Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 14
Lisa Köheritz ritstjóri: Frá samvinnu hjúkrunarkv enna á Norður- löndum til Tímarits H.F.Í. M. J. þýddi Um áramótin 1958—1959 urðu ritara- skipti hjá Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum. Karin Elverson hætti rit- arastörfum, en við tók Iva Bondeson. Stjórnarfundi SSN, sem haldinn var í Stokkhólmi rétt fyrir jólin 1958, lauk með kveðjuhátíð til heiðurs Karin Elverson, er verið hefur stjórnarmeðlimur og ritari til margra ára. Margar ræðu voru haldnar af þessu tilefni og færði varaformaður SSN, Kyllikki Pohjala, Karin Elverson þakkir stjórnarinnar. Gerða Höjer var einnig boðin velkomin sem heiðursritari og henni ráðlagt, að spyrja Karin ráða, ef hún vildi verða enn fróðari en hún þegar væri. Sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt og ólaunað starf hjá SSN var Karin Elver- son afhent peningaupphæð, og henni ráð- lagt að nota peningana til ferðalaga. Karin, sem bæði var hrærð og þakklát, lét það í ljósi í ræðu, og gerði jafnframt grein fyrir hinu langvarandi starfi sínu hjá SSN. Starfið hefði auðgað líf hennar í fyllsta máta og átti að vera gjöf til norrænna hj úkrunarkvenna. Karin Elverson hefur starfað mikið fyr- ir Samvinnuna. Ritari SSN var hún frá 1945—1948 og formaður frá 1948—1952. Síðan varð hún ritari á ný og hafði þá Ivu Bondeson sér til aðstoðar. Það er Karin Elverson að þakka, að SSN fékk eigið húsnæði og skrifstofur. 1 byrj- un hafði SSN bækistöð sína á Nybrúgöt- unni — þar sem Stokkhólmsdeild sænska hjúkrunarfélagsins nú hefur húsnæði, en þegar sænska hjúkrunarfélagið flutti á Östermalmsgatan 19, árið 1957, fékk SSN tvö herbergi til afnota þar. Innbúið er að mestu nýtt, en sumt einnig gamalt. T. d. er þar spegilgljáandi, gamaldags ofn, og inni hjá Ivu Bondeson er skrifborð sem Bertha Wellin, fyrsti formaður sænska hjúkrunarfélagsins átti. Frú Iva Bondeson hefur unnið hjá SSN síðan á Gautaborgarkongressinum 1950. Hún er fædd í Gautaborg, varð stúdent 1925 og Sophiasystir 1931. Fyrst starfaði hún á Krónprinsessu Lovísu barnasjúkra- húsi, en var síðan í 4 ár við sjúkraheimili Stokkhólmsborgar. Þá vann hún í 6 mán- uði við S:t Thomas Hospital í London, en þegar Karolinska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi tók til starfa, varð hún ein af fyrstu hjúkrunarkonunum þar. Eftir að hafa tek- ið þátt í framhaldsnámskeiði SSF varð hún kennari hjá S:t Eriks hjúkrunarskól- anum í 21/2 ár, en gifti sig síðan. Ekki fékk hún þó að vera lengi í friði á heim- ili sínu, brátt tóku vinnutilboð að berast. Sitt af hverju bauðst henni, t. d. það, að sjá um námskeið fyrir gangastúlkur, að vera staðgengill hjá barnaverndarnefnd o. fl. o. fl. Iva Bondeson kaus að lokum fasta vinnu hjá SSF og SSN, því að bæði félög- in þurftu hennar með. Nú vinnur frú Bondeson að mestu leyti hjá SSN, en fyrir SSF hefur hún það þó á hendi að hjálpa

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.