Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 35
stofnfundinum, ótrúlegan. „Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um hann. Hann var stórkostlegur! Yfir 500 hjúkrun- arfræðingar fylltu Borgarleikhúsið og athöfnin var sam- bland af formfestu og gleði. Þá var brotið blað í sögu hjúkrunar hér á landi.“ Ný stjórn tók svo við og var að miklu leyti samsett úr fyrri stjórnum þar sem áhugi var fyrir hendi að fylgja þessu eftir. „Það skapaði ákveðna festu en var líka erfitt þar sem hóparnir tveir höfðu áður tekist á. Það voru því miklar umræður innan stjórnar, skiptar skoð- anir um flestallt, en okkur tókst að þoka málum vel á veg. í maí 1994, nokkrum mánuðum eftir sameiningu, skrifuðum við undir fyrsta kjarasamninginn sem leiddi til launa- hækkunar, sem varð ýmsum aðilum á vinnumarkaðnum verulegur þyrnir í augum, því þær þóttu ríflegar." Samn- ingar beggja félaga voru lausir við sameiningu og því var verið að sameina tvo að sumu leyti ólíka kjarasamninga, FHH var í BHM en Hjúkrunarfélagið hafði verið í BSRB. Ásta segir að ákveðin samstaða hafi náðst varðandi mat á menntun og það hafi ráðið úrslitum um sameiningu. „Fyrstu samningar sýndu að það var ekki verið að draga taum eins hóps hjúkrunarfræðinga umfram annars. Nýja félagið var því að vinna fyrir alla.“ Frá sameiningu hefur svo verið unnið að ýmsum fram- þróunarmálum. Meiri kjarabætur hafa náðst á undan- förnum árum en nokkru sinni fyrr í sögu hjúkrunarfræðinga hér á landi. „Við náðum ákveðnum árangri eftir samningana 1994 og svo aftur 1997 þegar tekin var ákvörðun um að fara í nýtt launakerfi, sem hjúkrunarfæðingum fannst verðugt viðfangsefni að glíma við. Fram að því má segja að ríkt hafi nánast algjör jafnlaunastefna, allir voru á svo til sömu launum. Það var því ákveðið sóknarfæri að fara inn í nýtt launakerfi, gamla launakerfið var orðið rotið og hluti af því var neðanjarðar. Markmiðið með nýju launkerfi var að fella yfirborganir inn í grunnlaun, við vissum að ef það yrði gert þá sæist hinn raunverulegi launamunur milli hjúkrunar- fræðinga og annarra háskólamenntaðra hópa. Og það var einmitt það sem gerðist. Hjúkrunarfræðingar urðu mjög reiðir yfir því misrétti sem komið var upp á yfirborðið og sögðu í kjölfarið upp störfum sínum vegna óánægju með laun og náðu með því að knýja fram ákveðnar breytingar." Nýjar aðferðir í samningatækni Ásta segir þetta hafa verið erfiðan en jafnframt mjög skemmtilegan tíma. „Samningarnir 1994 voru mjög skemmtilegir. Við notuðum aðrar aðferðir í samningatækni en áður höfðu tíðkast, aðferðir sem má rekja til hjúkrunar. Grundvallarviðhorf í hjúkrun er virðing gagnvart manneskj- unni og samstarf, sem byggir á þeirri nálgun, er hjúkrunar- fræðingum eðlislægt. í samningastarfinu lögðum við okkur því fram við að sýna viðsemjendum okkar fulla virðingu og ákváðum líka að við skyldum hafa gaman af þessu. Það var því oft mikið hlegið og sagðir brandarar yfir borðið. Ásta ásamt Margrettu Madden Styles, þáverandi formanni ICN, Mirelle Kingma, faglegum ráðgjafa ICN og Lailu Dávoy, þáverandi formanni norska hjúkrunarfélagsins. Myndin er tekin í Zimbabwe. Jafnframt var mikil festa af okkar hálfu, ef við höfðum náð niðurstöðu um eitthvað atriði í samningsgerðinni, þá stóð sú ákvörðun af okkar hálfu. Fram að því höfðu samskipti milli háskólamanna og ríkisins verið mjög erfið, allt frá samningunum '89 og bráðabirgðalögunum á samninga háskólamanna, þannig að mikil tortryggni ríkti milli háskólamanna og viðsemjenda þeirra. Við komum að þessu á annan hátt. Samningar snúast um samskipti. Það er ekki hægt að hella svívirðingum yfir fólk og ætla svo að komast að samkomulagi við það daginn eftir.“ Hún segir samningana '94 hafa verið með því skemmti- legasta sem hún hafi gengið í gegnum. „Samningar '95 voru ákveðin endurskoðun á fyrri samningi og samningar '96 voru mjög einfaldir. Samningarnir '97 voru hins vegar býsna erfiðir. Þar var farið að vinna með nýjar hugmyndir sem komu frá fjármálaráðuneytinu. Það var ekkert sjálf- gefið að hjúkrunarfræðingar tækju upp þessar hugmyndir, en okkur fannst við ekki hafa neinu að tapa, við vildum svo innilega hverfa frá þessu gamla launakerfi sem hafði ekki gert neitt annað en halda launum okkar niðri.“ Á þeim tíma voru miklar umræður innan BHM um þetta nýja launakerfi, Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, Birgir Björn Sigurjónsson, sem var framkvæmdastjóri BHM, og Marta Hjálmarsdóttir, formaður BHM, kynntu sér sérstaklega 115 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.