Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Sigríður Guðmundsdóttir hjá Rauða krossi íslands Hjúkrun í Litháen Dagana 6.-10. september sl. fór undirrituð ásamt formanni HFÍ, Vilborgu Ingólfsdóttur, í kynnisferð til Liháen. Þar var hjúkrunarfélagið heimsótt og heilbrigðisstofnanir skoðaðar. Einnig sátum við ráðstefnu SSN (Samvinnu hjúkrunar- frœðinga á Norðurlöndum) í Riga í Lettlandi. Aðdragandi ferðarinnar var ákvörðun stjórnar SSN um að halda hina árlegu ráðstefnu SSN í einu af Eystrasalts- ríkjunum í þeim tilgangi að gefa hjúkrunarfrœðingum þar tœkifœri til að kynnast nútímahjúkrun. Hjúkrunarfélögin á Norðurlöndum hafa stutt við bakið á systurfélögum í Eystra- saltsríkjunum í nokkur ár og var ákveðið að hjúkrunar- frœðingar frá Norðurlöndum sœktu sitt stuðningsfélag heim. Islensku hjúkrunarfrœðingarnir heimsóttu Litháa, ásamt Dönum. Litháen f Litháen búa u.þ.b. 3,7 milljónir manna. Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður og iðnaður s.s. textíl-, matvæla- og rafeindaiðnaður. Litháar öðluðust sjálfstæði í mars 1990 eftir rúmlega 40 ára undirokun Ráðstjórnarríkjanna. Áhrifa sovétvaldsins gætir enn í landinu, bæði innan heilbrigðiskerfisins sem og annars staðar í þjóðlífinu. Það kom okkur verulega á óvart í landi sem nýlega hefur hlotið sjálfstæði og lýðræðislegt stjórnarfar að sjá alla þá depurð sem blasti hvarvetna við. Það var sama hvert við fórum, götur voru nær mannlausar, jafnvel í miðbænum var fátt um fólk. Fáir bílar voru á ferli, hús og byggingar gráar og hvergi lfflega liti að sjá. Fólk virtist gleðisnautt og við fengum á tilfinninguna að það væri einnig áhugalaust og úrræðalítið. Þetta er án efa arfleifð sovét- valdsins gamla. Heil þjóð breytist ekki á einni nóttu heldur þarf áralanga endurhæfingu og endurmenntun til að kalla fram breytingar í landi þar sem efnahagur og allt innra kerfi er í rúst. Fólk þarf að hafa tvö til þrjú störf til að ná endum saman og mjög mikið er um ,,svarta vinnu. ‘ ‘ Meðalmánaðarlaun hjúkrunarfræðings fyrir fuila vinnu eru 1500 íslenskar krónur. Rafmagn er af skornum skammti og heitt vatn er skammtað í 3 daga í mánuði. Húsnæði er óupphitað og svo má lengi telja. í allri þessari depurð finnast samt einstaklingar fullir bjartsýni og eldmóði og þeim kynntumst við hjá ný- stofnuðu hjúkrunarfélagi Litháa. Heimsókn tll Vllnlus Heimsóknin til Vilníus, höfuðborgar Litháens, var afar áhugaverð. Þar heimsóttum við heilsu- gæslustöð, bráðasjúkrahús, elliheimili og hjúkr- unarskóla. í Vilníus hittum við einnig framáfólk innan hjúkrunar og heilbrigðisþjónust- unnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.