Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 16
BJ / FRÁKDNSD Eftirfwrandi bréf er slcrifað til „Hjúkrunar- kvennablaðsins“ sem þá var og hét, og sent frú Sigríði Eiríksdóttur. — Núverandi ritstjóm blaðs- ins er ókunnugt um, hvemig mynd sú er Bene- dikt talar um, hefur borizt þáverandi ritstjórn í hendur. Samkvæmt ósk hans, munum vér láta aðrar og betri myndir fylgja bréfi þessu, sem tímaritið „Bjarmi" hefur góðfúslega lánað okkur. En hér lcemur bréfið — og athugið, að myndin sem talað er um, mun EKKI birt aftur hér í blaðinu. Konso, 31. okt. 1959. Til Hjúkrunarkvennablaðsins. Heilar og sælar allar! Ekki veit ég, hvemig byrja á þetta bréf. Fyrst er það, að ég veit ekki nema þið fitjið upp á nefið, þegar ég, sem er ekki einu sinni kvæntur hjúkrunarkonu, þrengi mér inn á síður blaðsins. Og svo hitt, að bréfið er skrifað mun seinna en ætti að vera, svo að það, sem það á að fjalla um, getur hafa gleymzt fyrir löngu. En svo er mál með vexti, að í blaðinu birtist eitt sinn mynd, sem ég tók hér í Konsó, en skýringin, sem fylgdi henni var villandi. Myndin sýnir Ingunni Gísladótt- ur, hjúkrunarkonu, og meðfylgjandi texti segir, að hún sé að störfum við sjúkrahúsið í Konsó. Þetta þarfnast skýringar. Mynd- in er tekin 50 km. frá sjúkraskýlinu, og aðstæðurnar voru eins og nú skal greina: Við vorum þrjú hvít: norskur læknir, Ing- unn og undirritaður. Ferðin var farin til að athuga, hvað væri hæft í orðrómi um heilahimnubólgu- faraldur í héraði, sem heyrir undir héraðsstjórnina í Konsó, en kallast Gawada. Við slóg- um upp tjöldum, þar sem veginum lauk, en riðum á múldýrum á leiðar- enda. Þegar við vor- um á leið heim í tjöldin, gerði helli- rigningu, og er þangað kom var ekki þurr þráður á okkur. Ingunni hafði láðst að taka með sér aukafatnað. Hún fékk lánaða

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.