosnar í júní 1958) auk formanns Aðalheiður Árna- dóttir og Margrét Jóhannesdóttir. Til vara: Guðríður Jónsdóttir, Elín Eggerts Stefánsson og Anna Loftsdóttir. Fulltrúar í Alþjóðasamvinnu hjúknm- arkvenna (I.C.N.) eru auk formanns Þor- björg Árnadóttir, María Pétursdóttir, Margrét Jóhannesdóttir og Sigríður Bach- mann. Varafulltrúar: Guðríður Jónsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Sigríður Erlingsdótt- ir og Valgerður Helgadóttir.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.