Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 tvíoxíð áður en blóðinu er veitt inn í líkamann aftur. Markmið meðferðar er að hvíla sjúk lungu að hluta til eða að öllu leyti til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi lungnaskemmdir, því þegar þangeta lungna er skert getur hefðbundin meðferð í öndunarvél leitt til skaða vegna vax- andi innöndunarþrýstings í loftvegum. Slík hvíld kemur enn fremur í veg fyrir skemmdir á lungnablöðru-háræðahimnu (alveolar-capill- ary membrane) sem annars gæti orðið vegna langtíma notkunar á háum hlutþrýstingi súr- efnis í innöndunarlofti. Loftskipti utan líkama er hægt að framkvæma á mismunandi vegu. í þessu sjúkdómstilfelli var um að ræða fulla lungnaaðstoð utan líkama (total extracorporeal lung assistance, TECLA) án blóðþynningar, með bláæða-hægri slegils tengingu (veno-right ventricular cannulation) (Fjalldal o.fl.,1993). Framkvæmd ECLA ECLA kerfið var samsett af gervilunga (oxy- genator), hitaskipti, pumpu, hitunarvél, bláæða- blóðgeymi (venous reservoir), slöngum, milli- stykkjum og æðakerum. Áður en hægt var að hefja meðferðina og tengja sjúkling við vélina fór fram nákvæm undirbúningsvinna fjöl- margra aðila. Rúmi sjúklings var komið fyrir á 50 cm háum palli (mynd 1) sem var það stór MYND 2. ECLA kerfi (teikning Klöru Þorsteinsdóttur). að starfsfólk gat athafnað sig umhverfis rúmið og öndunarvélar og vökvadælur komust fyrir. Enn fremur þurfti að útbúa lyftara sem gat lyft röntgentæki nægilega hátt í hvert sinn sem þurfti að röntgenmynda. Kerfið var tengt við sjúkling þannig að keri var þræddur gegnum hægri lærleggsbláæð og upp í hægra forhólf. Þaðan rann bláæðablóð, fyrir tilstilli þyngdarlögmálsins (fallhæð um 140 cm), niður í gegnum mjúka þenjanlega slöngu (venous reservoir) og var dælt (rúllupumpa, C-Flex slanga) í gegnum gervilunga þar sem blóðið var mettað súrefni og koltvíoxíð fjar- lægt. Blóðinu var síðan dælt áfram inn í sjúkl- ing, um kera sem þræddur var gegnum hægri, innri hóstarbláæð (v. jugularis interna) og endaði niðri í hægri slegli (mynd 2). ECLA kerfið var fyllt heitu blóði og albúmíni áður en það var tengt við sjúklinginn. Eftir að æðakerar voru lagðir inn og rétt lega staðfest með röntgenmynd, var sjúklingi lyft í rúminu, upp á pallinn. Flæðið í kerfinu réðst m.a. af fallhæðinni og vökvamagninu íblóðrásinni/kerfinu. Allt ECLA kerfið var heparínhúðað að innan til þess að hindra storknun. Þannig mátti komast hjá fullri blóðþynningu. Til þess að heparínhúðin væri virk þurfti serum antitrombín III að vera um 100%. Ef það lækkaði fékk sjúklingur anti- trombín III gjöf í æð eða blóðvökva (plasma). Blóðflögur töpuðust í gervilunganu fyrstu dag- ana og þurfti sjúklingur blóðflögugjöf í fyrstu þar til jafnvægi var náð. Enn fremur lækkaði fíbrínógen og var það m.a. álitið vera vegna lang- varandi áhrifa gervilungans. Þvíþurfti sjúklingur fíbrínógengjöf undir lok ECLA meðferðar. Hjúkrun ECLA krefst umönnunar og eftirlits með sjúkl- ingi hverja mínútu. Tveir hjúkrunarfræðingar voru við rúm sjúklings allan sólarhringinn og sérfræðingur í svæfingum og tæknimaður í næsta nágrenni. í þá 39 daga, sem hin eiginlega ECLA með- ferð stóð, var sjúklingur algerlega háður vélum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.